laugardagur, nóvember 29, 2003
Jæja, kannski kominn tími til að láta frá sér heyra. Fékk símtal í gær frá áhyggjufullum velunnara sem vildi ganga úr skugga um það að ég væri enn á lífi. Málið er nú bara það að þrennt hefur aftrað mér frá að: a) upplifa nokkuð spennandi og b) mæta á skrifstofuna og komast í tæri við netið. Í fyrsta lagi hef ég verið hálfveik, já ekki alveg veik en með kvef dauðans, beinverki og hausverk. Í öðru lagi er ég búin að vera pípetterandi af miklum móð á rannsóknastofunni, ánægð með niðurstöðurnar, lítur út fyrir að greinargerðin sem ég á að skila í janúar verði full af skemmtilegum staðreyndum. Í þriðja lagi eignaðist ég sjónvarp á miðvikudaginn (og þá er auðvitað enn kræsilegra að vera veik heima). Minn þýðverski nágranni Beatrix Wissmann kvartaði yfir því að tækið væri tímaþjófur og hún kæmi engu í verk (hmm....) og þess vegna mætti ég bara eiga það. Gaman að því.
Það er fínt að geta séð fréttirnar en ég vona að nýjabrumið fari fljótt af öllum veruleikaþáttunum og getraunaþáttunum (Bretar eru nú snillingar í skemmtilegum spurningaþáttum). Er ekki dottin í sápurnar ennþá, held að það gerist nú ekki enda eru þær lítið heillandi. Horfði hins vegar á gelísku þættina á fimmtudaginn. Mér hefur alltaf fundið gelíska skemmtilegt tungumál, væri jafnvel til í að tala hana. Þess vegna var gaman að horfa á gelísku þættina sem eru með enskum texta, tilvaldir til að pikka upp nokkur orð. Fjölskylda mín minnist þess nú ennþá þegar ég, tólf ára náfölt nörd, var altalandi á hið exótíska latínótungumál portúgölsku eftir að hafa glápt á snilldarbálkana Yngismær og Ambátt í heilan vetur. Ætla mér að endurtaka þetta afrek.
Fer í kvöld á aðalfund ÍsSkots, Íslendingafélagsins í Skotlandi, en "önnur mál" innihalda fullveldisfagnað, tveimur dögum of snemma því 1. des er á mánudaginn og ekki eins hentugur til hátíðarhalda. Fundurinn er haldinn á heimili formannsins, en það verður einmitt líka heimili mitt í janúar, því ég leigi á loftinu hjá henni. Annað skemmtilegt við þetta er að ég þarf að taka strætó og því gæti ég hent inn skemmtilegum sögum hér á morgun.
Sjáumst síðar.
|
Það er fínt að geta séð fréttirnar en ég vona að nýjabrumið fari fljótt af öllum veruleikaþáttunum og getraunaþáttunum (Bretar eru nú snillingar í skemmtilegum spurningaþáttum). Er ekki dottin í sápurnar ennþá, held að það gerist nú ekki enda eru þær lítið heillandi. Horfði hins vegar á gelísku þættina á fimmtudaginn. Mér hefur alltaf fundið gelíska skemmtilegt tungumál, væri jafnvel til í að tala hana. Þess vegna var gaman að horfa á gelísku þættina sem eru með enskum texta, tilvaldir til að pikka upp nokkur orð. Fjölskylda mín minnist þess nú ennþá þegar ég, tólf ára náfölt nörd, var altalandi á hið exótíska latínótungumál portúgölsku eftir að hafa glápt á snilldarbálkana Yngismær og Ambátt í heilan vetur. Ætla mér að endurtaka þetta afrek.
Fer í kvöld á aðalfund ÍsSkots, Íslendingafélagsins í Skotlandi, en "önnur mál" innihalda fullveldisfagnað, tveimur dögum of snemma því 1. des er á mánudaginn og ekki eins hentugur til hátíðarhalda. Fundurinn er haldinn á heimili formannsins, en það verður einmitt líka heimili mitt í janúar, því ég leigi á loftinu hjá henni. Annað skemmtilegt við þetta er að ég þarf að taka strætó og því gæti ég hent inn skemmtilegum sögum hér á morgun.
Sjáumst síðar.
|
laugardagur, nóvember 22, 2003
Jólin virðast vera tími brjálæðis og æsings í Bretlandi. Það eru fimm vikur til jóla og fólk er löngu byrjað að hamast í búðum. Búðirnar eru opnar alla daga og suma jafnvel til miðnættis, en ekkert virðist þessi langi opnunartími slá á fólksfjöldann niðri í bæ. Svo hef ég náttúrulega oftar en einu sinni séð hópa af ringluðum Íslendingum í verslunarferð. Mitt ráð er: Verslið bara heima, það er ekkert ódýrara hérna.
Fór í matarbúð Marks og Spencer á Princes Street á leiðinni heim af rannsóknastofunni og ég varð fyrir miklu menningarsjokki. Í fyrsta lagi er meirihluti þessarar risastóru búðar lagður undir tilbúna rétti og örbylgjumat alls konar og þar sem ég var ekki að leita að örbylgjumat varð ég svolítið ringluð. Í öðru lagi var búðin full af gömlum konum sem voru stórhættulegar með innkaupakerrurnar. Óku bara beint af augum og stikluðu á brothættum beinþynningarleggjum með brjálæðisglampa í augum. Fáar höfðu nokkuð í kerrunni, það var bara eins og þær væru þarna gagngert til að aka um á ólöglegum hraða. Mér datt í hug að þetta væri einhver jólatradisjón sem þær mættu bara ekki fyrir nokkra muni sleppa og að lokinni ökuferð yrði kerrunni skilað tómri og þær röltu svo á kaffihúsómynd í næsta stórmarkaði og hvíldu lúin bein. Ef ég gef mér tíma í næstu viku ætti ég kannski að elta eina svona og sjá hvernig ökuferðinni lýkur.
Þegar ég kom út úr Marks og Spencer nokkrum eplum og pestói ríkari tók ég eftir öðrum þjóðfélagshópi sem virtist vera að draga sig saman á götuhornum Edinborgar. Það voru litlir asískir karlar í jakkafötum sem stóðu í hóp undir húsveggjum og reyktu saman eina sígarettu. Og ekki nóg með þennan eina hóp heldur sá ég tvo aðra hópa af sama meiði á göngu minni eftir Princes Street. Á enn erfiðara með að sjá í gegnum þetta trend. Og talandi um trend og Asíubúa: Sá asíska stelpu um daginn með grímu fyrir andlitinu. Vá, þeir ætla ekki að gefast upp! HABL er löngu úrelt tíska og var aldrei tíska. Svona fólk, hnuss!
Annars hef ég sökkt mér í japanskar bókmenntir undanfarið og líkað bara ágætlega. Búin með Norwegian Wood eftir Haruki Murakami og er í endalausum lestri japanskra vísindagreina. Tek eftir því að japanskir vísindamenn gefa ekki út grein þrír-fjórir saman...nei, hér duga ekkert nema 15 nöfn undir hverja grein. Kannski af því að sum eru svo stutt. Eða kannski af því að þeir eru svo litlir, hver veit.
|
Fór í matarbúð Marks og Spencer á Princes Street á leiðinni heim af rannsóknastofunni og ég varð fyrir miklu menningarsjokki. Í fyrsta lagi er meirihluti þessarar risastóru búðar lagður undir tilbúna rétti og örbylgjumat alls konar og þar sem ég var ekki að leita að örbylgjumat varð ég svolítið ringluð. Í öðru lagi var búðin full af gömlum konum sem voru stórhættulegar með innkaupakerrurnar. Óku bara beint af augum og stikluðu á brothættum beinþynningarleggjum með brjálæðisglampa í augum. Fáar höfðu nokkuð í kerrunni, það var bara eins og þær væru þarna gagngert til að aka um á ólöglegum hraða. Mér datt í hug að þetta væri einhver jólatradisjón sem þær mættu bara ekki fyrir nokkra muni sleppa og að lokinni ökuferð yrði kerrunni skilað tómri og þær röltu svo á kaffihúsómynd í næsta stórmarkaði og hvíldu lúin bein. Ef ég gef mér tíma í næstu viku ætti ég kannski að elta eina svona og sjá hvernig ökuferðinni lýkur.
Þegar ég kom út úr Marks og Spencer nokkrum eplum og pestói ríkari tók ég eftir öðrum þjóðfélagshópi sem virtist vera að draga sig saman á götuhornum Edinborgar. Það voru litlir asískir karlar í jakkafötum sem stóðu í hóp undir húsveggjum og reyktu saman eina sígarettu. Og ekki nóg með þennan eina hóp heldur sá ég tvo aðra hópa af sama meiði á göngu minni eftir Princes Street. Á enn erfiðara með að sjá í gegnum þetta trend. Og talandi um trend og Asíubúa: Sá asíska stelpu um daginn með grímu fyrir andlitinu. Vá, þeir ætla ekki að gefast upp! HABL er löngu úrelt tíska og var aldrei tíska. Svona fólk, hnuss!
Annars hef ég sökkt mér í japanskar bókmenntir undanfarið og líkað bara ágætlega. Búin með Norwegian Wood eftir Haruki Murakami og er í endalausum lestri japanskra vísindagreina. Tek eftir því að japanskir vísindamenn gefa ekki út grein þrír-fjórir saman...nei, hér duga ekkert nema 15 nöfn undir hverja grein. Kannski af því að sum eru svo stutt. Eða kannski af því að þeir eru svo litlir, hver veit.
|
fimmtudagur, nóvember 20, 2003
Ég hef gert mér grein fyrir því hvað ég hef haft óhugnanlega lítið að gera undanfarinn mánuðinn. Ég meina, ég er tvo daga í fullri vinnu á rannsóknastofunni og bloggið dettur bara alveg niður! Sorglegt.
Og samt er ég nú búin að eyða nokkrum tíma í strætó síðustu daga því það er ekkert spaug að komast á milli skrifstofunnar minnar og rannsóknastofunnar. Kostar þrek, tár og tíma. Og úr því að ég hef haft svona lítið fyrir stafni undanfarið þá var ég bara eins og aumingi eftir að hafa pípetterað 27 sýni. Var búin að einbeita mér svo mikið að ég bara lyppaðist niður á eftir. Og þá átti ég eftir klukkutíma ferð heim í strætó.
Ég var sett í allsherjar öryggistékk, var ljósmynduð í bak og fyrir og látin hafa öryggiskort til að nota á læstar dyr. Það var farið með mig niður í kjallara þar sem allir öryggisverðirnir héldu til, þeir voru sumir í skotheldum vestum og ég veit ekki hvað, en allir voru þeir vaxnir eins og nashyrningar. Svo var þarna stjórnborð með 30 öryggisskjáum alveg eins og í geimflaugum (held ég). Þess má geta að á þessum sama spítala dó 95 ára gömul kona í vikunni af því að hún var svo mikill klaufi að hún datt út úr rúminu sínu en rakst í leiðinni í takkann sem hækkar og lækkar rúmið. Endaði hún lífið kramin undir sjúkrahúsrúmi. Það var nú öll rómantíkin. Og hvar voru nashyrningarnir þá? Ég vildi nú ekki gera sjálfri mér það að spyrja.
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig skopparar nútímans eigi eftir að líta út sem gamalmenni. Fékk smá vísbendingu um daginn þegar ég mætti hálfsjötugum manni með buxurnar á hælunum, í hettupeysu með dissarahúfu, keðjur og leðurarmband sett göddum. Eitt er víst, að þetta var nú áunninn stíll hjá honum, hann hefur eflaust klætt sig eins og gamall kall þegar hann var ungur en ákveðið að svissa yfir í hip-hoppið. Þetta gefur hins vegar forsmekkinn að því sem koma skal held ég.
|
Og samt er ég nú búin að eyða nokkrum tíma í strætó síðustu daga því það er ekkert spaug að komast á milli skrifstofunnar minnar og rannsóknastofunnar. Kostar þrek, tár og tíma. Og úr því að ég hef haft svona lítið fyrir stafni undanfarið þá var ég bara eins og aumingi eftir að hafa pípetterað 27 sýni. Var búin að einbeita mér svo mikið að ég bara lyppaðist niður á eftir. Og þá átti ég eftir klukkutíma ferð heim í strætó.
Ég var sett í allsherjar öryggistékk, var ljósmynduð í bak og fyrir og látin hafa öryggiskort til að nota á læstar dyr. Það var farið með mig niður í kjallara þar sem allir öryggisverðirnir héldu til, þeir voru sumir í skotheldum vestum og ég veit ekki hvað, en allir voru þeir vaxnir eins og nashyrningar. Svo var þarna stjórnborð með 30 öryggisskjáum alveg eins og í geimflaugum (held ég). Þess má geta að á þessum sama spítala dó 95 ára gömul kona í vikunni af því að hún var svo mikill klaufi að hún datt út úr rúminu sínu en rakst í leiðinni í takkann sem hækkar og lækkar rúmið. Endaði hún lífið kramin undir sjúkrahúsrúmi. Það var nú öll rómantíkin. Og hvar voru nashyrningarnir þá? Ég vildi nú ekki gera sjálfri mér það að spyrja.
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig skopparar nútímans eigi eftir að líta út sem gamalmenni. Fékk smá vísbendingu um daginn þegar ég mætti hálfsjötugum manni með buxurnar á hælunum, í hettupeysu með dissarahúfu, keðjur og leðurarmband sett göddum. Eitt er víst, að þetta var nú áunninn stíll hjá honum, hann hefur eflaust klætt sig eins og gamall kall þegar hann var ungur en ákveðið að svissa yfir í hip-hoppið. Þetta gefur hins vegar forsmekkinn að því sem koma skal held ég.
|
sunnudagur, nóvember 16, 2003
Jæja, atburðir helgarinnar. Fór með hópi fólks á Nóa Albínóa, hún var bara allsendis frábær. Rosalega hefur verið gaman að sjá um leikmyndina í þessari kvikmynd. Veggfóðrin voru undursamleg, myndirnar á veggjunum, dívanarnir og dökku tré húsgögnin. Þröstur Leó, þessi myndarmaður var ógeðslegur sem fyllibyttuleigubílstjóraföðurómynd Nóa og híbýli hans voru í Texas-ranch stíl enda maðurinn forfallinn Elvis aðdáandi.
Eftir myndina fór hópurinn á bar í nágrenninu og við sátum þar og töluðum þar til fólk fór að svengja um 12 leytið (enginn hafði borðað kvöldmat fyrir myndina) svo við fundum þennan líka fína pizzastað á Lothian Rd sem virðist vera opinn allar nætur og það með fullri þjónustu. Við Sólveig, sem höfðum ætlað að fara út að dansa, urðum svo værukærar við þetta miðnæturát að við löbbuðum okkur bara heim.
Á laugardaginn fórum við um hádegisbilið að hitta eina úr bíóhópnum á kaffihúsi í Stockbridge. Hún á tvær dætur sem taka allan tómstundapakkann á laugardögum; tónlistarskóla, ballett og djassballett, og hún er vön að sitja á kaffihúsinu og bíða eftir þeim. Við sátum lengi og töluðum en svo fórum við Sólveig heim að lesa og slappa af.
Um kvöldið fengu dansskórnir uppreisn æru, dönsuðum til þrjú meðal ófríðra Skota, Sólveigu til mikils ama. Við fórum í partí með Carinu sem leigir með Sólveigu. Partíið var á stúdentagörðum rétt hjá dýralæknaskólanum, í lítilli þriggja manna íbúð. Gestgjafarnir höfðu sent út fjöldatölvupóst og sagt viðtakendum að bjóða vinum sínum með. Þannig að það var ekki skrýtið að maður var eins og síld í tunnu þarna inni. Gestum stóð til boða að standa í ganginum eða í eldhúsinu, það var lokað inn í herbergin. Gestgjafarnir voru steinhissa á fjöldanum en við ákváðum að halda bara heim og taka með okkur nokkra Svíavini Carinu. Við gengum þennan spöl og ég var í djúpum samræðum við eina stelpuna þegar mér tókst að ganga á ljósastaur. Svo nú lít ég út eins og klingoni, með bólginn kamb á miðju enninu. En ég slapp við að fá hausverk í ofanálag svo ég er sátt. Og svo er kamburinn líka ekki blár (ennþá) svo hann er ekkert svo áberandi.
Komst að því að Tom, meðleigjandi Sólveigar, lyktar eins og blautur hundur. Það var einhver undarleg lykt í íbúðinni þegar ég kom á föstudaginn og hún sagði lyktina vera af honum. Hann hefði eiginlega alltaf lyktað svona en nú væri hann farinn að taka upp á því að hafa herbergisdyrnar sínar opnar svo lyktin berst um allan gang. Það er ekki von að það sé erfitt að fá manninn til að taka til í eldhúsinu þegar hann lyktar svona! Mikið er ég nú bara ánægð með mitt litla hreina herbergi í sveitinni-og ennþá ánægðari með íbúðina mína tilvonandi.
|
Eftir myndina fór hópurinn á bar í nágrenninu og við sátum þar og töluðum þar til fólk fór að svengja um 12 leytið (enginn hafði borðað kvöldmat fyrir myndina) svo við fundum þennan líka fína pizzastað á Lothian Rd sem virðist vera opinn allar nætur og það með fullri þjónustu. Við Sólveig, sem höfðum ætlað að fara út að dansa, urðum svo værukærar við þetta miðnæturát að við löbbuðum okkur bara heim.
Á laugardaginn fórum við um hádegisbilið að hitta eina úr bíóhópnum á kaffihúsi í Stockbridge. Hún á tvær dætur sem taka allan tómstundapakkann á laugardögum; tónlistarskóla, ballett og djassballett, og hún er vön að sitja á kaffihúsinu og bíða eftir þeim. Við sátum lengi og töluðum en svo fórum við Sólveig heim að lesa og slappa af.
Um kvöldið fengu dansskórnir uppreisn æru, dönsuðum til þrjú meðal ófríðra Skota, Sólveigu til mikils ama. Við fórum í partí með Carinu sem leigir með Sólveigu. Partíið var á stúdentagörðum rétt hjá dýralæknaskólanum, í lítilli þriggja manna íbúð. Gestgjafarnir höfðu sent út fjöldatölvupóst og sagt viðtakendum að bjóða vinum sínum með. Þannig að það var ekki skrýtið að maður var eins og síld í tunnu þarna inni. Gestum stóð til boða að standa í ganginum eða í eldhúsinu, það var lokað inn í herbergin. Gestgjafarnir voru steinhissa á fjöldanum en við ákváðum að halda bara heim og taka með okkur nokkra Svíavini Carinu. Við gengum þennan spöl og ég var í djúpum samræðum við eina stelpuna þegar mér tókst að ganga á ljósastaur. Svo nú lít ég út eins og klingoni, með bólginn kamb á miðju enninu. En ég slapp við að fá hausverk í ofanálag svo ég er sátt. Og svo er kamburinn líka ekki blár (ennþá) svo hann er ekkert svo áberandi.
Komst að því að Tom, meðleigjandi Sólveigar, lyktar eins og blautur hundur. Það var einhver undarleg lykt í íbúðinni þegar ég kom á föstudaginn og hún sagði lyktina vera af honum. Hann hefði eiginlega alltaf lyktað svona en nú væri hann farinn að taka upp á því að hafa herbergisdyrnar sínar opnar svo lyktin berst um allan gang. Það er ekki von að það sé erfitt að fá manninn til að taka til í eldhúsinu þegar hann lyktar svona! Mikið er ég nú bara ánægð með mitt litla hreina herbergi í sveitinni-og ennþá ánægðari með íbúðina mína tilvonandi.
|
föstudagur, nóvember 14, 2003
Vá ég sá svo skrýtna manneskju á ganginum hér á Easter Bush í gær. Afskaplega hávaxin og karlmannleg, í skyrtu og með bindi en í gljáfægðum konuskóm og með eyrnalokk og konuhárgreiðslu. Mér var um og ó og passaði mig að glápa ekki of mikið, en mikið langaði mig að stoppa og taka manninn út. Alla vega hallast ég að því að þetta hafi verið karl.
Og talandi um skrýtið fólk, þá var ég að eignast nýjan nágranna sem er lítil og mjó stelpa frá Nígeríu. En hún er furðuleg. Veður inn á mann og spyr hvort maður eigi brauð og æðir svo inn á bað til að skoða sturtuklefann og svona. Allt í lagi svosem, ég get nú tekið þessu, en ég er nú alveg hætt að vera eitthvað að striplast nema hurðin sé læst. Og ekki nóg með þetta, heldur er hún alltaf að þvo. Hún er búin að þvo alla vega þrjár vélar á fimm dögum. Svona lítil stúlka getur ekki átt svona mikið óhreinatau. Ég neita nú bara að trúa því, hún hefur nú eitthvað óhreint í pokahorninu (hahaha).
Og Böddi, vinur, þú verður bara að fara í röð eins og Tobbi segir, ekkert annað að gera. Sorrý, vona að þú fáir miða, þetta eru náttúrulega snillar.
|
Og talandi um skrýtið fólk, þá var ég að eignast nýjan nágranna sem er lítil og mjó stelpa frá Nígeríu. En hún er furðuleg. Veður inn á mann og spyr hvort maður eigi brauð og æðir svo inn á bað til að skoða sturtuklefann og svona. Allt í lagi svosem, ég get nú tekið þessu, en ég er nú alveg hætt að vera eitthvað að striplast nema hurðin sé læst. Og ekki nóg með þetta, heldur er hún alltaf að þvo. Hún er búin að þvo alla vega þrjár vélar á fimm dögum. Svona lítil stúlka getur ekki átt svona mikið óhreinatau. Ég neita nú bara að trúa því, hún hefur nú eitthvað óhreint í pokahorninu (hahaha).
Og Böddi, vinur, þú verður bara að fara í röð eins og Tobbi segir, ekkert annað að gera. Sorrý, vona að þú fáir miða, þetta eru náttúrulega snillar.
|
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Ég er eitthvað voðalega þreytt og slöpp í dag. Kannski ekki skrýtið þar sem ég spilaði fótbolta á the Meadows í gær. Mig verkjar í allan líkamann og er geispandi og langar bara til að leggja mig. Svona fara íþróttirnar með mann. Spilaði við hóp fólks sem hittist alltaf á miðvikudögum til að sparka bolta. Þetta er fólk frá öllum heimshornum (eins og vaninn virðist vera hér!) og á öllum aldri. Í gær var aldursforsetinn hinn 44 ára Paul sem talaði alveg eins og George Harrison, enda frá Liverpool. Svo var þarna líka Dani, Ásbjörn, en ég talaði bara ensku við hann-kem kannski út úr skápnum við hann ef ég hitti hann aftur og helli út úr mér dönskum slanguryrðum.
Hringdi nú til Köben um daginn og talaði við Tine, sem var bara ánægð með dönskuna mína og sagði að hún væri bara í toppástandi-gott er, því mér fannst ég ekki hljóma vel á því fagra tungumáli. Missi af julefrokost á laugardaginn, var búin að láta mig dreyma um að komast, en farmiðar eru dýrir til Köben, svo það verður víst ekki af því. En þetta eru nú líka hættulegar samkomur, svo það er víst bara gott að halda sig langt frá þeim! Ætla á Nóa Albínóa á morgun, á að byrja að sýna hann í Filmhouse, og auðvitað hópast þangað Íslendingar í stórum stíl, þetta verður örugglega eins og að vera á sýningu lókal leikfélags úti á landi.
|
Hringdi nú til Köben um daginn og talaði við Tine, sem var bara ánægð með dönskuna mína og sagði að hún væri bara í toppástandi-gott er, því mér fannst ég ekki hljóma vel á því fagra tungumáli. Missi af julefrokost á laugardaginn, var búin að láta mig dreyma um að komast, en farmiðar eru dýrir til Köben, svo það verður víst ekki af því. En þetta eru nú líka hættulegar samkomur, svo það er víst bara gott að halda sig langt frá þeim! Ætla á Nóa Albínóa á morgun, á að byrja að sýna hann í Filmhouse, og auðvitað hópast þangað Íslendingar í stórum stíl, þetta verður örugglega eins og að vera á sýningu lókal leikfélags úti á landi.
|
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Rakst á jólagjöfina í ár í ómerkilegu slúðurblaði. Allir sem ég þekki myndu fá eitt stykki ef þetta væri ekki svona ógeðslega dýrt. Gripurinn er postulínsdiskur til minningar um Freddie Mercury. Mynd af kappanum í prófíl, á hvíta hlýrabolnum með fluffið upp úr hálsmálinu. Hver einasti diskur er handmálaður og bryddaður með 22 karata gulli. Fann mynd af disknum á netinu en er svo mikill auli að ég kann ekki að setja hana inn á bloggið. Fólk verður þess vegna að nota ímyndunaraflið. Frá sama fyrirtæki er líka hægt að panta hundastyttur og draumkenndar myndir af hvítum hrossum á flugi meðal norðurljósa. Mikið er það nú skemmtilegt að allir skuli ekki hafa sama smekkinn í þessum heimi, þetta gefur lífinu lit!
Í sama kjaftablaði er líka dálkur þar sem fólk skrifar til einhvers nýaldarjurtagúrús með vandamál sín. Oft eru vandamálin eitthvað á borð við svefnvandamál, óöryggi eða svoleiðis. Í þessu hefti skrifaði hins vegar ung stúlka og leitaði ráða vegna þess að í sjö mánuði höfðu blæðingar verið 3 vikum of seinar, hárlos var farið að hrjá hana svo og aukinn hárvöxtur í andliti. Í mínum huga átti stúlkan ekki erindi við neinn annan en kvensjúkdómalækni, greinilega einhver offramleiðsla á testósteróni í gangi. En okkar maður jurtafríkið ráðlagði henni að tala við "a holistic consultant" og eitthvað annað sem ég ekki man hvað var. Hann sagði að þetta væri líklega vegna rangs mataræðis og streitu. Hvað er að svona fólki? Stundum hafa hin hefðbundnu læknavísindi svarið, það er óþarfi að vera í krónískri afneitun! Svona fólk!
|
Í sama kjaftablaði er líka dálkur þar sem fólk skrifar til einhvers nýaldarjurtagúrús með vandamál sín. Oft eru vandamálin eitthvað á borð við svefnvandamál, óöryggi eða svoleiðis. Í þessu hefti skrifaði hins vegar ung stúlka og leitaði ráða vegna þess að í sjö mánuði höfðu blæðingar verið 3 vikum of seinar, hárlos var farið að hrjá hana svo og aukinn hárvöxtur í andliti. Í mínum huga átti stúlkan ekki erindi við neinn annan en kvensjúkdómalækni, greinilega einhver offramleiðsla á testósteróni í gangi. En okkar maður jurtafríkið ráðlagði henni að tala við "a holistic consultant" og eitthvað annað sem ég ekki man hvað var. Hann sagði að þetta væri líklega vegna rangs mataræðis og streitu. Hvað er að svona fólki? Stundum hafa hin hefðbundnu læknavísindi svarið, það er óþarfi að vera í krónískri afneitun! Svona fólk!
|
þriðjudagur, nóvember 11, 2003
Ég hef lengi verið á móti Evrópusambandinu. Í upphafi hafði ég ekki eina ástæðu fyrir því, var mikið til mín meðfædda íhaldssemi sem felst í því að engu megi breyta. Hef nú búið í Evrópusambandslandi í sex ár og áætla að búa í öðru slíku næstu þrjú árin. Þess vegna hef ég fengið svolitla innsýn í starfsemi ESB.
Undanfarnar vikur hef ég líka styrkst í hatri mínu á skrifræðinu, sem blómstrar hér í Bretlandi eins og eplatré í Eden. Skrifræðið er einmitt með stærstu ókostum sambandsins. Ég veit að skrifræðis hlýtur í einhverjum mæli að vera þörf í skipulagi svona fjölþjóða apparats en það er óþarfi að láta það ráða öllu og gera allt svona ógeðslega erfitt. Í dag hef ég tvö dæmi um ókosti Evrópusambandsins:
1. Skotar eru stoltir af sögu sinni og arfleifð og ef skoskur karlmaður ætlar að flíka karlmennsku sinni svo um munar dregur hann hnésokka á leggi sér og íklæðist pilsi. Þetta er einstaklega karlmannlegur búningur, sem í gamla daga var einkum notaður þegar sýna átti mátt sinn og megin, til dæmis í bardögum og slagsmálum. Hvert klan átti sitt tartan og gátu karlarnir því sýnt ætt sinni sóma svo ekki yrði um villst hvaðan hetjurnar voru sprottnar. Skraddarar þeir sem framleiða skotapils heita Kiltmakers og er það virt starfsgrein og mikils metin.
Evrópusambandið rekur tölfræðistofnunina Eurostat sem á að búa til skemmtileg línurit úr öllu sem gerist í ESB. Þar á meðal hvað selst af skotapilsum. Kiltmakers voru beðnir að gefa upp fjölda seldra skotapilsa og skrá þau undir "Women's clothing". Karlarnir urðu auðvitað óðir og neituðu að lítillækka þjóðarstoltið með þessum ranga titli. Svo er nú komið að Eurostat hótar háum sektum verði ekki farið eftir þessari tilskipun.
2. Hitt dæmið er ekki eins dramatískt: Hugmyndin er sú að nú megi jógúrt ekki heita jógúrt lengur heldur eigi að standa á dollunni nákvæmlega það sem er í henni. Sem sagt "pasteurised heat-treated dairy product with microbial additives" eða eitthvað í þá áttina.
Sem sagt: ESB gerir hlutina erfiðari og það sem verra er, leiðinlega og tilbreytingarlausa.
|
Undanfarnar vikur hef ég líka styrkst í hatri mínu á skrifræðinu, sem blómstrar hér í Bretlandi eins og eplatré í Eden. Skrifræðið er einmitt með stærstu ókostum sambandsins. Ég veit að skrifræðis hlýtur í einhverjum mæli að vera þörf í skipulagi svona fjölþjóða apparats en það er óþarfi að láta það ráða öllu og gera allt svona ógeðslega erfitt. Í dag hef ég tvö dæmi um ókosti Evrópusambandsins:
1. Skotar eru stoltir af sögu sinni og arfleifð og ef skoskur karlmaður ætlar að flíka karlmennsku sinni svo um munar dregur hann hnésokka á leggi sér og íklæðist pilsi. Þetta er einstaklega karlmannlegur búningur, sem í gamla daga var einkum notaður þegar sýna átti mátt sinn og megin, til dæmis í bardögum og slagsmálum. Hvert klan átti sitt tartan og gátu karlarnir því sýnt ætt sinni sóma svo ekki yrði um villst hvaðan hetjurnar voru sprottnar. Skraddarar þeir sem framleiða skotapils heita Kiltmakers og er það virt starfsgrein og mikils metin.
Evrópusambandið rekur tölfræðistofnunina Eurostat sem á að búa til skemmtileg línurit úr öllu sem gerist í ESB. Þar á meðal hvað selst af skotapilsum. Kiltmakers voru beðnir að gefa upp fjölda seldra skotapilsa og skrá þau undir "Women's clothing". Karlarnir urðu auðvitað óðir og neituðu að lítillækka þjóðarstoltið með þessum ranga titli. Svo er nú komið að Eurostat hótar háum sektum verði ekki farið eftir þessari tilskipun.
2. Hitt dæmið er ekki eins dramatískt: Hugmyndin er sú að nú megi jógúrt ekki heita jógúrt lengur heldur eigi að standa á dollunni nákvæmlega það sem er í henni. Sem sagt "pasteurised heat-treated dairy product with microbial additives" eða eitthvað í þá áttina.
Sem sagt: ESB gerir hlutina erfiðari og það sem verra er, leiðinlega og tilbreytingarlausa.
|
Í fréttum í gærkvöldi var sagt frá dauða 16 ára gamallar stúlku á hraðbraut í Glouchesterskíri. Vildi óhappið til þegar hún var í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús (þó ekki lífshættulega veik). Þegar sjúkrabíllinn gaf í eftir að vera kominn inn á hraðbrautina datt sjúklingurinn út úr bílnum og hlaut við það áverka sem drógu hann til dauða. Ekki er vitað hvernig stúlkan gat dottið út úr bílnum en rannsókn stendur yfir. Ég veðja á að aularnir hafi gleymt að læsa dyrunum, liggur það ekki ljóst fyrir?
Heyrði viðtal í morgun við mann sem hélt því fram að Eþíópíubúar væru með meðaltalsgreindarvísitöluna 63 og ættu samkvæmt Vestrænni skilgreiningu allir að vera í sérkennslu. Í Bretlandi eru 2,5 verst gefnu prósentin undir 70.
Greindarvísitölupróf eru bara crap-kannski geta þær sýnt fram á að þú sért óvenju greindur en ég held að þau segi ekkert um restina af mannkyninu. Ég held að það sé öllum ljóst (nema þessu hvíta ubermenschi í útvarpinu) að Eþíópíumenn hugsa á allt annan hátt en Vestrænar skrifstofublækur, þess vegna er ekki hægt að nota sama greindarpróf á báða hópa. Ef hörkuklár verðbréfabraskari væri sendur til Eþíópíu og ætti að lifa þar af á greindinni einni saman yrði restin af hans lífi sorglegri en dagar David Blaines í glerbúrinu, það myndi nefnilega enda í eymd og dauða.
|
Heyrði viðtal í morgun við mann sem hélt því fram að Eþíópíubúar væru með meðaltalsgreindarvísitöluna 63 og ættu samkvæmt Vestrænni skilgreiningu allir að vera í sérkennslu. Í Bretlandi eru 2,5 verst gefnu prósentin undir 70.
Greindarvísitölupróf eru bara crap-kannski geta þær sýnt fram á að þú sért óvenju greindur en ég held að þau segi ekkert um restina af mannkyninu. Ég held að það sé öllum ljóst (nema þessu hvíta ubermenschi í útvarpinu) að Eþíópíumenn hugsa á allt annan hátt en Vestrænar skrifstofublækur, þess vegna er ekki hægt að nota sama greindarpróf á báða hópa. Ef hörkuklár verðbréfabraskari væri sendur til Eþíópíu og ætti að lifa þar af á greindinni einni saman yrði restin af hans lífi sorglegri en dagar David Blaines í glerbúrinu, það myndi nefnilega enda í eymd og dauða.
|
mánudagur, nóvember 10, 2003
Fór til Edinborgar að morgni laugardags. Þar sem ég stóð og beið eftir strætó kom út úr skóginum skítugt og illa lyktandi ungt par með tvo hunda og allan sinn farangur á bakinu. Höfðu greinilega eytt nóttinni undir berum himni. Hún var krúnurökuð og í skósíðum kjól utan yfir buxum en hann minnti mig á Bean Pole úr hinum geysispennandi sjónvarpsþáttum "Þrífætlingunum". Nema að það eina sem eftir var af krullum var smá hanakambur og svo var heljarlangt dreadlocksdrýli aftan úr hnakkanum á honum. Ekki nóg með að þau þefjuðu, heldur hnakkrifust þau líka. Ég reyndi að láta lítið fyrir mér fara í strætóskýlinu en þau rifust og notuðu mjög ljótt orðbragð sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Rimman virtist standa um atvik sem gerðist í skóginum, þar sem hann átti að hafa gerst ansi voldsom með lurk og barið tré og annað. Hún hafði við þetta skelfst allsvakalega og óttast um líf sitt og geðheilsu hans. Hún stóð sem sagt og hrópaði og kallaði í strætóskýlinu, hann sat og þagði milli þess að unga út úr sér ljótustu orðum sem hann kunni. Endaði þetta á því að hann strunsaði burt, hún grátbiðjandi á eftir og ég sá á eftir þeim inn í skóginn, sömu leið og þau komu. Þau misstu af strætó.
Helgin var annars mjög róleg. Við Sólveig höfðum ætlað að gera eitthvað hressilegt en enduðum á að hangsa bara og fara í búðir og á kaffihús. Hún fór líka á nýaldarsýningu en á meðan mátaði ég föt í búðum við "Heims um ból" og "Rúdolf með rauða trýnið". Ójá, Bretar eru á fullu að kaupa jólagjafir þessa dagana...hmmm...of snemmt fyrir mig.
Og Bretar velta sér ekki bara upp úr jólaskrauti og gjafapappír þessa dagana, Prince Charlie er búinn að vera óþekkur. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum á föstudaginn þegar var sagt frá þessari "frétt" í útvarpinu: "Prinsinn er sakaður um athæfi sem við vitum hvað er en megum ekki segja frá". Svo var fengið sérfrótt fólk til að tjá sig um þetta sem enginn mátti vita hvað var og maður var látinn hlusta á þetta rugl um ekki neitt hálfan fréttatímann! Svo var sagt að ef maður kæmist á internetið eða erlend blöð, þá væri þetta nú allt þar...aumingja Charlie er búinn að skjóta sig svo í fótinn með þessu lögbanni, nú er fréttin hundrað sinnum meira spennandi auðvitað!
|
Helgin var annars mjög róleg. Við Sólveig höfðum ætlað að gera eitthvað hressilegt en enduðum á að hangsa bara og fara í búðir og á kaffihús. Hún fór líka á nýaldarsýningu en á meðan mátaði ég föt í búðum við "Heims um ból" og "Rúdolf með rauða trýnið". Ójá, Bretar eru á fullu að kaupa jólagjafir þessa dagana...hmmm...of snemmt fyrir mig.
Og Bretar velta sér ekki bara upp úr jólaskrauti og gjafapappír þessa dagana, Prince Charlie er búinn að vera óþekkur. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum á föstudaginn þegar var sagt frá þessari "frétt" í útvarpinu: "Prinsinn er sakaður um athæfi sem við vitum hvað er en megum ekki segja frá". Svo var fengið sérfrótt fólk til að tjá sig um þetta sem enginn mátti vita hvað var og maður var látinn hlusta á þetta rugl um ekki neitt hálfan fréttatímann! Svo var sagt að ef maður kæmist á internetið eða erlend blöð, þá væri þetta nú allt þar...aumingja Charlie er búinn að skjóta sig svo í fótinn með þessu lögbanni, nú er fréttin hundrað sinnum meira spennandi auðvitað!
|
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Í vikunni var sagt frá rosalega öflugum prakkara. Tólf ára strákur frá Edinborg hefur verið uppvís að 4000 símhringingum í neyðarlínur, vinalínur, ýmiss konar thjónustulínur og stofnanir, t.d Hvíta húsið. Á einum degi fékk brunaliðið 300 upphringingar frá honum. Var álagið slíkt að sumum númerum þurfti að loka og starfsfólk neyðarlínunnar sagði upp vegna álagsins. Og á stundum var ekki hægt að ná í gegn af því að strákhvolpurinn blokkeraði allar línur. Heima hjá honum fannst háþróaður tölvubúnaður sem notaður var til að hringja sjálfvirkt í sama númerið aftur og aftur, þar til fólk bókstaflega varð geðveikt úr stressi. Þetta barn er bara snillingur!
|
|
Hundleiddist í gær, fannst dagurinn ekki hafa neinn tilgang. Fór þó á fyrirlestur um m.a. áhrif aksturslags á velferð sauðfjár í flutningabílum. Hm, á Íslandi hefur það nú ósjaldan komið fyrir að slíkir bílar velta og þá er nú ekki spurt að leikslokum. En restin af deginum leið hjá í móðu leiðinda og aðgerðarleysis. Var þó í óslitnu sambandi við Ísland þar sem ónefndur starfsmaður ónefndrar ríkisstofnunar var duglegur að flytja mér FRÉTTIR símleiðis. En í dag kveður við annan tón. Nú stendur bæjarferð fyrir dyrum hjá mér, ætla að borga leiguna fyrir október, loksins loksins getur bankareikningurinn minn farið að fúngera á eðlilegan hátt. Þannig að eflaust get ég byrgt mig upp af skemmtilegum strætósögum sem endast mér út næstu viku.
Brá mér annars í Hennes og Mauritz á Princes St um daginn. Bretar kalla það nú H&M, líklega af því að þeir skilja ekki hið Norræna "og". Er í miklum móð að fletta klæðum (þó ekki sjálfa mig) þegar ég heyri gjabbað á íslensku. Lít upp og sé þriflegt par á miðjum aldri. Honum leiðist, hún er í essinu sínu og lítur ekki upp þegar hann gjabbar: "Hvað þýðir þetta H og M eiginlega?". Hún: "Ég veit það ekki, æi, Rowells eða eitthvað". Þess má geta að hið íslenska sorglega pöntunarlistaafbrigði heitir einmitt H&M Rowells. En ekki hélt hún að hægt væri að skammstafa orðið Rowells á þennan hátt...
Enn og aftur undrast ég hegðun Íslendinga í útlöndum: Erum við öll svona, og það sem verra er; erum við öll svona ALLTAF? Hef bara upplifað svona íslenska plebbahegðun allt of oft til að þetta geti verið tilviljun. Æi, kannski er þetta bara barnaleg kátína og gleði yfir að vera í útlöndum. Og auðvitað er ekkert að því...eða?
|
Brá mér annars í Hennes og Mauritz á Princes St um daginn. Bretar kalla það nú H&M, líklega af því að þeir skilja ekki hið Norræna "og". Er í miklum móð að fletta klæðum (þó ekki sjálfa mig) þegar ég heyri gjabbað á íslensku. Lít upp og sé þriflegt par á miðjum aldri. Honum leiðist, hún er í essinu sínu og lítur ekki upp þegar hann gjabbar: "Hvað þýðir þetta H og M eiginlega?". Hún: "Ég veit það ekki, æi, Rowells eða eitthvað". Þess má geta að hið íslenska sorglega pöntunarlistaafbrigði heitir einmitt H&M Rowells. En ekki hélt hún að hægt væri að skammstafa orðið Rowells á þennan hátt...
Enn og aftur undrast ég hegðun Íslendinga í útlöndum: Erum við öll svona, og það sem verra er; erum við öll svona ALLTAF? Hef bara upplifað svona íslenska plebbahegðun allt of oft til að þetta geti verið tilviljun. Æi, kannski er þetta bara barnaleg kátína og gleði yfir að vera í útlöndum. Og auðvitað er ekkert að því...eða?
|
miðvikudagur, nóvember 05, 2003
Enn af strætóferðum: Var á leiðinni heim í strætó um daginn og bílstjórinn var einstaklega glaðvær, alltaf hlæjandi og talandi við sjálfan sig...þar til hann gaf sig að mér. Ég sat í fremsta sæti til hliðar við hann svo að honum hefur fundist ég tilvalið fórnarlamb. Eins og í öllum strætóum hér sat hann í eins konar plexiglerbúri (svipað og páfinn) svo ég heyrði ekki nema slitur af því sem hann var að segja við mig, og honum fannst svona rosalega fyndið. Auk þess var mér starsýnt á skilti þar sem á stóð: "talking to the driver or disturbing his attention whilst driving is prohibited". Svo ég sagði mest lítið. Hann var farinn að lýsa öxlinni á sér sem "a good one to cry on" og biðja mig um símanúmerið mitt þegar við komum loksins að stoppistöðinni minni. Þegar hann keyrði áfram setti hann punktinn yfir iið og flautaði hátt og snjallt. Held nú að hann hafi bara verið að stríða mér, en fyrr má nú vera æsingurinn í manninum. Held að strætóakstur geti verið ansi einmanalegt djobb.
|
|
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Ég er hætt að halda með Linford Christie. Varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég sá hann í nýju djobbi um helgina. Þessi töffari sem ég hef haldið með síðan ég var lítil. Ég vissi að hann væri farinn að starfa sem þjálfari í frjálsum sem er allt gott og blessað, en hitt djobbið hans er honum aðeins til minnkunar. Hann er kjánalegur kynnir aulaþáttarins Garden invaders. Þessi þáttur snýst um heimsóknir í venjulega garða hjá venjulegu fólki og umbreytingu þeirra í litla skrúðgarða. Og allir eru voða glaðir og spenntir. Og Cristie hefur yfirráð yfir kjánalegum iðnaðarmönnum í samfestingum og segir "Garden invaders, ready, set, go!" og eitthvað álíka kjánalegt. Þess má geta að umsjónarmaður þessa þáttar á móti Linford Christie er engin önnur en hin tröllum gefna Kim Wilde.
Var farin að halda að það væri reimt hér á Department of Veterinary Clinical Studies. Það vill nefnilega þannig til að um fjögurleytið á hverjum degi fara að heyrast fornlegar raddir inni í einum veggnum á skrifstofunni minni. Þetta eru grófar og óslípaðar raddir, en glaðværar og heyrist oft rymjandi sandpappírshlátur glymja í steinsteypunni. Áttaði mig svo á því um daginn að hinum megin við vegginn er falin úti í horni smá kompa þar sem skúringakonurnar geta fengið sér cuppa tea. Þær eru að mæta til vinnu um fjögur veslingarnir og eru svo erkiskoskar að þær hljóma eins og hörkukarlmenn.
|
Var farin að halda að það væri reimt hér á Department of Veterinary Clinical Studies. Það vill nefnilega þannig til að um fjögurleytið á hverjum degi fara að heyrast fornlegar raddir inni í einum veggnum á skrifstofunni minni. Þetta eru grófar og óslípaðar raddir, en glaðværar og heyrist oft rymjandi sandpappírshlátur glymja í steinsteypunni. Áttaði mig svo á því um daginn að hinum megin við vegginn er falin úti í horni smá kompa þar sem skúringakonurnar geta fengið sér cuppa tea. Þær eru að mæta til vinnu um fjögur veslingarnir og eru svo erkiskoskar að þær hljóma eins og hörkukarlmenn.
|
laugardagur, nóvember 01, 2003
Var á námskeiði í gær á háskólabókasafninu. Fór þarna fram kennsla í því að leita að vísindagreinum á netinu. Það er nú meiri frumskógurinn. Samt var þetta ekkert mjög spennandi. Ég sat við tölvu í þrjá og hálfan tíma og var orðin ansi þreytt undir lokin og hætt að fylgjast með. Sem var miður, ég hef eflaust misst af mörgum gullmolanum. En það undarlegasta við þetta námskeið var andrúmsloftið-það var eitthvað svo fullorðinslegt. Þarna voru eintómir vísindamenn í læknisfræðum og dýralækningum og í kaffipásunni var staðið við biscuits-bakkann og rætt um rannsóknir hvers annars. "Yes, but the problem with dendritic cells is that they will not respond in the same way to scrapie as they do to BSE or CJD, although they all classify as spongiform encephalopathies" (sagði mér stór svertingi frá Namibíu sem stundar rannsóknir í riðu). Mig langaði ekki einu sinni til að segja honum frá rannsóknunum mínum. Mér fannst eins og ég væri á ráðstefnu og væri orðin fimmtug eða eitthvað.
Þannig að ég þurfti að vera bara unglingur þegar námskeiðið var búið, fór á ítalskt kaffihús við Rose Street og svo í smá heimsókn til Sólveigar áður en ég tók seinasta strætó út í sveit. Sá ekki norðurljósin sem eiga víst að vera á amfetamínsterum hér um slóðir þessa daga og nætur, því það var skýjað. Annars ætti að vera prime aðstaða til slíkra athugana hér því það er svooooo dimmt hér á kvöldin að ég rata varla þessa tíu metra frá stoppistöðinni og að mínum eigin dyrum.
Á morgun fer ég og heimsæki fornvini fjölskyldunnar, auntie Jane og uncle Derek í Edinborg og svo ætlum við Sólveig í bíó eða eitthvað svoleiðis.
|
Þannig að ég þurfti að vera bara unglingur þegar námskeiðið var búið, fór á ítalskt kaffihús við Rose Street og svo í smá heimsókn til Sólveigar áður en ég tók seinasta strætó út í sveit. Sá ekki norðurljósin sem eiga víst að vera á amfetamínsterum hér um slóðir þessa daga og nætur, því það var skýjað. Annars ætti að vera prime aðstaða til slíkra athugana hér því það er svooooo dimmt hér á kvöldin að ég rata varla þessa tíu metra frá stoppistöðinni og að mínum eigin dyrum.
Á morgun fer ég og heimsæki fornvini fjölskyldunnar, auntie Jane og uncle Derek í Edinborg og svo ætlum við Sólveig í bíó eða eitthvað svoleiðis.
|
Fátt held ég að sé sorglegra en þau örlög sem hundruð breskra ferðalanga mega sæta þessa dagana. Ég á við aumingjana sem hafast við í lystiskipi á Miðjarðarhafi innilokaðir í káetum sínum og veltandi sér upp úr eigin líkamsvessum sem telja niðurgang og uppköst. Þetta vesalings fólk náði sér í Norwalk vírusinn sem mamma hefur endurtekið séð leggja gamla fólkið á Sankti Jó. Og auðvitað grasserar þetta þegar svona margir hafast við í miklu návígi. Það var ekki á það bætandi, en samt bönnuðu grísk hafnaryfirvöld að skipið legði að bryggju þar í landi og sendu sóttarfleyið á haf út á ný. Nú ætla þeir að freista gæfunnar í Gíbraltar. Vona bara að skipstjórinn og stýrimenn séu frískir, annars gæti farið illa.
|
|
Mín mest spennandi upplifelsi gerast á strætóstoppistöðvum. Lenti í gær á tali við bitra gamla konu meðan ég beið eftir strætó. Þ.e. hún byrjaði að tala á mjög aggressívan hátt um leið og hún kom inn í strætóskýlið og ég lét mér nægja að nikka og segja humm og ha. Hún svipti upp um sig pilsinu og sýndi mér á sér fótleggina sem biðu uppskurðar og lýsti fyrir mér áhyggjum sínum af því að þurfa að leggjast undir hnífinn. Hún væri nefnilega hjúkka (upp með hjúkkuskírteinið) og vissi hvað gengi á á sjúkrahúsunum. Systir hennar hefði verið svæfð fyrir uppskurð með svo stórum skammti lyfja að þau hefðu nægt til að drepa hross. Svo sagði hún að gamalt fólk væri barið á elliheimilum og samlokunum þeirra væri stolið...svo kallaði hún Victoriu Beckham forljóta tík en sagði að David maðurinn hennar væri fallegur. Þá gaf ég frá mér mín fyrstu hljóð og sagði að hann plokkaði á sér augabrúnirnar, herregud, og hann væri alltof hégómagjarn. Þetta hleypti eldmóði í brjóst þessarar bitru konu og hún óð úr einu í annað, úthúðaði unglingum, stúdentum, nauðgurum og ríkisstjórninni auðvitað. Þá bjargaði mamma mér með því að hringja. Þegar ég lagði á spurði konan hvort ég talaði pólsku og þegar svarið var neikvætt nefndi hún eitthvað tungumál sem ég held að sé ekki einu sinni til og ég sagði að ég talaði íslensku. Hún sagðist hins vegar hafa lært pólsku í stríðinu og hefði talað hana reiprennandi á sínum tíma-tja, ekki kalla ég nú þetta mikla kunnáttu, góða mín.
|
|