<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 22, 2007

þriðjudagsfílingur

Í gærkvöldi ætlaði ég að vera sniðug og fara snemma í bólið til þess að vakna snemma í morgun. Í þessari áætlun minni hafði ég hins vegar ekki gert ráð fyrir bókinni sem ég er (leiðr: VAR) að lesa því mér tókst að lesa stanslaust til korter yfir 4 í nótt! Fuglarnir voru byrjaðir morgunsönginn og morgunroðinn var farinn að berast inn um gluggann þegar ég loks sofnaði. Annars hef ég uppgötvað skemmtileg næturhljóð sem ég yfirleitt sef mig frá. Í fyrrinótt voru um miðnætti undarleg kokhljóð úti í garði sem voru eins og más í hundi, en þetta var líklegast refurinn. Þau voru undarlega nærri og skepnan var greinilega á fleygiferð því hljóðið færðist hratt úr stað. Bjóst ég allt eins við því að fá kvikindið í fangið inn um gluggann. Ég varð samt ekkert ofsahrædd og gat alveg sofnað eftir að skepnan lét sig hverfa. Í nótt heyrði ég smá gagg í refnum en ekkert más. Það virðist vera mest að gera hjá refnum um hálfeitt-eitt og svo er það bara búið.

Og pí er núna uppáhaldstalan mín. Eins og ég sagði frá um daginn þá kostaði kaffið mitt og kaffibrauðið pund á Starbuck's í síðustu viku. Í nótt þegar ég var að lesa varð mér litið á klukkuna einhverju sinni sem ég gat slitið augun af bókinni, og þá var klukkan . Og svo er auðvitað herbergisnúmerið hans afa á Sólvangi líka . Já, ég hef svo sem aldrei fundið fyrir happatöluþörf en þessi er bara búin að ryðjast eins og óboðinn gestur inn í partíið sem líf mitt er!

|