laugardagur, nóvember 29, 2003
Jæja, kannski kominn tími til að láta frá sér heyra. Fékk símtal í gær frá áhyggjufullum velunnara sem vildi ganga úr skugga um það að ég væri enn á lífi. Málið er nú bara það að þrennt hefur aftrað mér frá að: a) upplifa nokkuð spennandi og b) mæta á skrifstofuna og komast í tæri við netið. Í fyrsta lagi hef ég verið hálfveik, já ekki alveg veik en með kvef dauðans, beinverki og hausverk. Í öðru lagi er ég búin að vera pípetterandi af miklum móð á rannsóknastofunni, ánægð með niðurstöðurnar, lítur út fyrir að greinargerðin sem ég á að skila í janúar verði full af skemmtilegum staðreyndum. Í þriðja lagi eignaðist ég sjónvarp á miðvikudaginn (og þá er auðvitað enn kræsilegra að vera veik heima). Minn þýðverski nágranni Beatrix Wissmann kvartaði yfir því að tækið væri tímaþjófur og hún kæmi engu í verk (hmm....) og þess vegna mætti ég bara eiga það. Gaman að því.
Það er fínt að geta séð fréttirnar en ég vona að nýjabrumið fari fljótt af öllum veruleikaþáttunum og getraunaþáttunum (Bretar eru nú snillingar í skemmtilegum spurningaþáttum). Er ekki dottin í sápurnar ennþá, held að það gerist nú ekki enda eru þær lítið heillandi. Horfði hins vegar á gelísku þættina á fimmtudaginn. Mér hefur alltaf fundið gelíska skemmtilegt tungumál, væri jafnvel til í að tala hana. Þess vegna var gaman að horfa á gelísku þættina sem eru með enskum texta, tilvaldir til að pikka upp nokkur orð. Fjölskylda mín minnist þess nú ennþá þegar ég, tólf ára náfölt nörd, var altalandi á hið exótíska latínótungumál portúgölsku eftir að hafa glápt á snilldarbálkana Yngismær og Ambátt í heilan vetur. Ætla mér að endurtaka þetta afrek.
Fer í kvöld á aðalfund ÍsSkots, Íslendingafélagsins í Skotlandi, en "önnur mál" innihalda fullveldisfagnað, tveimur dögum of snemma því 1. des er á mánudaginn og ekki eins hentugur til hátíðarhalda. Fundurinn er haldinn á heimili formannsins, en það verður einmitt líka heimili mitt í janúar, því ég leigi á loftinu hjá henni. Annað skemmtilegt við þetta er að ég þarf að taka strætó og því gæti ég hent inn skemmtilegum sögum hér á morgun.
Sjáumst síðar.
|
Það er fínt að geta séð fréttirnar en ég vona að nýjabrumið fari fljótt af öllum veruleikaþáttunum og getraunaþáttunum (Bretar eru nú snillingar í skemmtilegum spurningaþáttum). Er ekki dottin í sápurnar ennþá, held að það gerist nú ekki enda eru þær lítið heillandi. Horfði hins vegar á gelísku þættina á fimmtudaginn. Mér hefur alltaf fundið gelíska skemmtilegt tungumál, væri jafnvel til í að tala hana. Þess vegna var gaman að horfa á gelísku þættina sem eru með enskum texta, tilvaldir til að pikka upp nokkur orð. Fjölskylda mín minnist þess nú ennþá þegar ég, tólf ára náfölt nörd, var altalandi á hið exótíska latínótungumál portúgölsku eftir að hafa glápt á snilldarbálkana Yngismær og Ambátt í heilan vetur. Ætla mér að endurtaka þetta afrek.
Fer í kvöld á aðalfund ÍsSkots, Íslendingafélagsins í Skotlandi, en "önnur mál" innihalda fullveldisfagnað, tveimur dögum of snemma því 1. des er á mánudaginn og ekki eins hentugur til hátíðarhalda. Fundurinn er haldinn á heimili formannsins, en það verður einmitt líka heimili mitt í janúar, því ég leigi á loftinu hjá henni. Annað skemmtilegt við þetta er að ég þarf að taka strætó og því gæti ég hent inn skemmtilegum sögum hér á morgun.
Sjáumst síðar.
|