<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Enn af strætóferðum: Var á leiðinni heim í strætó um daginn og bílstjórinn var einstaklega glaðvær, alltaf hlæjandi og talandi við sjálfan sig...þar til hann gaf sig að mér. Ég sat í fremsta sæti til hliðar við hann svo að honum hefur fundist ég tilvalið fórnarlamb. Eins og í öllum strætóum hér sat hann í eins konar plexiglerbúri (svipað og páfinn) svo ég heyrði ekki nema slitur af því sem hann var að segja við mig, og honum fannst svona rosalega fyndið. Auk þess var mér starsýnt á skilti þar sem á stóð: "talking to the driver or disturbing his attention whilst driving is prohibited". Svo ég sagði mest lítið. Hann var farinn að lýsa öxlinni á sér sem "a good one to cry on" og biðja mig um símanúmerið mitt þegar við komum loksins að stoppistöðinni minni. Þegar hann keyrði áfram setti hann punktinn yfir iið og flautaði hátt og snjallt. Held nú að hann hafi bara verið að stríða mér, en fyrr má nú vera æsingurinn í manninum. Held að strætóakstur geti verið ansi einmanalegt djobb.

|