<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, nóvember 11, 2003

Í fréttum í gærkvöldi var sagt frá dauða 16 ára gamallar stúlku á hraðbraut í Glouchesterskíri. Vildi óhappið til þegar hún var í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús (þó ekki lífshættulega veik). Þegar sjúkrabíllinn gaf í eftir að vera kominn inn á hraðbrautina datt sjúklingurinn út úr bílnum og hlaut við það áverka sem drógu hann til dauða. Ekki er vitað hvernig stúlkan gat dottið út úr bílnum en rannsókn stendur yfir. Ég veðja á að aularnir hafi gleymt að læsa dyrunum, liggur það ekki ljóst fyrir?

Heyrði viðtal í morgun við mann sem hélt því fram að Eþíópíubúar væru með meðaltalsgreindarvísitöluna 63 og ættu samkvæmt Vestrænni skilgreiningu allir að vera í sérkennslu. Í Bretlandi eru 2,5 verst gefnu prósentin undir 70.

Greindarvísitölupróf eru bara crap-kannski geta þær sýnt fram á að þú sért óvenju greindur en ég held að þau segi ekkert um restina af mannkyninu. Ég held að það sé öllum ljóst (nema þessu hvíta ubermenschi í útvarpinu) að Eþíópíumenn hugsa á allt annan hátt en Vestrænar skrifstofublækur, þess vegna er ekki hægt að nota sama greindarpróf á báða hópa. Ef hörkuklár verðbréfabraskari væri sendur til Eþíópíu og ætti að lifa þar af á greindinni einni saman yrði restin af hans lífi sorglegri en dagar David Blaines í glerbúrinu, það myndi nefnilega enda í eymd og dauða.

|