þriðjudagur, maí 03, 2005
Heljarhelgi
Ég hló og ég grét, engdist sundur og saman af streitu, var svartsýn og bjartsýn, allt á víxl nú um helgina. Ofurdýralæknirinn Systa var í heimsókn og við vorum að reyna að fá botn í þetta verkefni mitt, sýnasöfnun og slíkt. Ég er nefnilega búin að sitja föst í aðgerðaleysi síðustu mánuði og verkefnið þokast ekkert áfram. Leiðbeinandinn minn hefur aldrei tíma fyrir mig og ég er of ringluð til að skipuleggja þetta allt sjálf. Við Systa lögðum því á ráðin um tilraun á Íslandi í staðinn fyrir þessa sem átti að fara hér fram. Þá þurfti ég allt í einu að fara að breyta öllum mínum áætlunum og sá miklum ofsjónum yfir því. Þegar á hólminn var komið var Elaine stálkvendi þó ekki á því að missa tilraunina til Íslands og ætlar að skamma allt fólkið sem hefur svikið mig í þessu máli svo að það fari nú að hjálpa mér. Ég mun sem sagt verða vinsælasta barnið í sandkassanum og allir munu berjast um að fá að hjálpa mér....hmmm...
Svo að í augnablikinu lítur út fyrir að ég þurfi ekki að kúvenda. Hins vegar þarf ég að vera duglegri að kvarta í Elaine-eins og það er nú leiðinlegt-ef eitthvað gengur illa.
Það eina sem ég get einsett mér er í raun að smæla framan í heiminn og sjá hvað setur. Úff.
|
Ég hló og ég grét, engdist sundur og saman af streitu, var svartsýn og bjartsýn, allt á víxl nú um helgina. Ofurdýralæknirinn Systa var í heimsókn og við vorum að reyna að fá botn í þetta verkefni mitt, sýnasöfnun og slíkt. Ég er nefnilega búin að sitja föst í aðgerðaleysi síðustu mánuði og verkefnið þokast ekkert áfram. Leiðbeinandinn minn hefur aldrei tíma fyrir mig og ég er of ringluð til að skipuleggja þetta allt sjálf. Við Systa lögðum því á ráðin um tilraun á Íslandi í staðinn fyrir þessa sem átti að fara hér fram. Þá þurfti ég allt í einu að fara að breyta öllum mínum áætlunum og sá miklum ofsjónum yfir því. Þegar á hólminn var komið var Elaine stálkvendi þó ekki á því að missa tilraunina til Íslands og ætlar að skamma allt fólkið sem hefur svikið mig í þessu máli svo að það fari nú að hjálpa mér. Ég mun sem sagt verða vinsælasta barnið í sandkassanum og allir munu berjast um að fá að hjálpa mér....hmmm...
Svo að í augnablikinu lítur út fyrir að ég þurfi ekki að kúvenda. Hins vegar þarf ég að vera duglegri að kvarta í Elaine-eins og það er nú leiðinlegt-ef eitthvað gengur illa.
Það eina sem ég get einsett mér er í raun að smæla framan í heiminn og sjá hvað setur. Úff.
|