fimmtudagur, maí 31, 2007
Loksins...
...tók ég mig til og keypti Mark Ronson plötuna. Hún er æði og fær mig til að skekja á mér mjaðmirnar. Það er sko ekki slæm leið til að komast í gegnum þennan leiðinlega skriftafasa.
GO on, keep dancin'!
|
...tók ég mig til og keypti Mark Ronson plötuna. Hún er æði og fær mig til að skekja á mér mjaðmirnar. Það er sko ekki slæm leið til að komast í gegnum þennan leiðinlega skriftafasa.
GO on, keep dancin'!
|
Cute Cabbie?
Ég fékk snilldarhugmynd þegar ég var á leiðinni til Liberton frá flugvellinum í fyrradag. Ég gat ekki stólað á Bea að sækja mig því hún var á fullu að klára ritgerðina sína (sem hún skilaði í gær-lucky thing!). Þess vegna neyddist ég til að taka leigara, en leigubílsstjórinn varð sem sagt til þess að ég fann upp á þessari hugmynd. Hann var svo ræðinn og við skemmtum okkur konunglega á leiðinni.
Þess vegna: af hverju ekki CabDating? Svipað eins og speeddating nema að piltar og stúlkur skrá sig til þess að annað hvort aka eða vera farþegi í leigubíl og svo spjalla þau á leiðinni. Nú verð ég að taka fram að hann var ekki beint boyfriend material, aðallega vegna aldurs og svona en við spjölluðum samt um heima og geima. Nú gæti maður auðvitað verið óheppinn og þurft að þola hálftíma ferð lokaður í leigubíl með einhverjum aula, en það er nú bara áhættan sem maður tekur í þessum heimi. Æ, kannski er þetta ekkert svo góð hugmynd...ég veit ekki einu sinni hvað ætti að kalla þetta á íslensku...Forget I spoke!
|
Ég fékk snilldarhugmynd þegar ég var á leiðinni til Liberton frá flugvellinum í fyrradag. Ég gat ekki stólað á Bea að sækja mig því hún var á fullu að klára ritgerðina sína (sem hún skilaði í gær-lucky thing!). Þess vegna neyddist ég til að taka leigara, en leigubílsstjórinn varð sem sagt til þess að ég fann upp á þessari hugmynd. Hann var svo ræðinn og við skemmtum okkur konunglega á leiðinni.
Þess vegna: af hverju ekki CabDating? Svipað eins og speeddating nema að piltar og stúlkur skrá sig til þess að annað hvort aka eða vera farþegi í leigubíl og svo spjalla þau á leiðinni. Nú verð ég að taka fram að hann var ekki beint boyfriend material, aðallega vegna aldurs og svona en við spjölluðum samt um heima og geima. Nú gæti maður auðvitað verið óheppinn og þurft að þola hálftíma ferð lokaður í leigubíl með einhverjum aula, en það er nú bara áhættan sem maður tekur í þessum heimi. Æ, kannski er þetta ekkert svo góð hugmynd...ég veit ekki einu sinni hvað ætti að kalla þetta á íslensku...Forget I spoke!
|
miðvikudagur, maí 30, 2007
Nú er ég...
...komin aftur til Edinborgar í rigningu og kulda og reyni að gubba út úr mér tveimur vísindagreinum fyrir morgundaginn. Þjáist af rasssæri og vökvaskorti eftir að hafa hjólað allan hringinn í bænum en er endurnærð á sálinni eftir skemmtilega samveru við klikkaðar vinkonur mínar og kæra frænku. Og talandi um frænkur, var að sjá á einhverri bloggsíðunni að Vala frænka varð ungfrú Ísland um helgina. Vissi að hún myndi vinna. Hún er eiginlega alveg ómögulega fögur. Jájá, maður á nú ekki langt að sækja það...öhöhö
|
...komin aftur til Edinborgar í rigningu og kulda og reyni að gubba út úr mér tveimur vísindagreinum fyrir morgundaginn. Þjáist af rasssæri og vökvaskorti eftir að hafa hjólað allan hringinn í bænum en er endurnærð á sálinni eftir skemmtilega samveru við klikkaðar vinkonur mínar og kæra frænku. Og talandi um frænkur, var að sjá á einhverri bloggsíðunni að Vala frænka varð ungfrú Ísland um helgina. Vissi að hún myndi vinna. Hún er eiginlega alveg ómögulega fögur. Jájá, maður á nú ekki langt að sækja það...öhöhö
|
fimmtudagur, maí 24, 2007
Tvö handrit down
Nú í þessu var ég að senda með tölvuskeyti tvö handrit til Elaine og Simonar sem þau trúðu ekki að ég myndi koma í verk fyrr en seint og um síðir. Nú er bara að sjá hvað þeim finnst um þetta, ég er búin að panta með þeim fund að viku liðinni en á morgun ætla ég hins vegar að bregða mér til Köben og get farið á Smediefest með góðri samvisku. Best að fara að pakka!
Gott væri víst að taka með sér regntau því það á að hellirigna alla helgina segja þeir. Púúú.
|
Nú í þessu var ég að senda með tölvuskeyti tvö handrit til Elaine og Simonar sem þau trúðu ekki að ég myndi koma í verk fyrr en seint og um síðir. Nú er bara að sjá hvað þeim finnst um þetta, ég er búin að panta með þeim fund að viku liðinni en á morgun ætla ég hins vegar að bregða mér til Köben og get farið á Smediefest með góðri samvisku. Best að fara að pakka!
Gott væri víst að taka með sér regntau því það á að hellirigna alla helgina segja þeir. Púúú.
|
miðvikudagur, maí 23, 2007
Unglingakyngoðið...
...Jason Donovan lítur út eins og alkóhóliseraður heiðabóndi með þetta rauða
nef og þessi háu kollvik.
|
...Jason Donovan lítur út eins og alkóhóliseraður heiðabóndi með þetta rauða
nef og þessi háu kollvik.
|
þriðjudagur, maí 22, 2007
þriðjudagsfílingur
Í gærkvöldi ætlaði ég að vera sniðug og fara snemma í bólið til þess að vakna snemma í morgun. Í þessari áætlun minni hafði ég hins vegar ekki gert ráð fyrir bókinni sem ég er (leiðr: VAR) að lesa því mér tókst að lesa stanslaust til korter yfir 4 í nótt! Fuglarnir voru byrjaðir morgunsönginn og morgunroðinn var farinn að berast inn um gluggann þegar ég loks sofnaði. Annars hef ég uppgötvað skemmtileg næturhljóð sem ég yfirleitt sef mig frá. Í fyrrinótt voru um miðnætti undarleg kokhljóð úti í garði sem voru eins og más í hundi, en þetta var líklegast refurinn. Þau voru undarlega nærri og skepnan var greinilega á fleygiferð því hljóðið færðist hratt úr stað. Bjóst ég allt eins við því að fá kvikindið í fangið inn um gluggann. Ég varð samt ekkert ofsahrædd og gat alveg sofnað eftir að skepnan lét sig hverfa. Í nótt heyrði ég smá gagg í refnum en ekkert más. Það virðist vera mest að gera hjá refnum um hálfeitt-eitt og svo er það bara búið.
Og pí er núna uppáhaldstalan mín. Eins og ég sagði frá um daginn þá kostaði kaffið mitt og kaffibrauðið pí pund á Starbuck's í síðustu viku. Í nótt þegar ég var að lesa varð mér litið á klukkuna einhverju sinni sem ég gat slitið augun af bókinni, og þá var klukkan pí. Og svo er auðvitað herbergisnúmerið hans afa á Sólvangi líka pí. Já, ég hef svo sem aldrei fundið fyrir happatöluþörf en þessi er bara búin að ryðjast eins og óboðinn gestur inn í partíið sem líf mitt er!
|
Í gærkvöldi ætlaði ég að vera sniðug og fara snemma í bólið til þess að vakna snemma í morgun. Í þessari áætlun minni hafði ég hins vegar ekki gert ráð fyrir bókinni sem ég er (leiðr: VAR) að lesa því mér tókst að lesa stanslaust til korter yfir 4 í nótt! Fuglarnir voru byrjaðir morgunsönginn og morgunroðinn var farinn að berast inn um gluggann þegar ég loks sofnaði. Annars hef ég uppgötvað skemmtileg næturhljóð sem ég yfirleitt sef mig frá. Í fyrrinótt voru um miðnætti undarleg kokhljóð úti í garði sem voru eins og más í hundi, en þetta var líklegast refurinn. Þau voru undarlega nærri og skepnan var greinilega á fleygiferð því hljóðið færðist hratt úr stað. Bjóst ég allt eins við því að fá kvikindið í fangið inn um gluggann. Ég varð samt ekkert ofsahrædd og gat alveg sofnað eftir að skepnan lét sig hverfa. Í nótt heyrði ég smá gagg í refnum en ekkert más. Það virðist vera mest að gera hjá refnum um hálfeitt-eitt og svo er það bara búið.
Og pí er núna uppáhaldstalan mín. Eins og ég sagði frá um daginn þá kostaði kaffið mitt og kaffibrauðið pí pund á Starbuck's í síðustu viku. Í nótt þegar ég var að lesa varð mér litið á klukkuna einhverju sinni sem ég gat slitið augun af bókinni, og þá var klukkan pí. Og svo er auðvitað herbergisnúmerið hans afa á Sólvangi líka pí. Já, ég hef svo sem aldrei fundið fyrir happatöluþörf en þessi er bara búin að ryðjast eins og óboðinn gestur inn í partíið sem líf mitt er!
|
föstudagur, maí 18, 2007
Nafndagur
Í gærkvöldi kynntist ég ættarnafninu De'Ath. Talið er að um 9.589 manns beri þetta nafn í Bretlandi. Það var leikarinn Charles De'Ath sem vakti athygli mína á þessu frábæra nafni en hann lék í lögguþætti sem ég var að horfa á með Limmu, Nick og Sigrúnu. Sigrún bætti þó um betur þegar hún lýsti því yfir að einn samstarfsmanna hennar á spítalanum héti....you guessed it: Dr. De'Ath!
Og talandi um nöfn þá rættist draumur minn frá í gærmorgun: Magnús var það heillin. Litli frændi heitir nú Magnús Helgason. Frábært, eitthvað svo heimilislegt og notalegt!
|
Í gærkvöldi kynntist ég ættarnafninu De'Ath. Talið er að um 9.589 manns beri þetta nafn í Bretlandi. Það var leikarinn Charles De'Ath sem vakti athygli mína á þessu frábæra nafni en hann lék í lögguþætti sem ég var að horfa á með Limmu, Nick og Sigrúnu. Sigrún bætti þó um betur þegar hún lýsti því yfir að einn samstarfsmanna hennar á spítalanum héti....you guessed it: Dr. De'Ath!
Og talandi um nöfn þá rættist draumur minn frá í gærmorgun: Magnús var það heillin. Litli frændi heitir nú Magnús Helgason. Frábært, eitthvað svo heimilislegt og notalegt!
|
fimmtudagur, maí 17, 2007
So close!
Á sunnudaginn fór ég á pub quiz á Drouthy Neebors með liðinu og við vorum svo nærri því að vinna að ég hef bara aldrei upplifað annað eins. Spurningin sem varð okkur að falli var "Milli hvaða eyja er hið svokallaða Danmerkursund (Denmark Strait)?". Ísland og Grænland komu til tals og ég sagði að á íslensku héti það Grænlandssund en að ég þekkti ekki enska nafnið. Þarna kom sér illa að vera átorítet því aularnir ákváðu að skrifa ekki neitt svar. Kom í ljós að þetta er í raun og sann enska heitið á Grænlandssundi. Bévítans Danirnir! Denmark Strait? Nåh, men glædelig Kristi Himmelfart.
Nújæja, við fengum annað tækifæri því það var jafntefli milli þriggja efstu liðanna, við vorum þar á meðal. Það var því bráðabanaspurning sem hljóðaði svo: "Hversu margir vöðvar eru í hvoru eyra kattarins?". Aftur kom átorítetið sér illa því við vorum 7 dýralæknar við borðið og byrjuðum að diskútera taugagreinar og örvöðva í innra eyra. Við höfðum mínútufrest til þess að skila svarinu og áttum að vera sem næst því. Ég vildi setja háa tölu, svona um 40 en vegna disskússjóna fríkaði liðið út og ákvað að setja 2....TVO vöðva! Svarið var 32 og liðið sem setti 13 vann.
Þetta kvöld var því tvísannað að besserwiss er banvænt!
|
Á sunnudaginn fór ég á pub quiz á Drouthy Neebors með liðinu og við vorum svo nærri því að vinna að ég hef bara aldrei upplifað annað eins. Spurningin sem varð okkur að falli var "Milli hvaða eyja er hið svokallaða Danmerkursund (Denmark Strait)?". Ísland og Grænland komu til tals og ég sagði að á íslensku héti það Grænlandssund en að ég þekkti ekki enska nafnið. Þarna kom sér illa að vera átorítet því aularnir ákváðu að skrifa ekki neitt svar. Kom í ljós að þetta er í raun og sann enska heitið á Grænlandssundi. Bévítans Danirnir! Denmark Strait? Nåh, men glædelig Kristi Himmelfart.
Nújæja, við fengum annað tækifæri því það var jafntefli milli þriggja efstu liðanna, við vorum þar á meðal. Það var því bráðabanaspurning sem hljóðaði svo: "Hversu margir vöðvar eru í hvoru eyra kattarins?". Aftur kom átorítetið sér illa því við vorum 7 dýralæknar við borðið og byrjuðum að diskútera taugagreinar og örvöðva í innra eyra. Við höfðum mínútufrest til þess að skila svarinu og áttum að vera sem næst því. Ég vildi setja háa tölu, svona um 40 en vegna disskússjóna fríkaði liðið út og ákvað að setja 2....TVO vöðva! Svarið var 32 og liðið sem setti 13 vann.
Þetta kvöld var því tvísannað að besserwiss er banvænt!
|
Draumfarir
Í svefnrofunum í morgun dreymdi mig atburði þessa uppstigningadags. Ekki þá sem gerðust fyrir tæpum tvöþúsund árum heldur það að í dag er fæðingardagur Björns afa og Kristínar frænku auk þess sem hann litli frændi minn Helgason verður skírður. Mig dreymdi sem sagt að við værum í boði til þess að minnast þess að Björn afi hefði orðið fimmtugur (!) en sannleikurinn er að hann hefði orðið 103 ára í dag. Þarna voru viðstödd Ingi og Jóna og Dódó auk fleira fólks. Kristín var í felum frammi í eldhúsi því hún vildi ekki láta hampa sér. Ég hrópaði þó hátt og snjallt "TIL HAMINGJU" og varð sjálfri mér og henni til skammar. Svo kom í ljós í skírninni að frændi litli fékk nafnið sem ég hafði veðjað á, og hrópaði ég því hátt og snjallt "JESSS" og steig stríðsdans.
Draumar mínir um þessar mundir eru einstaklega áhugaverðir og viðburðaríkir og er það eflaust vegna þess að líf mitt fer mikið til fram í heilanum á mér þar sem ég sinni skriftum af miklum móð. Í síðustu viku dreymdi mig alveg rosalega táknrænan draum þar sem tölurnar 3 og 28 komu við sögu, auk taktmælis og viskís. Þetta hlýtur bara að koma verkefninu mínu eitthvað við.
Og að lokum: Ó mæ god hvað Hollyoaks þátturinn í gær endaði spennandi!
|
Í svefnrofunum í morgun dreymdi mig atburði þessa uppstigningadags. Ekki þá sem gerðust fyrir tæpum tvöþúsund árum heldur það að í dag er fæðingardagur Björns afa og Kristínar frænku auk þess sem hann litli frændi minn Helgason verður skírður. Mig dreymdi sem sagt að við værum í boði til þess að minnast þess að Björn afi hefði orðið fimmtugur (!) en sannleikurinn er að hann hefði orðið 103 ára í dag. Þarna voru viðstödd Ingi og Jóna og Dódó auk fleira fólks. Kristín var í felum frammi í eldhúsi því hún vildi ekki láta hampa sér. Ég hrópaði þó hátt og snjallt "TIL HAMINGJU" og varð sjálfri mér og henni til skammar. Svo kom í ljós í skírninni að frændi litli fékk nafnið sem ég hafði veðjað á, og hrópaði ég því hátt og snjallt "JESSS" og steig stríðsdans.
Draumar mínir um þessar mundir eru einstaklega áhugaverðir og viðburðaríkir og er það eflaust vegna þess að líf mitt fer mikið til fram í heilanum á mér þar sem ég sinni skriftum af miklum móð. Í síðustu viku dreymdi mig alveg rosalega táknrænan draum þar sem tölurnar 3 og 28 komu við sögu, auk taktmælis og viskís. Þetta hlýtur bara að koma verkefninu mínu eitthvað við.
Og að lokum: Ó mæ god hvað Hollyoaks þátturinn í gær endaði spennandi!
|
þriðjudagur, maí 15, 2007
Sólin er komin
Ég brá mér í löngu tímabæra klippingu í morgun og er nú mikið léttara yfir mér. Morgunninn var sólríkur og fólk alls staðar á ferli. Í staðinn fyrir að fara beint heim að skrifa og láta mér leiðast ákvað ég að fá mér kaffi og möffin fyrir pí (3.14) pund og setjast með það í sólina. Félagsskapurinn var feitir verkamenn að grafa upp Castle Terrace, edinborgskir "athafnamenn" úr sóðabúllunum handan við hornið og ferðamenn. Ég leiðbeindi miðaldra hollensku pari upp að kastalanum og sat annars bara og naut frelsisins.
Nú er ég svo komin heim að nýju og er til í leiðindin. Jesús Pétur hvað við Bea getum talað hvor aðra niður úr öllu þessa dagana. Báðar að skrifa og báðar sammála um að þessum leiðindum fylgi líkamlegur sársauki. Úff.
Annars virðist ég vera farin að höndla það betur að fara á mannamót. Fyrir nokkrum vikum var ég orðin svo kolklikkuð í hausnum af einveru og skriftum að ég mátti varla hitta fleiri en einn í einu, hvað þá ef eins og einn bjór fékk að fjúka samtímis, án þess að missa mig alveg í einhverri ofvirkni. Á föstudaginn fór ég á pöbb með 25 manns úr Little France að fagna PhD vörn Kirstyar og ég hegðaði mér bara eins og dama allt kvöldið, sat á spjalli við Mick sem er tvífari Richards Ashcroft og er stórskemmtilegur. Hann sagði mér meðal annars frá Speedy vini sínum sem tók allt í einu upp á því að stinga af frá konu og barni og öllu öðru í lífi sínu í nokkrar vikur með það að augnamiði að missa sjálfsvirðinguna, því það væri svo dæmalaust mikið frelsi í því fólgið. Þarf ekki að taka fram að Speedy er nú einhleypur. Annars sagðist Mick aðeins hafa þekkt tvær tilfinningar áður en hann sjálfur varð faðir: Angry and pissed off. Ég spurði hann því í sakleysi mínu hvernig honum hefði tekist að verða faðir með þessar tilfinningar að vopni (já, ég er söm við mig). Í þetta sinn var svarið ekki "um dag", heldur gat hann í raun ekki svarað þessu. Þess má geta að hann reykir maríjúana daglega og hefur því kannski ruglað í sér tilfinningabarómeternum. Þegar við vorum búin að spjalla nóg hélt ég heim og var komin í bólið undir ellefu. Geri aðrir betur!
Þar til næst.
C
|
Ég brá mér í löngu tímabæra klippingu í morgun og er nú mikið léttara yfir mér. Morgunninn var sólríkur og fólk alls staðar á ferli. Í staðinn fyrir að fara beint heim að skrifa og láta mér leiðast ákvað ég að fá mér kaffi og möffin fyrir pí (3.14) pund og setjast með það í sólina. Félagsskapurinn var feitir verkamenn að grafa upp Castle Terrace, edinborgskir "athafnamenn" úr sóðabúllunum handan við hornið og ferðamenn. Ég leiðbeindi miðaldra hollensku pari upp að kastalanum og sat annars bara og naut frelsisins.
Nú er ég svo komin heim að nýju og er til í leiðindin. Jesús Pétur hvað við Bea getum talað hvor aðra niður úr öllu þessa dagana. Báðar að skrifa og báðar sammála um að þessum leiðindum fylgi líkamlegur sársauki. Úff.
Annars virðist ég vera farin að höndla það betur að fara á mannamót. Fyrir nokkrum vikum var ég orðin svo kolklikkuð í hausnum af einveru og skriftum að ég mátti varla hitta fleiri en einn í einu, hvað þá ef eins og einn bjór fékk að fjúka samtímis, án þess að missa mig alveg í einhverri ofvirkni. Á föstudaginn fór ég á pöbb með 25 manns úr Little France að fagna PhD vörn Kirstyar og ég hegðaði mér bara eins og dama allt kvöldið, sat á spjalli við Mick sem er tvífari Richards Ashcroft og er stórskemmtilegur. Hann sagði mér meðal annars frá Speedy vini sínum sem tók allt í einu upp á því að stinga af frá konu og barni og öllu öðru í lífi sínu í nokkrar vikur með það að augnamiði að missa sjálfsvirðinguna, því það væri svo dæmalaust mikið frelsi í því fólgið. Þarf ekki að taka fram að Speedy er nú einhleypur. Annars sagðist Mick aðeins hafa þekkt tvær tilfinningar áður en hann sjálfur varð faðir: Angry and pissed off. Ég spurði hann því í sakleysi mínu hvernig honum hefði tekist að verða faðir með þessar tilfinningar að vopni (já, ég er söm við mig). Í þetta sinn var svarið ekki "um dag", heldur gat hann í raun ekki svarað þessu. Þess má geta að hann reykir maríjúana daglega og hefur því kannski ruglað í sér tilfinningabarómeternum. Þegar við vorum búin að spjalla nóg hélt ég heim og var komin í bólið undir ellefu. Geri aðrir betur!
Þar til næst.
C
|
sunnudagur, maí 13, 2007
Stjórnin fallin....eða hvað?
Ég sit nú og fylgist með kosningasjónvarpinu, Limma nýskriðin upp að sofa og Mollie reynir að sofa fyrir látunum í Boga Ágústssyni. Þetta er bara skemmtilegt og spennandi en toppar ekki reynsluna sem ég varð fyrir um kvöldmatarleytið þegar ég tengdist vefvarpi sjónvarpsins og varð vitni að Helga Seljan á Austurvelli í beinni útsendingu um heim allan. Hann stóð þar fyrir utan Nasa og beið eftir því að komast í útsendingu (hann vissi greinilega ekki af því að útsendingin var þegar hafin). Hann og tökumaðurinn baktöluðu hljóðmenn RÚV og kölluðu Ómar Ragnarsson klikkaðan auk þess sem fréttamaðurinn ungi stikaði um grasvöllinn og reykti af ákafa. Svo kastaði hann kveðju á vegfarendur og sagði frá því er hann var á sjó fyrir tveimur árum. Svo hafði einhver Dabbi kunningi hans ekki sést lengi, enda er hann ýmist í ræktinni eða fullur niðri í bæ. Klykkti Helgi svo út með setningunni: "það er eins og hafi verið snúið upp á eistun á mér".
Eftir að hafa skemmt mér yfir þessu í um hálftíma sendi ég tölvupóst á RÚV til þess að benda þeim á þennan klaufaskap auk þess sem mamma hringdi í þá eftir að ég hafði gert henni viðvart. Já, þar lauk þeirri skemmtan. Og þegar hann loksins komst í "alvöru" útsendingu í kosningafréttatímanum hafði hann ekki margt að segja, heldur ruddi út úr sér einni setningu og skipti svo aftur yfir á félaga sína.
|
Ég sit nú og fylgist með kosningasjónvarpinu, Limma nýskriðin upp að sofa og Mollie reynir að sofa fyrir látunum í Boga Ágústssyni. Þetta er bara skemmtilegt og spennandi en toppar ekki reynsluna sem ég varð fyrir um kvöldmatarleytið þegar ég tengdist vefvarpi sjónvarpsins og varð vitni að Helga Seljan á Austurvelli í beinni útsendingu um heim allan. Hann stóð þar fyrir utan Nasa og beið eftir því að komast í útsendingu (hann vissi greinilega ekki af því að útsendingin var þegar hafin). Hann og tökumaðurinn baktöluðu hljóðmenn RÚV og kölluðu Ómar Ragnarsson klikkaðan auk þess sem fréttamaðurinn ungi stikaði um grasvöllinn og reykti af ákafa. Svo kastaði hann kveðju á vegfarendur og sagði frá því er hann var á sjó fyrir tveimur árum. Svo hafði einhver Dabbi kunningi hans ekki sést lengi, enda er hann ýmist í ræktinni eða fullur niðri í bæ. Klykkti Helgi svo út með setningunni: "það er eins og hafi verið snúið upp á eistun á mér".
Eftir að hafa skemmt mér yfir þessu í um hálftíma sendi ég tölvupóst á RÚV til þess að benda þeim á þennan klaufaskap auk þess sem mamma hringdi í þá eftir að ég hafði gert henni viðvart. Já, þar lauk þeirri skemmtan. Og þegar hann loksins komst í "alvöru" útsendingu í kosningafréttatímanum hafði hann ekki margt að segja, heldur ruddi út úr sér einni setningu og skipti svo aftur yfir á félaga sína.
|
föstudagur, maí 11, 2007
Wake-up call
Var á fundi með leiðbeinendunum áðan, þau trúa mér ekki þegar ég segist geta skilað ritgerðinni í byrjun júlí. Allt í lagi, þau vilja þá hafa þetta svona! Kannski verður þetta til þess að ég finni baráttuandann og sýni þeim hvar Davíð keypti ölið, og jafnvel í tvo heimana líka. Já, nú liggja Danir í því!
|
Var á fundi með leiðbeinendunum áðan, þau trúa mér ekki þegar ég segist geta skilað ritgerðinni í byrjun júlí. Allt í lagi, þau vilja þá hafa þetta svona! Kannski verður þetta til þess að ég finni baráttuandann og sýni þeim hvar Davíð keypti ölið, og jafnvel í tvo heimana líka. Já, nú liggja Danir í því!
|
þriðjudagur, maí 08, 2007
Sitt lítið af hvoru
Ég gleymdi að segja frá því um daginn að einn nemenda minna sem var í anatómíuprófinu heitir Neil Diamond. Hann er ekki gamall, hrukkóttur folk-rocker í ljósbláum jakkafötum heldur hlédrægur og ljúfur gleraugnaglámur með monsaklippingu.
Og svo er eitt búið að vera að pirra mig: Hvernig datt þeim hjá L'oreal að láta Penelope Cruz tala í auglýsingum? "Ðeh lÆdd dötss ofah bÁðer and'a vlOOless fíníss ofah fÁndessjon". Say what?
|
Ég gleymdi að segja frá því um daginn að einn nemenda minna sem var í anatómíuprófinu heitir Neil Diamond. Hann er ekki gamall, hrukkóttur folk-rocker í ljósbláum jakkafötum heldur hlédrægur og ljúfur gleraugnaglámur með monsaklippingu.
Og svo er eitt búið að vera að pirra mig: Hvernig datt þeim hjá L'oreal að láta Penelope Cruz tala í auglýsingum? "Ðeh lÆdd dötss ofah bÁðer and'a vlOOless fíníss ofah fÁndessjon". Say what?
|
mánudagur, maí 07, 2007
Líkamspartar ofurhetju
Ég sá Köngulóarmanninn númer þrjú á laugardaginn. Það var svo fullt í bíó að við félagarnir þurftum að sitja á öðrum bekk. Síðast þegar það kom fyrir mig var þegar ég fór í strætó in the 90's með Hafdísi og Ásu að sjá Lífvörðinn í Bíóhöllinni í Mjódd. Skemmtum við okkur konunglega á fyrsta bekk yfir því hvað vartan á Kevin Costner var stór. Hún var svo stór að hún skyggði á allt annað þetta kvöld. Á laugardaginn var svipað uppi á teningnum. Undirhakan á Tobey Maguire var svo stór að það komst ekkert annað að. Í atriðum þar sem hann var við það að bresta í grát (þau voru tvö eða þrjú) belgdist undirhakan út eins og á slímugri körtu og smár munnurinn herptist saman uppi undir nefi. Þetta var fasínerandi eins og við var að búast.
Það var einnig greinilegt að þjóhnöppum Maguires var ætlaður frægð og frami því nokkrum sinnum var einblínt á þá í fimm sekúndur eða svo. Stóðst ég ekki mátið að gefa frá mér ánægjuhljóð svo sem lágvær blístur og langdregin úúúúúú því rakið var að búist var við slíkum viðbrögðum þeirra sem kunnu að meta. Annars var þessi spandexbúningur ekkert sérlega flatterandi. En það er alveg á hreinu að maðurinn hefur til að bera heimsins stærstu höku. Af öðrum leikurum er það að segja að Kirsten Dunst hefur alveg einstaklega dautt augnaráð.
Í gær fór ég svo á slóðir Marks Renton, sem ég er einmitt að lesa um þessa dagana, fyrst í Trainspotting og núna í Porno. Hann bjó nefnilega á Montgomery Road, hliðargötu milli Leith Walk og Easter Road. Þessa götu er nú búið að hreinsa upp og ekki líklegt að margir heróínsjúklingar dvelji þar langdvölum í dag. Þar er meðal annars fortovskaffihúsið ágæta Renroc undir hvers regnskýli ég naut kaffibolla í hellirigningu og hagléli og ræddi heimspekileg málefni við Cynthiu. Fullkominn sunnudagur.
|
Ég sá Köngulóarmanninn númer þrjú á laugardaginn. Það var svo fullt í bíó að við félagarnir þurftum að sitja á öðrum bekk. Síðast þegar það kom fyrir mig var þegar ég fór í strætó in the 90's með Hafdísi og Ásu að sjá Lífvörðinn í Bíóhöllinni í Mjódd. Skemmtum við okkur konunglega á fyrsta bekk yfir því hvað vartan á Kevin Costner var stór. Hún var svo stór að hún skyggði á allt annað þetta kvöld. Á laugardaginn var svipað uppi á teningnum. Undirhakan á Tobey Maguire var svo stór að það komst ekkert annað að. Í atriðum þar sem hann var við það að bresta í grát (þau voru tvö eða þrjú) belgdist undirhakan út eins og á slímugri körtu og smár munnurinn herptist saman uppi undir nefi. Þetta var fasínerandi eins og við var að búast.
Það var einnig greinilegt að þjóhnöppum Maguires var ætlaður frægð og frami því nokkrum sinnum var einblínt á þá í fimm sekúndur eða svo. Stóðst ég ekki mátið að gefa frá mér ánægjuhljóð svo sem lágvær blístur og langdregin úúúúúú því rakið var að búist var við slíkum viðbrögðum þeirra sem kunnu að meta. Annars var þessi spandexbúningur ekkert sérlega flatterandi. En það er alveg á hreinu að maðurinn hefur til að bera heimsins stærstu höku. Af öðrum leikurum er það að segja að Kirsten Dunst hefur alveg einstaklega dautt augnaráð.
Í gær fór ég svo á slóðir Marks Renton, sem ég er einmitt að lesa um þessa dagana, fyrst í Trainspotting og núna í Porno. Hann bjó nefnilega á Montgomery Road, hliðargötu milli Leith Walk og Easter Road. Þessa götu er nú búið að hreinsa upp og ekki líklegt að margir heróínsjúklingar dvelji þar langdvölum í dag. Þar er meðal annars fortovskaffihúsið ágæta Renroc undir hvers regnskýli ég naut kaffibolla í hellirigningu og hagléli og ræddi heimspekileg málefni við Cynthiu. Fullkominn sunnudagur.
|
fimmtudagur, maí 03, 2007
Prófatörn
Í gær og fyrradag voru taugatrekkjandi tveir dagar hjá mér, því ég stóð þá upp á endann í krufningasalnum í Summerhall og prófaði litla nervösa nemendur. Ein lýsti því yfir þegar hún kom inn að hún væri búin að vera gubbandi vegna taugatitrings og bjóst ég því allt eins við því að hún ældi lifur og lungum ofan í nautsbrjóstkassann sem ég bað hana rólega að segja mér upp og ofan af. Það gerðist ekki en hins vegar fann ég hnútinn í mínum eigin maga herpast þéttar við hvert andvarp hennar og skjálftahrinu. Það mátti sem sagt vart greina hvor var stressaðri, prófdómari eða nemandi. Eftir því sem leið á daginn fór þetta nú að vera mér auðveldara og ég gerði mér lítið fyrir í gær og felldi tvo síðustu nemendurna. Þess má geta að fyrsti nemandinn fékk 10. Mér leið hins vegar afar illa fyrir það að fella þessi tvö, en þau vissu bara varla nokkurn hlut og rugluðu þar að auki því sem þau vissu. Stúlkan stóð og fitlaði við afskorinn nautslim og hafði varla neitt um hann að segja, gat ekki einu sinni komið út úr sér orðinu penis. Drengurinn ruglaði hins vegar saman kokhlustarpoka og ennis- og kinnholum. Ég var því afar fegin þegar þessum tortúr var lokið.
Nú er svo bara að standa sig í sínu eigin námi!
|
Í gær og fyrradag voru taugatrekkjandi tveir dagar hjá mér, því ég stóð þá upp á endann í krufningasalnum í Summerhall og prófaði litla nervösa nemendur. Ein lýsti því yfir þegar hún kom inn að hún væri búin að vera gubbandi vegna taugatitrings og bjóst ég því allt eins við því að hún ældi lifur og lungum ofan í nautsbrjóstkassann sem ég bað hana rólega að segja mér upp og ofan af. Það gerðist ekki en hins vegar fann ég hnútinn í mínum eigin maga herpast þéttar við hvert andvarp hennar og skjálftahrinu. Það mátti sem sagt vart greina hvor var stressaðri, prófdómari eða nemandi. Eftir því sem leið á daginn fór þetta nú að vera mér auðveldara og ég gerði mér lítið fyrir í gær og felldi tvo síðustu nemendurna. Þess má geta að fyrsti nemandinn fékk 10. Mér leið hins vegar afar illa fyrir það að fella þessi tvö, en þau vissu bara varla nokkurn hlut og rugluðu þar að auki því sem þau vissu. Stúlkan stóð og fitlaði við afskorinn nautslim og hafði varla neitt um hann að segja, gat ekki einu sinni komið út úr sér orðinu penis. Drengurinn ruglaði hins vegar saman kokhlustarpoka og ennis- og kinnholum. Ég var því afar fegin þegar þessum tortúr var lokið.
Nú er svo bara að standa sig í sínu eigin námi!
|