fimmtudagur, maí 17, 2007
Draumfarir
Í svefnrofunum í morgun dreymdi mig atburði þessa uppstigningadags. Ekki þá sem gerðust fyrir tæpum tvöþúsund árum heldur það að í dag er fæðingardagur Björns afa og Kristínar frænku auk þess sem hann litli frændi minn Helgason verður skírður. Mig dreymdi sem sagt að við værum í boði til þess að minnast þess að Björn afi hefði orðið fimmtugur (!) en sannleikurinn er að hann hefði orðið 103 ára í dag. Þarna voru viðstödd Ingi og Jóna og Dódó auk fleira fólks. Kristín var í felum frammi í eldhúsi því hún vildi ekki láta hampa sér. Ég hrópaði þó hátt og snjallt "TIL HAMINGJU" og varð sjálfri mér og henni til skammar. Svo kom í ljós í skírninni að frændi litli fékk nafnið sem ég hafði veðjað á, og hrópaði ég því hátt og snjallt "JESSS" og steig stríðsdans.
Draumar mínir um þessar mundir eru einstaklega áhugaverðir og viðburðaríkir og er það eflaust vegna þess að líf mitt fer mikið til fram í heilanum á mér þar sem ég sinni skriftum af miklum móð. Í síðustu viku dreymdi mig alveg rosalega táknrænan draum þar sem tölurnar 3 og 28 komu við sögu, auk taktmælis og viskís. Þetta hlýtur bara að koma verkefninu mínu eitthvað við.
Og að lokum: Ó mæ god hvað Hollyoaks þátturinn í gær endaði spennandi!
|
Í svefnrofunum í morgun dreymdi mig atburði þessa uppstigningadags. Ekki þá sem gerðust fyrir tæpum tvöþúsund árum heldur það að í dag er fæðingardagur Björns afa og Kristínar frænku auk þess sem hann litli frændi minn Helgason verður skírður. Mig dreymdi sem sagt að við værum í boði til þess að minnast þess að Björn afi hefði orðið fimmtugur (!) en sannleikurinn er að hann hefði orðið 103 ára í dag. Þarna voru viðstödd Ingi og Jóna og Dódó auk fleira fólks. Kristín var í felum frammi í eldhúsi því hún vildi ekki láta hampa sér. Ég hrópaði þó hátt og snjallt "TIL HAMINGJU" og varð sjálfri mér og henni til skammar. Svo kom í ljós í skírninni að frændi litli fékk nafnið sem ég hafði veðjað á, og hrópaði ég því hátt og snjallt "JESSS" og steig stríðsdans.
Draumar mínir um þessar mundir eru einstaklega áhugaverðir og viðburðaríkir og er það eflaust vegna þess að líf mitt fer mikið til fram í heilanum á mér þar sem ég sinni skriftum af miklum móð. Í síðustu viku dreymdi mig alveg rosalega táknrænan draum þar sem tölurnar 3 og 28 komu við sögu, auk taktmælis og viskís. Þetta hlýtur bara að koma verkefninu mínu eitthvað við.
Og að lokum: Ó mæ god hvað Hollyoaks þátturinn í gær endaði spennandi!
|