<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 19, 2005

Kallið mig bara Joð

Mamma hringdi í mig í gær frá Karpatafjöllum eða Tatarafjöllum eða hvað sem þetta nú heitir annars, í algjöru flisskasti. Þau foreldrar mínir hafa sem sagt verið gerð að heiðursgestum á sovésku steinsteypuheilsuhóteli í boði Slóvakans Oto Halas. Mamma sagði að þeim liði eins og persónum í Dalalífi, en stemningin virtist af lýsingunum vera ansi spúkí. Það voru ofvirkt íþróttafrík og stór babúska sem tóku á móti þeim og stóðu yfir þeim í risastórum matsal á meðan þau borðuðu kvöldmatinn. Þau voru sett á heiðursgestaborðið og sitja þar ein á meðan aðrir gestir sitja annars staðar í salnum. Það sem heilsulindin hefur upp í erminni við hverjum kvilla er lega í 32 gráðu heitu ölkelduvatni. Ef það er ekki nóg er hirðlæknirinn boðinn og búinn allan sólarhringinn. Mamma ætlaði að hætta sér í nudd í dag, vona að hún lifi það af. Sé fyrir mér nudd"konuna" í Zoolander....
...svo ætluðu þau að "flýja" yfir til Póllands í dagstúr. Vona að þau taki myndir á sínum ferðum.

|