mánudagur, maí 07, 2007
Líkamspartar ofurhetju
Ég sá Köngulóarmanninn númer þrjú á laugardaginn. Það var svo fullt í bíó að við félagarnir þurftum að sitja á öðrum bekk. Síðast þegar það kom fyrir mig var þegar ég fór í strætó in the 90's með Hafdísi og Ásu að sjá Lífvörðinn í Bíóhöllinni í Mjódd. Skemmtum við okkur konunglega á fyrsta bekk yfir því hvað vartan á Kevin Costner var stór. Hún var svo stór að hún skyggði á allt annað þetta kvöld. Á laugardaginn var svipað uppi á teningnum. Undirhakan á Tobey Maguire var svo stór að það komst ekkert annað að. Í atriðum þar sem hann var við það að bresta í grát (þau voru tvö eða þrjú) belgdist undirhakan út eins og á slímugri körtu og smár munnurinn herptist saman uppi undir nefi. Þetta var fasínerandi eins og við var að búast.
Það var einnig greinilegt að þjóhnöppum Maguires var ætlaður frægð og frami því nokkrum sinnum var einblínt á þá í fimm sekúndur eða svo. Stóðst ég ekki mátið að gefa frá mér ánægjuhljóð svo sem lágvær blístur og langdregin úúúúúú því rakið var að búist var við slíkum viðbrögðum þeirra sem kunnu að meta. Annars var þessi spandexbúningur ekkert sérlega flatterandi. En það er alveg á hreinu að maðurinn hefur til að bera heimsins stærstu höku. Af öðrum leikurum er það að segja að Kirsten Dunst hefur alveg einstaklega dautt augnaráð.
Í gær fór ég svo á slóðir Marks Renton, sem ég er einmitt að lesa um þessa dagana, fyrst í Trainspotting og núna í Porno. Hann bjó nefnilega á Montgomery Road, hliðargötu milli Leith Walk og Easter Road. Þessa götu er nú búið að hreinsa upp og ekki líklegt að margir heróínsjúklingar dvelji þar langdvölum í dag. Þar er meðal annars fortovskaffihúsið ágæta Renroc undir hvers regnskýli ég naut kaffibolla í hellirigningu og hagléli og ræddi heimspekileg málefni við Cynthiu. Fullkominn sunnudagur.
|
Ég sá Köngulóarmanninn númer þrjú á laugardaginn. Það var svo fullt í bíó að við félagarnir þurftum að sitja á öðrum bekk. Síðast þegar það kom fyrir mig var þegar ég fór í strætó in the 90's með Hafdísi og Ásu að sjá Lífvörðinn í Bíóhöllinni í Mjódd. Skemmtum við okkur konunglega á fyrsta bekk yfir því hvað vartan á Kevin Costner var stór. Hún var svo stór að hún skyggði á allt annað þetta kvöld. Á laugardaginn var svipað uppi á teningnum. Undirhakan á Tobey Maguire var svo stór að það komst ekkert annað að. Í atriðum þar sem hann var við það að bresta í grát (þau voru tvö eða þrjú) belgdist undirhakan út eins og á slímugri körtu og smár munnurinn herptist saman uppi undir nefi. Þetta var fasínerandi eins og við var að búast.
Það var einnig greinilegt að þjóhnöppum Maguires var ætlaður frægð og frami því nokkrum sinnum var einblínt á þá í fimm sekúndur eða svo. Stóðst ég ekki mátið að gefa frá mér ánægjuhljóð svo sem lágvær blístur og langdregin úúúúúú því rakið var að búist var við slíkum viðbrögðum þeirra sem kunnu að meta. Annars var þessi spandexbúningur ekkert sérlega flatterandi. En það er alveg á hreinu að maðurinn hefur til að bera heimsins stærstu höku. Af öðrum leikurum er það að segja að Kirsten Dunst hefur alveg einstaklega dautt augnaráð.
Í gær fór ég svo á slóðir Marks Renton, sem ég er einmitt að lesa um þessa dagana, fyrst í Trainspotting og núna í Porno. Hann bjó nefnilega á Montgomery Road, hliðargötu milli Leith Walk og Easter Road. Þessa götu er nú búið að hreinsa upp og ekki líklegt að margir heróínsjúklingar dvelji þar langdvölum í dag. Þar er meðal annars fortovskaffihúsið ágæta Renroc undir hvers regnskýli ég naut kaffibolla í hellirigningu og hagléli og ræddi heimspekileg málefni við Cynthiu. Fullkominn sunnudagur.
|