sunnudagur, maí 13, 2007
Stjórnin fallin....eða hvað?
Ég sit nú og fylgist með kosningasjónvarpinu, Limma nýskriðin upp að sofa og Mollie reynir að sofa fyrir látunum í Boga Ágústssyni. Þetta er bara skemmtilegt og spennandi en toppar ekki reynsluna sem ég varð fyrir um kvöldmatarleytið þegar ég tengdist vefvarpi sjónvarpsins og varð vitni að Helga Seljan á Austurvelli í beinni útsendingu um heim allan. Hann stóð þar fyrir utan Nasa og beið eftir því að komast í útsendingu (hann vissi greinilega ekki af því að útsendingin var þegar hafin). Hann og tökumaðurinn baktöluðu hljóðmenn RÚV og kölluðu Ómar Ragnarsson klikkaðan auk þess sem fréttamaðurinn ungi stikaði um grasvöllinn og reykti af ákafa. Svo kastaði hann kveðju á vegfarendur og sagði frá því er hann var á sjó fyrir tveimur árum. Svo hafði einhver Dabbi kunningi hans ekki sést lengi, enda er hann ýmist í ræktinni eða fullur niðri í bæ. Klykkti Helgi svo út með setningunni: "það er eins og hafi verið snúið upp á eistun á mér".
Eftir að hafa skemmt mér yfir þessu í um hálftíma sendi ég tölvupóst á RÚV til þess að benda þeim á þennan klaufaskap auk þess sem mamma hringdi í þá eftir að ég hafði gert henni viðvart. Já, þar lauk þeirri skemmtan. Og þegar hann loksins komst í "alvöru" útsendingu í kosningafréttatímanum hafði hann ekki margt að segja, heldur ruddi út úr sér einni setningu og skipti svo aftur yfir á félaga sína.
|
Ég sit nú og fylgist með kosningasjónvarpinu, Limma nýskriðin upp að sofa og Mollie reynir að sofa fyrir látunum í Boga Ágústssyni. Þetta er bara skemmtilegt og spennandi en toppar ekki reynsluna sem ég varð fyrir um kvöldmatarleytið þegar ég tengdist vefvarpi sjónvarpsins og varð vitni að Helga Seljan á Austurvelli í beinni útsendingu um heim allan. Hann stóð þar fyrir utan Nasa og beið eftir því að komast í útsendingu (hann vissi greinilega ekki af því að útsendingin var þegar hafin). Hann og tökumaðurinn baktöluðu hljóðmenn RÚV og kölluðu Ómar Ragnarsson klikkaðan auk þess sem fréttamaðurinn ungi stikaði um grasvöllinn og reykti af ákafa. Svo kastaði hann kveðju á vegfarendur og sagði frá því er hann var á sjó fyrir tveimur árum. Svo hafði einhver Dabbi kunningi hans ekki sést lengi, enda er hann ýmist í ræktinni eða fullur niðri í bæ. Klykkti Helgi svo út með setningunni: "það er eins og hafi verið snúið upp á eistun á mér".
Eftir að hafa skemmt mér yfir þessu í um hálftíma sendi ég tölvupóst á RÚV til þess að benda þeim á þennan klaufaskap auk þess sem mamma hringdi í þá eftir að ég hafði gert henni viðvart. Já, þar lauk þeirri skemmtan. Og þegar hann loksins komst í "alvöru" útsendingu í kosningafréttatímanum hafði hann ekki margt að segja, heldur ruddi út úr sér einni setningu og skipti svo aftur yfir á félaga sína.
|