mánudagur, maí 30, 2005
Önnum kafin í Erilborg
Þvílíkur unaður að hafa nóg að gera. Ég er búin að vera á þönum í dýralæknaátfittinu í allan dag, skannandi merar og takandi lífsýni. Svona á þetta að vera!
Sá ris og niðurlag kvikmyndarinnar Junior með Schwarzenegger (eða Governator eins og hann er kallaður hér) um helgina og er yfir mig hneyksluð á skorti vísindalegra vinnubragða. Eins og karlmaður geti borið barn í kviðarholi aðeins að því uppfylltu að hormónin séu í réttu hlutfalli! Hvar átti til dæmis legkakan að vera og hvað með garnirnar í Arnie? Og af hverju fékk Arnie hríðir-hann hefur ekkert leg hvað þá legvöðva og oxytocin móttakara. Isspiss og hrmpfh!
Annars fannst mér hlægilegt að einhver íslenskur blaðamaður hafi grillað Richard Curtis yfir ýmsum smáatriðum sem misfórust í nýrri bíómynd sem á að gerast á Íslandi. Mér finnst það nú lítil villa að láta Reykjavíkurflugvöll vera alþjóðaflugvöll í myndinni-nema þetta eigi að vera sagnfræðileg heimildamynd. Mér þykir þetta fjaðrafok út af engu. Hvað til dæmis með það að Hringvegurinn austur af Hellu var látinn gegna hlutverki amerísks þjóðvegar í A little trip to Heaven?
|
Þvílíkur unaður að hafa nóg að gera. Ég er búin að vera á þönum í dýralæknaátfittinu í allan dag, skannandi merar og takandi lífsýni. Svona á þetta að vera!
Sá ris og niðurlag kvikmyndarinnar Junior með Schwarzenegger (eða Governator eins og hann er kallaður hér) um helgina og er yfir mig hneyksluð á skorti vísindalegra vinnubragða. Eins og karlmaður geti borið barn í kviðarholi aðeins að því uppfylltu að hormónin séu í réttu hlutfalli! Hvar átti til dæmis legkakan að vera og hvað með garnirnar í Arnie? Og af hverju fékk Arnie hríðir-hann hefur ekkert leg hvað þá legvöðva og oxytocin móttakara. Isspiss og hrmpfh!
Annars fannst mér hlægilegt að einhver íslenskur blaðamaður hafi grillað Richard Curtis yfir ýmsum smáatriðum sem misfórust í nýrri bíómynd sem á að gerast á Íslandi. Mér finnst það nú lítil villa að láta Reykjavíkurflugvöll vera alþjóðaflugvöll í myndinni-nema þetta eigi að vera sagnfræðileg heimildamynd. Mér þykir þetta fjaðrafok út af engu. Hvað til dæmis með það að Hringvegurinn austur af Hellu var látinn gegna hlutverki amerísks þjóðvegar í A little trip to Heaven?
|
föstudagur, maí 27, 2005
Hey, gleymdi að segja frá bréfi sem ég las frá Skota sem er að læra íslensku, alveg stórkostlegt hvað hann var með margt á hreinu. Sumt var samt svolítið vafasamt, en samt svo fallegt. Til dæmis setningin: "Þess vegna varð ég nemandi úr fjarska við Verkmenntaskólanum á Akureyri". Klaufalega smúkt.
|
|
Sýklahræðsla og fleira
Hér á bæ hefur verið mikið annríki...andlegt frekar en efnislegt. En nú er ég komin með fimm merar í rannsóknarhópinn minn, vantar bara eina sem er að ljúka öðrum "prior arrangements". Þessar merar hafa verið hér á dýralæknaskólanum mánuðum saman en engum datt í hug að nota þær í tilraunina mína fyrr en nú. Jibbíjei segi ég bara og byrja strax um helgina að skanna þær.
Ekki seinna vænna að byrja á þessu þar sem ég skrepp í forlænget weekend til dejlige Danmark eftir sex daga.
Af landsmálum hér er það helst að frétta að það er allt að verða vitlaust út af svokölluðum "yobism" sem er vaxandi andfélagsleg hegðun meðal breskra borgara. Ekki bara unglinga, heldur fólks á öllum aldri sem hefur ekkert betra að gera en að angra meðborgarana og ber enga virðingu hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum. Fjölmiðlar gera líka sitt til að blása þetta upp, segja frá því hvernig fólk gerir at í slökkviliðinu, kallar það að brennandi yfirgefnu húsi en hefur fjarlægt gólffjalir svo slökkviliðsmennirnir hrynja í gegn. Þetta er auðvitað ekki eðlileg hegðun en mig grunar nú að fjölmiðlar velji feitustu bitana, drekki þeim í sósu og mati almenning á herlegheitunum.
Þetta sást svart á hvítu þegar var sagt frá ungum hermanni sem lést af því að "killer bug" eða "superbug" komst í rispu á fæti og leiddi hann til dauða. Þarna er um að ræða bakteríu sem framleiðir eitur sem svo kemst inn í blóðrásina. Hins vegar var fréttaflutningur slíkur að það var talað um stökkbreyttan drápsvírus og allir ættu að vera á verði. Vísindamenn reyndu hvað þeir gátu að leiðrétta, þetta væri baktería, ekki vírus og allir hefðu þessa bakteríu í líkamanum. Fréttamaðurinn lét ekki segjast og hamraði á því hvað þetta væri nú hræðilegt.
Bretar eru nefnilega svo hræddir við "the superbug" MRSA (methicillin resistant Staph. aureus) sem er mjög algeng spítalasýking og fólk sem sýkist á sjúkrahúsi kemur hálfu verra út aftur, gjarnan lamað öðru eða báðum megin o.s.frv. En Staph. aureus er eðlilegur "íbúi" líkamans svo hún veldur ekki usla nema maður sé veikur fyrir eða ef hún er ónæm fyrir fúkkalyfjum eins og MRSA, en eiturbakterían sem drap hermanninn er gjarnan næm fyrir fúkkalyfjum. Og auðvitað á maður að fara til læknis ef maður fær blóðeitrun, sem er mjög greinilegt því sogæðakerfið verður svo sjálflýsandi rautt að maður sér það í gegnum húðina. Ég tala af reynslu, minnug rauðsýkinnar góðu sem ég náði mér í í fiðurfénaðarprófinu fyrir jólin 2002. Já börnin góð, þetta var smá gjugg inn í undraveröld sýklanna!
|
Hér á bæ hefur verið mikið annríki...andlegt frekar en efnislegt. En nú er ég komin með fimm merar í rannsóknarhópinn minn, vantar bara eina sem er að ljúka öðrum "prior arrangements". Þessar merar hafa verið hér á dýralæknaskólanum mánuðum saman en engum datt í hug að nota þær í tilraunina mína fyrr en nú. Jibbíjei segi ég bara og byrja strax um helgina að skanna þær.
Ekki seinna vænna að byrja á þessu þar sem ég skrepp í forlænget weekend til dejlige Danmark eftir sex daga.
Af landsmálum hér er það helst að frétta að það er allt að verða vitlaust út af svokölluðum "yobism" sem er vaxandi andfélagsleg hegðun meðal breskra borgara. Ekki bara unglinga, heldur fólks á öllum aldri sem hefur ekkert betra að gera en að angra meðborgarana og ber enga virðingu hvorki fyrir sjálfum sér né öðrum. Fjölmiðlar gera líka sitt til að blása þetta upp, segja frá því hvernig fólk gerir at í slökkviliðinu, kallar það að brennandi yfirgefnu húsi en hefur fjarlægt gólffjalir svo slökkviliðsmennirnir hrynja í gegn. Þetta er auðvitað ekki eðlileg hegðun en mig grunar nú að fjölmiðlar velji feitustu bitana, drekki þeim í sósu og mati almenning á herlegheitunum.
Þetta sást svart á hvítu þegar var sagt frá ungum hermanni sem lést af því að "killer bug" eða "superbug" komst í rispu á fæti og leiddi hann til dauða. Þarna er um að ræða bakteríu sem framleiðir eitur sem svo kemst inn í blóðrásina. Hins vegar var fréttaflutningur slíkur að það var talað um stökkbreyttan drápsvírus og allir ættu að vera á verði. Vísindamenn reyndu hvað þeir gátu að leiðrétta, þetta væri baktería, ekki vírus og allir hefðu þessa bakteríu í líkamanum. Fréttamaðurinn lét ekki segjast og hamraði á því hvað þetta væri nú hræðilegt.
Bretar eru nefnilega svo hræddir við "the superbug" MRSA (methicillin resistant Staph. aureus) sem er mjög algeng spítalasýking og fólk sem sýkist á sjúkrahúsi kemur hálfu verra út aftur, gjarnan lamað öðru eða báðum megin o.s.frv. En Staph. aureus er eðlilegur "íbúi" líkamans svo hún veldur ekki usla nema maður sé veikur fyrir eða ef hún er ónæm fyrir fúkkalyfjum eins og MRSA, en eiturbakterían sem drap hermanninn er gjarnan næm fyrir fúkkalyfjum. Og auðvitað á maður að fara til læknis ef maður fær blóðeitrun, sem er mjög greinilegt því sogæðakerfið verður svo sjálflýsandi rautt að maður sér það í gegnum húðina. Ég tala af reynslu, minnug rauðsýkinnar góðu sem ég náði mér í í fiðurfénaðarprófinu fyrir jólin 2002. Já börnin góð, þetta var smá gjugg inn í undraveröld sýklanna!
|
föstudagur, maí 20, 2005
Danska orð dagsins (sem er ekki reglulegur dálkur á þessari síðu) er ståpels, sem er slanguryrði yfir gæsahúð. Opinberlega heitir þetta gåsehud en annað slanguryrði er myrepatter. Mér finnst ståpels langbest. Það má einnig benda á orðið stådreng sem nær einmitt yfir annað líffærafræðilegt fyrirbæri.
Vá, þetta urðu mörg orð dagsins en þau eru sem betur fer öll afar nytsamleg.
|
Vá, þetta urðu mörg orð dagsins en þau eru sem betur fer öll afar nytsamleg.
|
fimmtudagur, maí 19, 2005
Kallið mig bara Joð
Mamma hringdi í mig í gær frá Karpatafjöllum eða Tatarafjöllum eða hvað sem þetta nú heitir annars, í algjöru flisskasti. Þau foreldrar mínir hafa sem sagt verið gerð að heiðursgestum á sovésku steinsteypuheilsuhóteli í boði Slóvakans Oto Halas. Mamma sagði að þeim liði eins og persónum í Dalalífi, en stemningin virtist af lýsingunum vera ansi spúkí. Það voru ofvirkt íþróttafrík og stór babúska sem tóku á móti þeim og stóðu yfir þeim í risastórum matsal á meðan þau borðuðu kvöldmatinn. Þau voru sett á heiðursgestaborðið og sitja þar ein á meðan aðrir gestir sitja annars staðar í salnum. Það sem heilsulindin hefur upp í erminni við hverjum kvilla er lega í 32 gráðu heitu ölkelduvatni. Ef það er ekki nóg er hirðlæknirinn boðinn og búinn allan sólarhringinn. Mamma ætlaði að hætta sér í nudd í dag, vona að hún lifi það af. Sé fyrir mér nudd"konuna" í Zoolander....
...svo ætluðu þau að "flýja" yfir til Póllands í dagstúr. Vona að þau taki myndir á sínum ferðum.
|
Mamma hringdi í mig í gær frá Karpatafjöllum eða Tatarafjöllum eða hvað sem þetta nú heitir annars, í algjöru flisskasti. Þau foreldrar mínir hafa sem sagt verið gerð að heiðursgestum á sovésku steinsteypuheilsuhóteli í boði Slóvakans Oto Halas. Mamma sagði að þeim liði eins og persónum í Dalalífi, en stemningin virtist af lýsingunum vera ansi spúkí. Það voru ofvirkt íþróttafrík og stór babúska sem tóku á móti þeim og stóðu yfir þeim í risastórum matsal á meðan þau borðuðu kvöldmatinn. Þau voru sett á heiðursgestaborðið og sitja þar ein á meðan aðrir gestir sitja annars staðar í salnum. Það sem heilsulindin hefur upp í erminni við hverjum kvilla er lega í 32 gráðu heitu ölkelduvatni. Ef það er ekki nóg er hirðlæknirinn boðinn og búinn allan sólarhringinn. Mamma ætlaði að hætta sér í nudd í dag, vona að hún lifi það af. Sé fyrir mér nudd"konuna" í Zoolander....
...svo ætluðu þau að "flýja" yfir til Póllands í dagstúr. Vona að þau taki myndir á sínum ferðum.
|
Tungumálaörðugleikar
Haha, ég var að glósa upp úr enskri grein um legbólgu í merum áðan, ætlunin var að glósa á ensku en þegar ég stoppaði til að lesa það sem ég var búin að skrifa var helmingurinn á dönsku!!
Ég er einmitt búin að vera að pirra mig á því undanfarið að þegar ég hitti fólk í fyrsta skipti hérna úti er alltaf spurt hvaðan ég sé, því hreimurinn sé ekki breskur. Í Danmörku var ég spurð frá hvaða bæ á Fjóni ég væri. Ég sem ber sum orð fram með þessari líka fínu Edinborgsku...ætti ég ekki bara að fara að tala eins og Björk og þá þarf fólk ekki að spyrja? Hrmpfh!
|
Haha, ég var að glósa upp úr enskri grein um legbólgu í merum áðan, ætlunin var að glósa á ensku en þegar ég stoppaði til að lesa það sem ég var búin að skrifa var helmingurinn á dönsku!!
Ég er einmitt búin að vera að pirra mig á því undanfarið að þegar ég hitti fólk í fyrsta skipti hérna úti er alltaf spurt hvaðan ég sé, því hreimurinn sé ekki breskur. Í Danmörku var ég spurð frá hvaða bæ á Fjóni ég væri. Ég sem ber sum orð fram með þessari líka fínu Edinborgsku...ætti ég ekki bara að fara að tala eins og Björk og þá þarf fólk ekki að spyrja? Hrmpfh!
|
þriðjudagur, maí 17, 2005
Ljúfsár fortíðarþrá?
Hvers vegna voru sumir siðir og venjur fullorðna fólksins óþolandi þegar maður var barn en verða allt í einu eftirsóknarverðir þegar maður verður stór? Til dæmis sá siður að láta renna á milli súrmjólkurferna til þess að nýta hvern dreitil. Þetta gerði ég af skyldurækni sem barn og þoldi ekki þegar þær tóku upp á því að detta og súrmjólkursletturnar gengu upp um alla veggi. Núna er mamma hætt þessu en ég stóð mig að þessu með sápudunka í gær. Sápan var auðvitað komin út um allt. Geri ég þetta meðan ég er ung og hætti því svo? Svona svipað og að halda aftur með kók- og tækjakaup fram eftir öllum aldri þangað til ég dett í neysluflipp fimmtug, afkomendum mínum til hneykslunar? Já, kynslóðirnar eru kannski ekki svo ólíkar eftir allt saman, bara "forskudt over tid".
Það var hringt í mig frá Indlandi í gær. Nánar tiltekið "þjónustu"veri sem flutt hefur verið til Indlands til að spara launakostnað. Fyrir vikið skildi ég varla orð af því sem konan sagði og hún eflaust ekki mig. Hún hringdi fyrir hönd fyrirtækisins Telediscount sem ég hef nú í eitt og hálft ár notað til þess að hringja ódýrt milli landa. Þessi lúxus hefur hingað til verið mér að kostnaðarlausu en það hlaut að koma að því að þeir leituðu mig uppi. Erindið var að bjóða mér að hringja ennþá ódýrara í gegnum símanúmer sem þessi kona gæti látið mig fá í skiptum fyrir heimilisfang mitt og ýmsar persónuupplýsingar. Þegar ég þvertók fyrir að láta þessar upplýsingar uppi sagði hún bara: "You want this number, yes!" og hélt áfram að biðja mig um upplýsingarnar. Það var ekki fyrr en ég skýrt og skorinort sagði "No, I do not want this" með mínum besta kalkúttahreim að hún skildi og lagði á. Nú veit ég ekki hvort ég hef misst réttinn til að hringja ódýrt milli landa, en það verður bara að hafa það!
|
Hvers vegna voru sumir siðir og venjur fullorðna fólksins óþolandi þegar maður var barn en verða allt í einu eftirsóknarverðir þegar maður verður stór? Til dæmis sá siður að láta renna á milli súrmjólkurferna til þess að nýta hvern dreitil. Þetta gerði ég af skyldurækni sem barn og þoldi ekki þegar þær tóku upp á því að detta og súrmjólkursletturnar gengu upp um alla veggi. Núna er mamma hætt þessu en ég stóð mig að þessu með sápudunka í gær. Sápan var auðvitað komin út um allt. Geri ég þetta meðan ég er ung og hætti því svo? Svona svipað og að halda aftur með kók- og tækjakaup fram eftir öllum aldri þangað til ég dett í neysluflipp fimmtug, afkomendum mínum til hneykslunar? Já, kynslóðirnar eru kannski ekki svo ólíkar eftir allt saman, bara "forskudt over tid".
Það var hringt í mig frá Indlandi í gær. Nánar tiltekið "þjónustu"veri sem flutt hefur verið til Indlands til að spara launakostnað. Fyrir vikið skildi ég varla orð af því sem konan sagði og hún eflaust ekki mig. Hún hringdi fyrir hönd fyrirtækisins Telediscount sem ég hef nú í eitt og hálft ár notað til þess að hringja ódýrt milli landa. Þessi lúxus hefur hingað til verið mér að kostnaðarlausu en það hlaut að koma að því að þeir leituðu mig uppi. Erindið var að bjóða mér að hringja ennþá ódýrara í gegnum símanúmer sem þessi kona gæti látið mig fá í skiptum fyrir heimilisfang mitt og ýmsar persónuupplýsingar. Þegar ég þvertók fyrir að láta þessar upplýsingar uppi sagði hún bara: "You want this number, yes!" og hélt áfram að biðja mig um upplýsingarnar. Það var ekki fyrr en ég skýrt og skorinort sagði "No, I do not want this" með mínum besta kalkúttahreim að hún skildi og lagði á. Nú veit ég ekki hvort ég hef misst réttinn til að hringja ódýrt milli landa, en það verður bara að hafa það!
|
mánudagur, maí 16, 2005
Mér sýnist á fréttum mbl.is í dag að fólk hafi víða verið ofurölvi og í slagsmálahug um hvítasunnuhelgina. Kannski hafa Íslendingar ekkert gott af helgidögum og fríunum í kringum þá, þetta endar gjarnan með ósköpum. Hér í Edinborg hefur ekkert verið minnst á hvítasunnu og almennur vinnudagur í dag. Enda haga sér allir prýðilega og ekki veit ég af hafnaboltakylfubarsmíðum eða hnífstungum enn sem komið er.
Ég var í garðinum mínum í gær og hleypti hugsunum á skeið. Lullaði í huganum um lífið og tilveruna eins og mér hættir til þegar ég reyti arfa og drep snigla. Hefði ég verið uppi á miðöldum hefði ég líklega búið litlu búi og sinnt dýralækningum eins og hægt var á þeim tíma út frá minni sannfæringu og eðlisávísun, hefði ekkert lært á bók. Þegar ég var svona tólf ára greindi ég varptregðu í Evu, páfagauknum mínum og áætlaði hvenær tíkin hans Grímsa á Dysjum myndi gjóta. Þetta gerði ég nú bara svona út frá tilfinningunni. Ég er hrædd um að nú sé ég orðin of lærð í þessu fagi. Ekki það að ég kunni og viti svona rosalega mikið, heldur er ég hætt að stóla á eðlisávísunina, vil alltaf fletta upp í bók, jafnvel til að glöggva mig á hvað sé eðlilegt. Þetta þykir mér miður. Ég vona bara að með aukinni reynslu leyfi ég eðlisávísuninni aftur að njóta sín.
|
Ég var í garðinum mínum í gær og hleypti hugsunum á skeið. Lullaði í huganum um lífið og tilveruna eins og mér hættir til þegar ég reyti arfa og drep snigla. Hefði ég verið uppi á miðöldum hefði ég líklega búið litlu búi og sinnt dýralækningum eins og hægt var á þeim tíma út frá minni sannfæringu og eðlisávísun, hefði ekkert lært á bók. Þegar ég var svona tólf ára greindi ég varptregðu í Evu, páfagauknum mínum og áætlaði hvenær tíkin hans Grímsa á Dysjum myndi gjóta. Þetta gerði ég nú bara svona út frá tilfinningunni. Ég er hrædd um að nú sé ég orðin of lærð í þessu fagi. Ekki það að ég kunni og viti svona rosalega mikið, heldur er ég hætt að stóla á eðlisávísunina, vil alltaf fletta upp í bók, jafnvel til að glöggva mig á hvað sé eðlilegt. Þetta þykir mér miður. Ég vona bara að með aukinni reynslu leyfi ég eðlisávísuninni aftur að njóta sín.
|
mánudagur, maí 09, 2005
Eirðarleysi og tilgangsleysi
Ég vildi að ég væri í prófum. Að ég hefði fyrir augunum próftöflu, ákveðið verkefni sem unnið skyldi á þremur vikum. Þegar verkefnið væri unnið hefði ég ástæðu til að gleðjast og fyndist ég eiga skilið að fagna.
Ég skil ekki hvernig blakfólk kemst heilt í gegnum hvern leikinn á fætur öðrum án þess að vera í síðerma hnausþykkum búningum. Spilaði blak á laugardagskvöldið úti í garði og framhandleggirnir á mér eru enn bólgnir og undirlagðir brúnum og bláum doppum. Þeir eru aukinheldur helaumir. En gaman var það.
|
Ég vildi að ég væri í prófum. Að ég hefði fyrir augunum próftöflu, ákveðið verkefni sem unnið skyldi á þremur vikum. Þegar verkefnið væri unnið hefði ég ástæðu til að gleðjast og fyndist ég eiga skilið að fagna.
Ég skil ekki hvernig blakfólk kemst heilt í gegnum hvern leikinn á fætur öðrum án þess að vera í síðerma hnausþykkum búningum. Spilaði blak á laugardagskvöldið úti í garði og framhandleggirnir á mér eru enn bólgnir og undirlagðir brúnum og bláum doppum. Þeir eru aukinheldur helaumir. En gaman var það.
|
fimmtudagur, maí 05, 2005
Raunir námsmannsins
Verkefnið er ekki enn farið að ganga og ég er ekkert minna ringluð en áður. En ég er æðrulaus og læt þetta ekki stressa mig. Þarf að skanna eitt stykki meri á miðnætti fyrir reprodýralækninn en það er hluti í skipulagningu tilraunarinnar. Sko, ef ég er voða dugleg að leysa hann af og hjálpa honum þá á ég sko hönk upp í bakið á honum og hann þarf að hjálpa mér með tilraunina sem ég veit ekkert hvernig ég á að framkvæma.
Var vakin klukkan hálfsjö í morgun við það að íkorni endasentist fram og aftur yfir höfðinu á mér. Hvernig hann komst upp á þak eða hvaða erindi hann taldi sig eiga er mér hulin ráðgáta. Ég var bara fegin að hann hrundi ekki í gegnum opinn þakgluggann beint ofan í baðkarið. Þetta eru nefnilega skaðræðisskepnur með skarpar klær og stórhættulegt bit og ekki ljúft að fá þá uppí í morgunsárið.
|
Verkefnið er ekki enn farið að ganga og ég er ekkert minna ringluð en áður. En ég er æðrulaus og læt þetta ekki stressa mig. Þarf að skanna eitt stykki meri á miðnætti fyrir reprodýralækninn en það er hluti í skipulagningu tilraunarinnar. Sko, ef ég er voða dugleg að leysa hann af og hjálpa honum þá á ég sko hönk upp í bakið á honum og hann þarf að hjálpa mér með tilraunina sem ég veit ekkert hvernig ég á að framkvæma.
Var vakin klukkan hálfsjö í morgun við það að íkorni endasentist fram og aftur yfir höfðinu á mér. Hvernig hann komst upp á þak eða hvaða erindi hann taldi sig eiga er mér hulin ráðgáta. Ég var bara fegin að hann hrundi ekki í gegnum opinn þakgluggann beint ofan í baðkarið. Þetta eru nefnilega skaðræðisskepnur með skarpar klær og stórhættulegt bit og ekki ljúft að fá þá uppí í morgunsárið.
|
þriðjudagur, maí 03, 2005
Heljarhelgi
Ég hló og ég grét, engdist sundur og saman af streitu, var svartsýn og bjartsýn, allt á víxl nú um helgina. Ofurdýralæknirinn Systa var í heimsókn og við vorum að reyna að fá botn í þetta verkefni mitt, sýnasöfnun og slíkt. Ég er nefnilega búin að sitja föst í aðgerðaleysi síðustu mánuði og verkefnið þokast ekkert áfram. Leiðbeinandinn minn hefur aldrei tíma fyrir mig og ég er of ringluð til að skipuleggja þetta allt sjálf. Við Systa lögðum því á ráðin um tilraun á Íslandi í staðinn fyrir þessa sem átti að fara hér fram. Þá þurfti ég allt í einu að fara að breyta öllum mínum áætlunum og sá miklum ofsjónum yfir því. Þegar á hólminn var komið var Elaine stálkvendi þó ekki á því að missa tilraunina til Íslands og ætlar að skamma allt fólkið sem hefur svikið mig í þessu máli svo að það fari nú að hjálpa mér. Ég mun sem sagt verða vinsælasta barnið í sandkassanum og allir munu berjast um að fá að hjálpa mér....hmmm...
Svo að í augnablikinu lítur út fyrir að ég þurfi ekki að kúvenda. Hins vegar þarf ég að vera duglegri að kvarta í Elaine-eins og það er nú leiðinlegt-ef eitthvað gengur illa.
Það eina sem ég get einsett mér er í raun að smæla framan í heiminn og sjá hvað setur. Úff.
|
Ég hló og ég grét, engdist sundur og saman af streitu, var svartsýn og bjartsýn, allt á víxl nú um helgina. Ofurdýralæknirinn Systa var í heimsókn og við vorum að reyna að fá botn í þetta verkefni mitt, sýnasöfnun og slíkt. Ég er nefnilega búin að sitja föst í aðgerðaleysi síðustu mánuði og verkefnið þokast ekkert áfram. Leiðbeinandinn minn hefur aldrei tíma fyrir mig og ég er of ringluð til að skipuleggja þetta allt sjálf. Við Systa lögðum því á ráðin um tilraun á Íslandi í staðinn fyrir þessa sem átti að fara hér fram. Þá þurfti ég allt í einu að fara að breyta öllum mínum áætlunum og sá miklum ofsjónum yfir því. Þegar á hólminn var komið var Elaine stálkvendi þó ekki á því að missa tilraunina til Íslands og ætlar að skamma allt fólkið sem hefur svikið mig í þessu máli svo að það fari nú að hjálpa mér. Ég mun sem sagt verða vinsælasta barnið í sandkassanum og allir munu berjast um að fá að hjálpa mér....hmmm...
Svo að í augnablikinu lítur út fyrir að ég þurfi ekki að kúvenda. Hins vegar þarf ég að vera duglegri að kvarta í Elaine-eins og það er nú leiðinlegt-ef eitthvað gengur illa.
Það eina sem ég get einsett mér er í raun að smæla framan í heiminn og sjá hvað setur. Úff.
|