<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 19, 2005

Tungumálaörðugleikar

Haha, ég var að glósa upp úr enskri grein um legbólgu í merum áðan, ætlunin var að glósa á ensku en þegar ég stoppaði til að lesa það sem ég var búin að skrifa var helmingurinn á dönsku!!

Ég er einmitt búin að vera að pirra mig á því undanfarið að þegar ég hitti fólk í fyrsta skipti hérna úti er alltaf spurt hvaðan ég sé, því hreimurinn sé ekki breskur. Í Danmörku var ég spurð frá hvaða bæ á Fjóni ég væri. Ég sem ber sum orð fram með þessari líka fínu Edinborgsku...ætti ég ekki bara að fara að tala eins og Björk og þá þarf fólk ekki að spyrja? Hrmpfh!

|