miðvikudagur, maí 30, 2007
Nú er ég...
...komin aftur til Edinborgar í rigningu og kulda og reyni að gubba út úr mér tveimur vísindagreinum fyrir morgundaginn. Þjáist af rasssæri og vökvaskorti eftir að hafa hjólað allan hringinn í bænum en er endurnærð á sálinni eftir skemmtilega samveru við klikkaðar vinkonur mínar og kæra frænku. Og talandi um frænkur, var að sjá á einhverri bloggsíðunni að Vala frænka varð ungfrú Ísland um helgina. Vissi að hún myndi vinna. Hún er eiginlega alveg ómögulega fögur. Jájá, maður á nú ekki langt að sækja það...öhöhö
|
...komin aftur til Edinborgar í rigningu og kulda og reyni að gubba út úr mér tveimur vísindagreinum fyrir morgundaginn. Þjáist af rasssæri og vökvaskorti eftir að hafa hjólað allan hringinn í bænum en er endurnærð á sálinni eftir skemmtilega samveru við klikkaðar vinkonur mínar og kæra frænku. Og talandi um frænkur, var að sjá á einhverri bloggsíðunni að Vala frænka varð ungfrú Ísland um helgina. Vissi að hún myndi vinna. Hún er eiginlega alveg ómögulega fögur. Jájá, maður á nú ekki langt að sækja það...öhöhö
|