<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Ég er eitthvað voðalega þreytt og slöpp í dag. Kannski ekki skrýtið þar sem ég spilaði fótbolta á the Meadows í gær. Mig verkjar í allan líkamann og er geispandi og langar bara til að leggja mig. Svona fara íþróttirnar með mann. Spilaði við hóp fólks sem hittist alltaf á miðvikudögum til að sparka bolta. Þetta er fólk frá öllum heimshornum (eins og vaninn virðist vera hér!) og á öllum aldri. Í gær var aldursforsetinn hinn 44 ára Paul sem talaði alveg eins og George Harrison, enda frá Liverpool. Svo var þarna líka Dani, Ásbjörn, en ég talaði bara ensku við hann-kem kannski út úr skápnum við hann ef ég hitti hann aftur og helli út úr mér dönskum slanguryrðum.

Hringdi nú til Köben um daginn og talaði við Tine, sem var bara ánægð með dönskuna mína og sagði að hún væri bara í toppástandi-gott er, því mér fannst ég ekki hljóma vel á því fagra tungumáli. Missi af julefrokost á laugardaginn, var búin að láta mig dreyma um að komast, en farmiðar eru dýrir til Köben, svo það verður víst ekki af því. En þetta eru nú líka hættulegar samkomur, svo það er víst bara gott að halda sig langt frá þeim! Ætla á Nóa Albínóa á morgun, á að byrja að sýna hann í Filmhouse, og auðvitað hópast þangað Íslendingar í stórum stíl, þetta verður örugglega eins og að vera á sýningu lókal leikfélags úti á landi.

|