<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, nóvember 01, 2003

Mín mest spennandi upplifelsi gerast á strætóstoppistöðvum. Lenti í gær á tali við bitra gamla konu meðan ég beið eftir strætó. Þ.e. hún byrjaði að tala á mjög aggressívan hátt um leið og hún kom inn í strætóskýlið og ég lét mér nægja að nikka og segja humm og ha. Hún svipti upp um sig pilsinu og sýndi mér á sér fótleggina sem biðu uppskurðar og lýsti fyrir mér áhyggjum sínum af því að þurfa að leggjast undir hnífinn. Hún væri nefnilega hjúkka (upp með hjúkkuskírteinið) og vissi hvað gengi á á sjúkrahúsunum. Systir hennar hefði verið svæfð fyrir uppskurð með svo stórum skammti lyfja að þau hefðu nægt til að drepa hross. Svo sagði hún að gamalt fólk væri barið á elliheimilum og samlokunum þeirra væri stolið...svo kallaði hún Victoriu Beckham forljóta tík en sagði að David maðurinn hennar væri fallegur. Þá gaf ég frá mér mín fyrstu hljóð og sagði að hann plokkaði á sér augabrúnirnar, herregud, og hann væri alltof hégómagjarn. Þetta hleypti eldmóði í brjóst þessarar bitru konu og hún óð úr einu í annað, úthúðaði unglingum, stúdentum, nauðgurum og ríkisstjórninni auðvitað. Þá bjargaði mamma mér með því að hringja. Þegar ég lagði á spurði konan hvort ég talaði pólsku og þegar svarið var neikvætt nefndi hún eitthvað tungumál sem ég held að sé ekki einu sinni til og ég sagði að ég talaði íslensku. Hún sagðist hins vegar hafa lært pólsku í stríðinu og hefði talað hana reiprennandi á sínum tíma-tja, ekki kalla ég nú þetta mikla kunnáttu, góða mín.

|