<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, nóvember 01, 2003

Var á námskeiði í gær á háskólabókasafninu. Fór þarna fram kennsla í því að leita að vísindagreinum á netinu. Það er nú meiri frumskógurinn. Samt var þetta ekkert mjög spennandi. Ég sat við tölvu í þrjá og hálfan tíma og var orðin ansi þreytt undir lokin og hætt að fylgjast með. Sem var miður, ég hef eflaust misst af mörgum gullmolanum. En það undarlegasta við þetta námskeið var andrúmsloftið-það var eitthvað svo fullorðinslegt. Þarna voru eintómir vísindamenn í læknisfræðum og dýralækningum og í kaffipásunni var staðið við biscuits-bakkann og rætt um rannsóknir hvers annars. "Yes, but the problem with dendritic cells is that they will not respond in the same way to scrapie as they do to BSE or CJD, although they all classify as spongiform encephalopathies" (sagði mér stór svertingi frá Namibíu sem stundar rannsóknir í riðu). Mig langaði ekki einu sinni til að segja honum frá rannsóknunum mínum. Mér fannst eins og ég væri á ráðstefnu og væri orðin fimmtug eða eitthvað.

Þannig að ég þurfti að vera bara unglingur þegar námskeiðið var búið, fór á ítalskt kaffihús við Rose Street og svo í smá heimsókn til Sólveigar áður en ég tók seinasta strætó út í sveit. Sá ekki norðurljósin sem eiga víst að vera á amfetamínsterum hér um slóðir þessa daga og nætur, því það var skýjað. Annars ætti að vera prime aðstaða til slíkra athugana hér því það er svooooo dimmt hér á kvöldin að ég rata varla þessa tíu metra frá stoppistöðinni og að mínum eigin dyrum.

Á morgun fer ég og heimsæki fornvini fjölskyldunnar, auntie Jane og uncle Derek í Edinborg og svo ætlum við Sólveig í bíó eða eitthvað svoleiðis.

|