<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 08, 2007

Sitt lítið af hvoru

Ég gleymdi að segja frá því um daginn að einn nemenda minna sem var í anatómíuprófinu heitir Neil Diamond. Hann er ekki gamall, hrukkóttur folk-rocker í ljósbláum jakkafötum heldur hlédrægur og ljúfur gleraugnaglámur með monsaklippingu.

Og svo er eitt búið að vera að pirra mig: Hvernig datt þeim hjá L'oreal að láta Penelope Cruz tala í auglýsingum? "Ðeh lÆdd dötss ofah bÁðer and'a vlOOless fíníss ofah fÁndessjon". Say what?

|