<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 04, 2003

Ég er hætt að halda með Linford Christie. Varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég sá hann í nýju djobbi um helgina. Þessi töffari sem ég hef haldið með síðan ég var lítil. Ég vissi að hann væri farinn að starfa sem þjálfari í frjálsum sem er allt gott og blessað, en hitt djobbið hans er honum aðeins til minnkunar. Hann er kjánalegur kynnir aulaþáttarins Garden invaders. Þessi þáttur snýst um heimsóknir í venjulega garða hjá venjulegu fólki og umbreytingu þeirra í litla skrúðgarða. Og allir eru voða glaðir og spenntir. Og Cristie hefur yfirráð yfir kjánalegum iðnaðarmönnum í samfestingum og segir "Garden invaders, ready, set, go!" og eitthvað álíka kjánalegt. Þess má geta að umsjónarmaður þessa þáttar á móti Linford Christie er engin önnur en hin tröllum gefna Kim Wilde.

Var farin að halda að það væri reimt hér á Department of Veterinary Clinical Studies. Það vill nefnilega þannig til að um fjögurleytið á hverjum degi fara að heyrast fornlegar raddir inni í einum veggnum á skrifstofunni minni. Þetta eru grófar og óslípaðar raddir, en glaðværar og heyrist oft rymjandi sandpappírshlátur glymja í steinsteypunni. Áttaði mig svo á því um daginn að hinum megin við vegginn er falin úti í horni smá kompa þar sem skúringakonurnar geta fengið sér cuppa tea. Þær eru að mæta til vinnu um fjögur veslingarnir og eru svo erkiskoskar að þær hljóma eins og hörkukarlmenn.

|