<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, nóvember 01, 2003

Fátt held ég að sé sorglegra en þau örlög sem hundruð breskra ferðalanga mega sæta þessa dagana. Ég á við aumingjana sem hafast við í lystiskipi á Miðjarðarhafi innilokaðir í káetum sínum og veltandi sér upp úr eigin líkamsvessum sem telja niðurgang og uppköst. Þetta vesalings fólk náði sér í Norwalk vírusinn sem mamma hefur endurtekið séð leggja gamla fólkið á Sankti Jó. Og auðvitað grasserar þetta þegar svona margir hafast við í miklu návígi. Það var ekki á það bætandi, en samt bönnuðu grísk hafnaryfirvöld að skipið legði að bryggju þar í landi og sendu sóttarfleyið á haf út á ný. Nú ætla þeir að freista gæfunnar í Gíbraltar. Vona bara að skipstjórinn og stýrimenn séu frískir, annars gæti farið illa.

|