<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 30, 2005

Önnum kafin í Erilborg

Þvílíkur unaður að hafa nóg að gera. Ég er búin að vera á þönum í dýralæknaátfittinu í allan dag, skannandi merar og takandi lífsýni. Svona á þetta að vera!

Sá ris og niðurlag kvikmyndarinnar Junior með Schwarzenegger (eða Governator eins og hann er kallaður hér) um helgina og er yfir mig hneyksluð á skorti vísindalegra vinnubragða. Eins og karlmaður geti borið barn í kviðarholi aðeins að því uppfylltu að hormónin séu í réttu hlutfalli! Hvar átti til dæmis legkakan að vera og hvað með garnirnar í Arnie? Og af hverju fékk Arnie hríðir-hann hefur ekkert leg hvað þá legvöðva og oxytocin móttakara. Isspiss og hrmpfh!

Annars fannst mér hlægilegt að einhver íslenskur blaðamaður hafi grillað Richard Curtis yfir ýmsum smáatriðum sem misfórust í nýrri bíómynd sem á að gerast á Íslandi. Mér finnst það nú lítil villa að láta Reykjavíkurflugvöll vera alþjóðaflugvöll í myndinni-nema þetta eigi að vera sagnfræðileg heimildamynd. Mér þykir þetta fjaðrafok út af engu. Hvað til dæmis með það að Hringvegurinn austur af Hellu var látinn gegna hlutverki amerísks þjóðvegar í A little trip to Heaven?

|