<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 05, 2005

Raunir námsmannsins

Verkefnið er ekki enn farið að ganga og ég er ekkert minna ringluð en áður. En ég er æðrulaus og læt þetta ekki stressa mig. Þarf að skanna eitt stykki meri á miðnætti fyrir reprodýralækninn en það er hluti í skipulagningu tilraunarinnar. Sko, ef ég er voða dugleg að leysa hann af og hjálpa honum þá á ég sko hönk upp í bakið á honum og hann þarf að hjálpa mér með tilraunina sem ég veit ekkert hvernig ég á að framkvæma.

Var vakin klukkan hálfsjö í morgun við það að íkorni endasentist fram og aftur yfir höfðinu á mér. Hvernig hann komst upp á þak eða hvaða erindi hann taldi sig eiga er mér hulin ráðgáta. Ég var bara fegin að hann hrundi ekki í gegnum opinn þakgluggann beint ofan í baðkarið. Þetta eru nefnilega skaðræðisskepnur með skarpar klær og stórhættulegt bit og ekki ljúft að fá þá uppí í morgunsárið.

|