miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Rakst á jólagjöfina í ár í ómerkilegu slúðurblaði. Allir sem ég þekki myndu fá eitt stykki ef þetta væri ekki svona ógeðslega dýrt. Gripurinn er postulínsdiskur til minningar um Freddie Mercury. Mynd af kappanum í prófíl, á hvíta hlýrabolnum með fluffið upp úr hálsmálinu. Hver einasti diskur er handmálaður og bryddaður með 22 karata gulli. Fann mynd af disknum á netinu en er svo mikill auli að ég kann ekki að setja hana inn á bloggið. Fólk verður þess vegna að nota ímyndunaraflið. Frá sama fyrirtæki er líka hægt að panta hundastyttur og draumkenndar myndir af hvítum hrossum á flugi meðal norðurljósa. Mikið er það nú skemmtilegt að allir skuli ekki hafa sama smekkinn í þessum heimi, þetta gefur lífinu lit!
Í sama kjaftablaði er líka dálkur þar sem fólk skrifar til einhvers nýaldarjurtagúrús með vandamál sín. Oft eru vandamálin eitthvað á borð við svefnvandamál, óöryggi eða svoleiðis. Í þessu hefti skrifaði hins vegar ung stúlka og leitaði ráða vegna þess að í sjö mánuði höfðu blæðingar verið 3 vikum of seinar, hárlos var farið að hrjá hana svo og aukinn hárvöxtur í andliti. Í mínum huga átti stúlkan ekki erindi við neinn annan en kvensjúkdómalækni, greinilega einhver offramleiðsla á testósteróni í gangi. En okkar maður jurtafríkið ráðlagði henni að tala við "a holistic consultant" og eitthvað annað sem ég ekki man hvað var. Hann sagði að þetta væri líklega vegna rangs mataræðis og streitu. Hvað er að svona fólki? Stundum hafa hin hefðbundnu læknavísindi svarið, það er óþarfi að vera í krónískri afneitun! Svona fólk!
|
Í sama kjaftablaði er líka dálkur þar sem fólk skrifar til einhvers nýaldarjurtagúrús með vandamál sín. Oft eru vandamálin eitthvað á borð við svefnvandamál, óöryggi eða svoleiðis. Í þessu hefti skrifaði hins vegar ung stúlka og leitaði ráða vegna þess að í sjö mánuði höfðu blæðingar verið 3 vikum of seinar, hárlos var farið að hrjá hana svo og aukinn hárvöxtur í andliti. Í mínum huga átti stúlkan ekki erindi við neinn annan en kvensjúkdómalækni, greinilega einhver offramleiðsla á testósteróni í gangi. En okkar maður jurtafríkið ráðlagði henni að tala við "a holistic consultant" og eitthvað annað sem ég ekki man hvað var. Hann sagði að þetta væri líklega vegna rangs mataræðis og streitu. Hvað er að svona fólki? Stundum hafa hin hefðbundnu læknavísindi svarið, það er óþarfi að vera í krónískri afneitun! Svona fólk!
|