mánudagur, maí 09, 2005
Eirðarleysi og tilgangsleysi
Ég vildi að ég væri í prófum. Að ég hefði fyrir augunum próftöflu, ákveðið verkefni sem unnið skyldi á þremur vikum. Þegar verkefnið væri unnið hefði ég ástæðu til að gleðjast og fyndist ég eiga skilið að fagna.
Ég skil ekki hvernig blakfólk kemst heilt í gegnum hvern leikinn á fætur öðrum án þess að vera í síðerma hnausþykkum búningum. Spilaði blak á laugardagskvöldið úti í garði og framhandleggirnir á mér eru enn bólgnir og undirlagðir brúnum og bláum doppum. Þeir eru aukinheldur helaumir. En gaman var það.
|
Ég vildi að ég væri í prófum. Að ég hefði fyrir augunum próftöflu, ákveðið verkefni sem unnið skyldi á þremur vikum. Þegar verkefnið væri unnið hefði ég ástæðu til að gleðjast og fyndist ég eiga skilið að fagna.
Ég skil ekki hvernig blakfólk kemst heilt í gegnum hvern leikinn á fætur öðrum án þess að vera í síðerma hnausþykkum búningum. Spilaði blak á laugardagskvöldið úti í garði og framhandleggirnir á mér eru enn bólgnir og undirlagðir brúnum og bláum doppum. Þeir eru aukinheldur helaumir. En gaman var það.
|