fimmtudagur, maí 17, 2007
So close!
Á sunnudaginn fór ég á pub quiz á Drouthy Neebors með liðinu og við vorum svo nærri því að vinna að ég hef bara aldrei upplifað annað eins. Spurningin sem varð okkur að falli var "Milli hvaða eyja er hið svokallaða Danmerkursund (Denmark Strait)?". Ísland og Grænland komu til tals og ég sagði að á íslensku héti það Grænlandssund en að ég þekkti ekki enska nafnið. Þarna kom sér illa að vera átorítet því aularnir ákváðu að skrifa ekki neitt svar. Kom í ljós að þetta er í raun og sann enska heitið á Grænlandssundi. Bévítans Danirnir! Denmark Strait? Nåh, men glædelig Kristi Himmelfart.
Nújæja, við fengum annað tækifæri því það var jafntefli milli þriggja efstu liðanna, við vorum þar á meðal. Það var því bráðabanaspurning sem hljóðaði svo: "Hversu margir vöðvar eru í hvoru eyra kattarins?". Aftur kom átorítetið sér illa því við vorum 7 dýralæknar við borðið og byrjuðum að diskútera taugagreinar og örvöðva í innra eyra. Við höfðum mínútufrest til þess að skila svarinu og áttum að vera sem næst því. Ég vildi setja háa tölu, svona um 40 en vegna disskússjóna fríkaði liðið út og ákvað að setja 2....TVO vöðva! Svarið var 32 og liðið sem setti 13 vann.
Þetta kvöld var því tvísannað að besserwiss er banvænt!
|
Á sunnudaginn fór ég á pub quiz á Drouthy Neebors með liðinu og við vorum svo nærri því að vinna að ég hef bara aldrei upplifað annað eins. Spurningin sem varð okkur að falli var "Milli hvaða eyja er hið svokallaða Danmerkursund (Denmark Strait)?". Ísland og Grænland komu til tals og ég sagði að á íslensku héti það Grænlandssund en að ég þekkti ekki enska nafnið. Þarna kom sér illa að vera átorítet því aularnir ákváðu að skrifa ekki neitt svar. Kom í ljós að þetta er í raun og sann enska heitið á Grænlandssundi. Bévítans Danirnir! Denmark Strait? Nåh, men glædelig Kristi Himmelfart.
Nújæja, við fengum annað tækifæri því það var jafntefli milli þriggja efstu liðanna, við vorum þar á meðal. Það var því bráðabanaspurning sem hljóðaði svo: "Hversu margir vöðvar eru í hvoru eyra kattarins?". Aftur kom átorítetið sér illa því við vorum 7 dýralæknar við borðið og byrjuðum að diskútera taugagreinar og örvöðva í innra eyra. Við höfðum mínútufrest til þess að skila svarinu og áttum að vera sem næst því. Ég vildi setja háa tölu, svona um 40 en vegna disskússjóna fríkaði liðið út og ákvað að setja 2....TVO vöðva! Svarið var 32 og liðið sem setti 13 vann.
Þetta kvöld var því tvísannað að besserwiss er banvænt!
|