<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 06, 2003

Í vikunni var sagt frá rosalega öflugum prakkara. Tólf ára strákur frá Edinborg hefur verið uppvís að 4000 símhringingum í neyðarlínur, vinalínur, ýmiss konar thjónustulínur og stofnanir, t.d Hvíta húsið. Á einum degi fékk brunaliðið 300 upphringingar frá honum. Var álagið slíkt að sumum númerum þurfti að loka og starfsfólk neyðarlínunnar sagði upp vegna álagsins. Og á stundum var ekki hægt að ná í gegn af því að strákhvolpurinn blokkeraði allar línur. Heima hjá honum fannst háþróaður tölvubúnaður sem notaður var til að hringja sjálfvirkt í sama númerið aftur og aftur, þar til fólk bókstaflega varð geðveikt úr stressi. Þetta barn er bara snillingur!

|