þriðjudagur, maí 15, 2007
Sólin er komin
Ég brá mér í löngu tímabæra klippingu í morgun og er nú mikið léttara yfir mér. Morgunninn var sólríkur og fólk alls staðar á ferli. Í staðinn fyrir að fara beint heim að skrifa og láta mér leiðast ákvað ég að fá mér kaffi og möffin fyrir pí (3.14) pund og setjast með það í sólina. Félagsskapurinn var feitir verkamenn að grafa upp Castle Terrace, edinborgskir "athafnamenn" úr sóðabúllunum handan við hornið og ferðamenn. Ég leiðbeindi miðaldra hollensku pari upp að kastalanum og sat annars bara og naut frelsisins.
Nú er ég svo komin heim að nýju og er til í leiðindin. Jesús Pétur hvað við Bea getum talað hvor aðra niður úr öllu þessa dagana. Báðar að skrifa og báðar sammála um að þessum leiðindum fylgi líkamlegur sársauki. Úff.
Annars virðist ég vera farin að höndla það betur að fara á mannamót. Fyrir nokkrum vikum var ég orðin svo kolklikkuð í hausnum af einveru og skriftum að ég mátti varla hitta fleiri en einn í einu, hvað þá ef eins og einn bjór fékk að fjúka samtímis, án þess að missa mig alveg í einhverri ofvirkni. Á föstudaginn fór ég á pöbb með 25 manns úr Little France að fagna PhD vörn Kirstyar og ég hegðaði mér bara eins og dama allt kvöldið, sat á spjalli við Mick sem er tvífari Richards Ashcroft og er stórskemmtilegur. Hann sagði mér meðal annars frá Speedy vini sínum sem tók allt í einu upp á því að stinga af frá konu og barni og öllu öðru í lífi sínu í nokkrar vikur með það að augnamiði að missa sjálfsvirðinguna, því það væri svo dæmalaust mikið frelsi í því fólgið. Þarf ekki að taka fram að Speedy er nú einhleypur. Annars sagðist Mick aðeins hafa þekkt tvær tilfinningar áður en hann sjálfur varð faðir: Angry and pissed off. Ég spurði hann því í sakleysi mínu hvernig honum hefði tekist að verða faðir með þessar tilfinningar að vopni (já, ég er söm við mig). Í þetta sinn var svarið ekki "um dag", heldur gat hann í raun ekki svarað þessu. Þess má geta að hann reykir maríjúana daglega og hefur því kannski ruglað í sér tilfinningabarómeternum. Þegar við vorum búin að spjalla nóg hélt ég heim og var komin í bólið undir ellefu. Geri aðrir betur!
Þar til næst.
C
|
Ég brá mér í löngu tímabæra klippingu í morgun og er nú mikið léttara yfir mér. Morgunninn var sólríkur og fólk alls staðar á ferli. Í staðinn fyrir að fara beint heim að skrifa og láta mér leiðast ákvað ég að fá mér kaffi og möffin fyrir pí (3.14) pund og setjast með það í sólina. Félagsskapurinn var feitir verkamenn að grafa upp Castle Terrace, edinborgskir "athafnamenn" úr sóðabúllunum handan við hornið og ferðamenn. Ég leiðbeindi miðaldra hollensku pari upp að kastalanum og sat annars bara og naut frelsisins.
Nú er ég svo komin heim að nýju og er til í leiðindin. Jesús Pétur hvað við Bea getum talað hvor aðra niður úr öllu þessa dagana. Báðar að skrifa og báðar sammála um að þessum leiðindum fylgi líkamlegur sársauki. Úff.
Annars virðist ég vera farin að höndla það betur að fara á mannamót. Fyrir nokkrum vikum var ég orðin svo kolklikkuð í hausnum af einveru og skriftum að ég mátti varla hitta fleiri en einn í einu, hvað þá ef eins og einn bjór fékk að fjúka samtímis, án þess að missa mig alveg í einhverri ofvirkni. Á föstudaginn fór ég á pöbb með 25 manns úr Little France að fagna PhD vörn Kirstyar og ég hegðaði mér bara eins og dama allt kvöldið, sat á spjalli við Mick sem er tvífari Richards Ashcroft og er stórskemmtilegur. Hann sagði mér meðal annars frá Speedy vini sínum sem tók allt í einu upp á því að stinga af frá konu og barni og öllu öðru í lífi sínu í nokkrar vikur með það að augnamiði að missa sjálfsvirðinguna, því það væri svo dæmalaust mikið frelsi í því fólgið. Þarf ekki að taka fram að Speedy er nú einhleypur. Annars sagðist Mick aðeins hafa þekkt tvær tilfinningar áður en hann sjálfur varð faðir: Angry and pissed off. Ég spurði hann því í sakleysi mínu hvernig honum hefði tekist að verða faðir með þessar tilfinningar að vopni (já, ég er söm við mig). Í þetta sinn var svarið ekki "um dag", heldur gat hann í raun ekki svarað þessu. Þess má geta að hann reykir maríjúana daglega og hefur því kannski ruglað í sér tilfinningabarómeternum. Þegar við vorum búin að spjalla nóg hélt ég heim og var komin í bólið undir ellefu. Geri aðrir betur!
Þar til næst.
C
|