fimmtudagur, október 30, 2003
Jæja, túrinn til Cambridge, nánar tiltekið Newmarket, að baki. Allir sem ég hitti í gær sögðu mér að Newmarket væri skrýtinn bær-og það er alveg satt. Ef þú hefur ekki áhuga á hestum hefurðu ekkert þangað að gera. Það eru meira að segja hrossstéttar við hliðina á venjulegu gangstéttunum og langar halarófur af hrossum og smávöxnum knöpum sjást fara yfir á gangbrautum í miðbænum. Þetta er helsta miðstöð Thoroughbred-veðhlaupahrossa í Evrópu. Hér eru margar veðhlaupabrautir og skrítið fólk á fínum bílum. Fékk bíltúr um svæðið með gamalreyndum hrossadýralækni, hann sýndi mér landareignir hrossaræktendanna í kringum bæinn. Þetta eru mest emírar, fakírar, sjeikar og aðrir ríkir Arabar. Og eins og dýralæknirinn sagði-þessi bissness er ekki til að verða ríkur, enginn heldur þetta lengi út nema fólk sem er nógu ríkt til að geta tapað helling af peningum án þess að sakna þeirra. Fékk að skoða hrossaræktarstöð Khaleids prins, sem er einn af kúnnum dýralæknisins. Þessari víðfeðmu landareign var skipt upp í deildir fyrir fylfullar merar, ungar merar, gamlar merar, stóðhesta og svo var meira að segja fæðingadeild! Og stóðhestarnir heita nöfnum eins og Rainbow Quest, Distant View, Mizzen Mast (!), Observatory og Beat Hollow. Rosalegt maður. Aðrir hrossaræktendur eru meðal annarra Emírinn frá Dubai og bræður hans. Allir gegna þeir einhverju embætti í ríkisstjórn lands síns en eru samt mest á flakki milli hrossaræktarstöðva sinna víðs vegar um heiminn. Mér var sagt að risastór höll emírsins væri í rauninni þrisvar sinnum stærri en hún sýndist, því hún væri að meiri hluta neðanjarðar...er hér kominn felustaður Mr bin Ladens?
Þess má geta að dýralæknirinn er meðeigandi annarrar af aðeins tveimur dýralæknastöðvum í nágrenninu, en þeir virðast mjög sterkir á þessum markaði, með 90 dýralækna, rannsóknarstofu sem Landspítali-Háskólasjúkrahús hefði aldrei efni á, skurðdeildir með fullkomnustu græjum og ég veit ekki hvað.
Sá liðspeglunaraðgerð í gær: Troðið var 20 cm löngum, tæplega cm breiðum stálpinna inn í hækilinn á hrossi, vatni dælt í liðinn og göt gerð á ýmsum stöðum til að vatnið kæmist nú út aftur. Svo var bara hamast með pinnann fram og aftur og liðurinn skoðaður á sjónvarpsskjá. Það var alls konar rusl og drasl sem þurfti að ryksuga burt og það var gert, meðan vatnsbunurnar stóðu í allar áttir úr löppinni á merargreyinu. Fegin er ég að hafa aldrei þurft að fara í svona aðgerð-prófaði einu sinni að láta sprauta einhverju kontrastefni í liðinn á mér fyrir röntgenmyndatöku og það var mesti sársauki sem ég hef upplifað-ja, svei!
Þess má geta að dýralæknirinn ekur um á eðal Jagúar sem segir til ef maður er alveg að fara að bakka inn í eitthvað. Hann hefur kannski kostað sem nemur ársfjárveitingu Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Og Elaine, leiðbeinandinn minn ekur á glænýjum buff-Bimma eða Benz-drossíu. Þessir hrossadýralæknar...og svo er fólk að furða sig á að ég sé í hrossarannsóknum-puh!
|
Þess má geta að dýralæknirinn er meðeigandi annarrar af aðeins tveimur dýralæknastöðvum í nágrenninu, en þeir virðast mjög sterkir á þessum markaði, með 90 dýralækna, rannsóknarstofu sem Landspítali-Háskólasjúkrahús hefði aldrei efni á, skurðdeildir með fullkomnustu græjum og ég veit ekki hvað.
Sá liðspeglunaraðgerð í gær: Troðið var 20 cm löngum, tæplega cm breiðum stálpinna inn í hækilinn á hrossi, vatni dælt í liðinn og göt gerð á ýmsum stöðum til að vatnið kæmist nú út aftur. Svo var bara hamast með pinnann fram og aftur og liðurinn skoðaður á sjónvarpsskjá. Það var alls konar rusl og drasl sem þurfti að ryksuga burt og það var gert, meðan vatnsbunurnar stóðu í allar áttir úr löppinni á merargreyinu. Fegin er ég að hafa aldrei þurft að fara í svona aðgerð-prófaði einu sinni að láta sprauta einhverju kontrastefni í liðinn á mér fyrir röntgenmyndatöku og það var mesti sársauki sem ég hef upplifað-ja, svei!
Þess má geta að dýralæknirinn ekur um á eðal Jagúar sem segir til ef maður er alveg að fara að bakka inn í eitthvað. Hann hefur kannski kostað sem nemur ársfjárveitingu Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Og Elaine, leiðbeinandinn minn ekur á glænýjum buff-Bimma eða Benz-drossíu. Þessir hrossadýralæknar...og svo er fólk að furða sig á að ég sé í hrossarannsóknum-puh!
|
þriðjudagur, október 28, 2003
Jess, sjálfstraust mitt er í topp þessa stundina. Ég er hetja vefjaskurðarins!!!! Fyrir ykkur sem eruð ekki nógu mikil nörd til að vita hvað það felur í sér, skal ég nú útlista aðferðina nánar börnin góð:
Til að geta skoðað vefjasýni í smásjá þarf að skera það örþunnt (4 míkrómetra á þykkt), henda þynnunni í volgt vatnsbað án þess að hún beyglist og veiða hana síðan upp með smásjárgleri. Ef maður er ekki í stuði er þetta óþolandi djobb, því það hjálpar náttúrulega ekkert að vera pirraður. Þangað til í dag hef ég ekkert upplifað nema tóman pirring yfir vantsbaðinu. En í dag snerist dæmið við-ég var á þvílíku róli að örþunnar sneiðarnar flugu hægri, vinstri og lögðust á smásjárglerið eins og þær hefðu aldrei gert annað. Þvílíkur unaður!
Er annars að glápa út um gluggann á skóginn sem umlykur svæðið-var að spá í að fá mér hlaupatúr, einn lítinn hring. Síðan klukkan var færð aftur um klst dimmir svo snemma hér að ég þyrfti bara jafnvel að fara að drífa mig. Var líka að hugsa um að kaupa í matinn á eftir, og það tekur alveg hálfan annan tíma. Þarf svo að vakna eldsnemma í fyrramálið, er að fara til Cambridge að hitta dýralækni sem ætlar að hjálpa mér með rannsóknir mínar. Verð sótt klukkan fimm í fyrramálið. Eins gott að ég er í góðri æfingu í að fara að sofa klukkan níu eða þaðan af fyrr.
|
Til að geta skoðað vefjasýni í smásjá þarf að skera það örþunnt (4 míkrómetra á þykkt), henda þynnunni í volgt vatnsbað án þess að hún beyglist og veiða hana síðan upp með smásjárgleri. Ef maður er ekki í stuði er þetta óþolandi djobb, því það hjálpar náttúrulega ekkert að vera pirraður. Þangað til í dag hef ég ekkert upplifað nema tóman pirring yfir vantsbaðinu. En í dag snerist dæmið við-ég var á þvílíku róli að örþunnar sneiðarnar flugu hægri, vinstri og lögðust á smásjárglerið eins og þær hefðu aldrei gert annað. Þvílíkur unaður!
Er annars að glápa út um gluggann á skóginn sem umlykur svæðið-var að spá í að fá mér hlaupatúr, einn lítinn hring. Síðan klukkan var færð aftur um klst dimmir svo snemma hér að ég þyrfti bara jafnvel að fara að drífa mig. Var líka að hugsa um að kaupa í matinn á eftir, og það tekur alveg hálfan annan tíma. Þarf svo að vakna eldsnemma í fyrramálið, er að fara til Cambridge að hitta dýralækni sem ætlar að hjálpa mér með rannsóknir mínar. Verð sótt klukkan fimm í fyrramálið. Eins gott að ég er í góðri æfingu í að fara að sofa klukkan níu eða þaðan af fyrr.
|
Dreymdi undir morgun að ég ætti tvö nýfædd börn, telpu og dreng. Hún hét Ásgerður eða eitthvað svoleiðis, hann var ekki kominn með nafn ennþá. Og ég var alltaf að gefa þeim brjóst og svona...undarlegt!
|
|
mánudagur, október 27, 2003
Fann heimskulegt anagramforrit á netinu og af því að ég er svo forvitin sló ég inn nafnið mitt til að finna öll anagrömin sem eiga við það. Þau eru 2881. Meðal annars þessi:
'Halt! Odd disco tart rot'
'Hold rat stoic, odd tart'
'Dodo hits cold rat tart'
'Hard lads doctor to tit'
'Odd loo attracts third'
'Add old ostrich to tart'
...og fleiri góð. Ætla ekki að gera neinum svo illt að láta veffangið fylgja.
Og annað skrítið: Las í Metro, hinu skoska Fréttablaði, að þjóðverjar væru búnir að finna upp nýja tegund af karaoke: Klám-karaoke. Þátttakendur standa sem sagt uppi á sviði og reyna að stynja og rymja í takt við þögla klámmynd sem sýnd er á skjá samtímis. Ojbara.
|
'Halt! Odd disco tart rot'
'Hold rat stoic, odd tart'
'Dodo hits cold rat tart'
'Hard lads doctor to tit'
'Odd loo attracts third'
'Add old ostrich to tart'
...og fleiri góð. Ætla ekki að gera neinum svo illt að láta veffangið fylgja.
Og annað skrítið: Las í Metro, hinu skoska Fréttablaði, að þjóðverjar væru búnir að finna upp nýja tegund af karaoke: Klám-karaoke. Þátttakendur standa sem sagt uppi á sviði og reyna að stynja og rymja í takt við þögla klámmynd sem sýnd er á skjá samtímis. Ojbara.
|
Átti skemmtilega helgi hjá Sólveigu frænku. Hún og sambýlingar hennar héldu "housewarming" á laugardaginn og það hafa örugglega verið hátt í 100 manns þegar mest var. Þau eru fjögur sem búa í stórri íbúð og ef allir bjóða 20 manns og margir taka vini sína með þá er pleisið fljótt að fyllast. Það voru engin læti en það var mikið drukkið og það var fullt af skrýtnu fólki sem sat og reykti hass...og mitt í hassreyknum stóð allt í einu lögreglumaður í fullum skrúða. Hann reyndist bara vera að athuga með okkur, því einhver hafði hringt í neyðarlínuna úr íbúðinni. Honum leist bara vel á okkur og sagði okkur bara að halda áfram. Hann hefur örugglega verið kvefaður því hann sagði ekki orð um hassfnykinn. En allt gott um það að segja.
Á föstudaginn fór ég, aldrei þessu vant, í kaffi hérna í mötuneytinu. Þar hitti ég prófessor Hugh Miller sem er skemmtilegur kall, prófessor í gæludýralækningum. Hann sagði dýralæknaskólann í Danmörku vera góðan skóla, sagðist hafa verið þar í þrjár vikur á námsárum sínum. Komst fljótlega að því í hverju honum fundust gæði skólans fólgin: "It were the most drunken three weeks of my life!". Hann sagði mér frá rosalegu partíi sem var haldið á kollegíinu-löggan kom og húsinu var læst svo hún kæmist ekki inn. Augu prófessors Millers lýstu af æskugleði þegar hann sagði frá þessu ævintýri sínu og hann var greinilega mjög ánægður með Danina. Verð að bjóða honum með mér á djammið 'Danish style'. En hann er alla vega mjög indæll.
Sá glæpamanninn af stoppistöðinni í morgun-hætt að kippa mér upp við hann. Hann var nú ekki að brjóta neitt af sér í þetta skipti, alla vega ekki svo ég tæki eftir því.
Og enn af bankavandræðum: Bankareikningurinn kominn í gang og á föstudaginn fékk ég bréf um að yfirfærsla á peningum frá Danmörku væri móttekin. Fór inn í bæ að redda greiðslu á leigunni (loksins) en komst þá að því að engir peningar höfðu skilað sér inn á reikninginn minn. Þegar ég sagðist hafa fengið bréf frá þeim sögðu þeir að án þess að sjá bréfið gætu þeir ekkert gert. Gátu ekki einu sinni hringt og spurst fyrir-svo ég fór sneypt heim af því að ég gat ekki aulast til að vera með bréfið með mér! Ég býst ekki við neinu sem getur kallast þjónusta í bankanum héðan af!
|
Á föstudaginn fór ég, aldrei þessu vant, í kaffi hérna í mötuneytinu. Þar hitti ég prófessor Hugh Miller sem er skemmtilegur kall, prófessor í gæludýralækningum. Hann sagði dýralæknaskólann í Danmörku vera góðan skóla, sagðist hafa verið þar í þrjár vikur á námsárum sínum. Komst fljótlega að því í hverju honum fundust gæði skólans fólgin: "It were the most drunken three weeks of my life!". Hann sagði mér frá rosalegu partíi sem var haldið á kollegíinu-löggan kom og húsinu var læst svo hún kæmist ekki inn. Augu prófessors Millers lýstu af æskugleði þegar hann sagði frá þessu ævintýri sínu og hann var greinilega mjög ánægður með Danina. Verð að bjóða honum með mér á djammið 'Danish style'. En hann er alla vega mjög indæll.
Sá glæpamanninn af stoppistöðinni í morgun-hætt að kippa mér upp við hann. Hann var nú ekki að brjóta neitt af sér í þetta skipti, alla vega ekki svo ég tæki eftir því.
Og enn af bankavandræðum: Bankareikningurinn kominn í gang og á föstudaginn fékk ég bréf um að yfirfærsla á peningum frá Danmörku væri móttekin. Fór inn í bæ að redda greiðslu á leigunni (loksins) en komst þá að því að engir peningar höfðu skilað sér inn á reikninginn minn. Þegar ég sagðist hafa fengið bréf frá þeim sögðu þeir að án þess að sjá bréfið gætu þeir ekkert gert. Gátu ekki einu sinni hringt og spurst fyrir-svo ég fór sneypt heim af því að ég gat ekki aulast til að vera með bréfið með mér! Ég býst ekki við neinu sem getur kallast þjónusta í bankanum héðan af!
|
föstudagur, október 24, 2003
Í gær sá ég annan af köllunum á strætóstoppistöðinni, og hvað var hann að gera?? Hann var að láta henda sér út úr matarbúð fyrir að reykja inni í búðinni. Ef þetta er ekki glæpamaður af verstu sort þá veit ég ekki hvað!
Fékk bréf frá bankanum í dag-komnir danskir peningar inn á reikninginn minn, yippee. Fékk hins vegar líka 'giro credit somethingorother' sem ég hélt vera tékkhefti en reyndist vera heilt hefti af innlagnarseðlum til að nota í bankanum! Ef ég finn seðlabúnt úti á götu væri ég vís með að nota það, en annars eru litlar líkur á að þetta verði notað.
|
Fékk bréf frá bankanum í dag-komnir danskir peningar inn á reikninginn minn, yippee. Fékk hins vegar líka 'giro credit somethingorother' sem ég hélt vera tékkhefti en reyndist vera heilt hefti af innlagnarseðlum til að nota í bankanum! Ef ég finn seðlabúnt úti á götu væri ég vís með að nota það, en annars eru litlar líkur á að þetta verði notað.
|
fimmtudagur, október 23, 2003
By the way, kúkabrúni liturinn á þessari síðu var alveg að fara með augun í mér, svo ég ákvað að skipta yfir í hlutlausan og þægilegan hvítan lit.
|
|
Sat á strætóstoppistöð niðri í bæ í gær og beið eftir hinum strjálförla Nr 15 sem er eini strætóinn sem fer fram hjá heimili mínu. Á meðan ég beið fóru margir nr 10, 11 og 16 og alltaf fór fólk í biðröð á eftir mér! Ég sat fjærst þeim enda sem strætó stoppar við, en alltaf stóð fólk við hliðina á mér, í stað þess að setjast á bekkinn sem var tómur hinum megin við mig. Ónei, ég skyldi fara fyrir þessari biðröð sama hvað. Ég auðvitað þráaðist við að vera neitt að færa mig, enda ekki von á mínum vagni fyrr en hálftíma og mörgum öðrum vögnum síðar. Þau um það!
Annað sem ég tók eftir er að Skotar nota hverja lausa stund til að reykja-margir strunsa um göturnar með rettuna í hendi. Á stoppistöðinni voru þegar ég kom tveir krakkar og tveir karlmenn, sem virtust öll vera að bíða saman. Stelpan var um 12-13 ára (kannski miklu eldri, þetta er allt svo visið og smátt, eitthvað) en saug sígarettu af ákafa til skiptis við strákinn sem var kannski 16-17. Karlmennirnir voru guggnir og gráir og reyktu í kapp við börnin. Svo tekur stelpan allt í einu upp á því að fara og bíða við næstu stoppistöð. Mér heyrist á samtali karlpeningsins að karlarnir þekki strákinn ekki mikið-eru að spyrja hann hvaðan hann sé og hvar hann búi núna. Svo stoppar strætó nr. 22 við hina stoppistöðina, þeir flýta sér yfir til stelpunnar, þau faðmast öll og kyssast, krakkarnir stíga um borð í nr 22 og kallarnir labba burt. Hjá mér vöknuðu spurningar:
1. Af hverju fóru þau ekki öll yfir á hina stoppistöðina fyrst enginn ætlaði í strætó á stoppistöðinni minni?
2. Af hverju föðmuðust þau og kysstust ef þau þekktust ekki?
3. Af hverju voru kallarnir þarna in the first place?
Í mínum huga er aðeins eitt svar: EITURLYFJAVIÐSKIPTI!!!
Ég gleymdi að skrifa um það þegar ég fór að skoða íbúðina sem ég flyt í eftir jól. Heim að húsinu er heimreið í skjóli trjáa og gamallar steinhleðslu. Þar sem ég geng eftirvæntingarfull eftir heimreiðinni skokkar íkorni eftir steinhleðslunni og stoppar öðru hverju og glápir. Þetta hlýtur að boða gott! Þess má geta að íkornar og Edinborg er í mínum huga tengt órjúfanlegum böndum. Þeir sem prófað hafa að sitja á bekk í Princes Street Gardens vita hvað ég á við.
Enda reyndist íbúðin vel þess virði að skoða hana og nú standa málin þannig að ég flyt inn í janúar, jibbí!
|
Annað sem ég tók eftir er að Skotar nota hverja lausa stund til að reykja-margir strunsa um göturnar með rettuna í hendi. Á stoppistöðinni voru þegar ég kom tveir krakkar og tveir karlmenn, sem virtust öll vera að bíða saman. Stelpan var um 12-13 ára (kannski miklu eldri, þetta er allt svo visið og smátt, eitthvað) en saug sígarettu af ákafa til skiptis við strákinn sem var kannski 16-17. Karlmennirnir voru guggnir og gráir og reyktu í kapp við börnin. Svo tekur stelpan allt í einu upp á því að fara og bíða við næstu stoppistöð. Mér heyrist á samtali karlpeningsins að karlarnir þekki strákinn ekki mikið-eru að spyrja hann hvaðan hann sé og hvar hann búi núna. Svo stoppar strætó nr. 22 við hina stoppistöðina, þeir flýta sér yfir til stelpunnar, þau faðmast öll og kyssast, krakkarnir stíga um borð í nr 22 og kallarnir labba burt. Hjá mér vöknuðu spurningar:
1. Af hverju fóru þau ekki öll yfir á hina stoppistöðina fyrst enginn ætlaði í strætó á stoppistöðinni minni?
2. Af hverju föðmuðust þau og kysstust ef þau þekktust ekki?
3. Af hverju voru kallarnir þarna in the first place?
Í mínum huga er aðeins eitt svar: EITURLYFJAVIÐSKIPTI!!!
Ég gleymdi að skrifa um það þegar ég fór að skoða íbúðina sem ég flyt í eftir jól. Heim að húsinu er heimreið í skjóli trjáa og gamallar steinhleðslu. Þar sem ég geng eftirvæntingarfull eftir heimreiðinni skokkar íkorni eftir steinhleðslunni og stoppar öðru hverju og glápir. Þetta hlýtur að boða gott! Þess má geta að íkornar og Edinborg er í mínum huga tengt órjúfanlegum böndum. Þeir sem prófað hafa að sitja á bekk í Princes Street Gardens vita hvað ég á við.
Enda reyndist íbúðin vel þess virði að skoða hana og nú standa málin þannig að ég flyt inn í janúar, jibbí!
|
miðvikudagur, október 22, 2003
AAARGH, ætlaði að vera voða klár að setja inn tengil hérna...gekk ekki. Alla vega er netþýðandinn á http://kristk.klaki.net/annad/babel ef einhvern vantar íslenska stafi....
|
|
Jæja, komin með íslenska stafi í tölvuna-Netþýðandinn,takk fyrir þína þjónustu
Hér var alhvít jörð þegar ég vaknaði í morgun-var að fylgjast með einhverju aumingjans hrossi áðan sem vildi ekki fara í reiðtúr í haglélinu sem dundi á því-skiljanlegt. En knapinn knái gaf sig ekki og lagði öll sín 50 kíló í tauminn og áfram dróst hrossið, nú orðið grásprengt (já, Hafdís...SPRENGT!) á tagl og fax. Þetta hestalið...
Er að verða uppiskroppa með mat í kotinu, veit ekki hvort ég legg í 5 km göngutúr í hagléli til að afla matar-eða hvort ég bara ét naanbrauð og kex í kvöld. Sjáum til.
|
Hér var alhvít jörð þegar ég vaknaði í morgun-var að fylgjast með einhverju aumingjans hrossi áðan sem vildi ekki fara í reiðtúr í haglélinu sem dundi á því-skiljanlegt. En knapinn knái gaf sig ekki og lagði öll sín 50 kíló í tauminn og áfram dróst hrossið, nú orðið grásprengt (já, Hafdís...SPRENGT!) á tagl og fax. Þetta hestalið...
Er að verða uppiskroppa með mat í kotinu, veit ekki hvort ég legg í 5 km göngutúr í hagléli til að afla matar-eða hvort ég bara ét naanbrauð og kex í kvöld. Sjáum til.
|
þriðjudagur, október 21, 2003
Alveg er þetta magnað: Var að fletta hinu virta skoska dagblaði The Herald í gær og á síðu þrjú er mynd af miðaldra manni sem ég vissi að ég átti að þekkja. Fyrst var ég alveg handviss um að þetta væri Sergeant Lewis (aðstoðarmaður Insp. Morse) en sekúndubroti síðar áttaði ég mig...þetta var Siggi Hall og enginn annar! Rosalega getur heilinn verið fattlaus ef hann er ekki í réttu umhverfi. Enívei, kallinn er með einhverjar kúnstir í Glasgow þessa vikuna og ætlar að bjóða upp á brennivín með krásunum. Gott hjá honum.
|
|
mánudagur, október 20, 2003
Blessaður! Þú verður að hjálpa mér með að setja inn kommentakerfi og svoleiðis, þetta er svo basic hjá mér. Annars fíla ég þennan kúkabrúna lit geypivel.
Ætla heim í litla herbergið mitt að fá mér kjúlla og Naan brauð.
|
Ætla heim í litla herbergið mitt að fá mér kjúlla og Naan brauð.
|
Ég er alltaf að sjá sama fólkið hér í Edinborg. Til dæmis fólk sem ég var með í partíi fyrir viku sídan, strák sem aðstoðaði mig í banka um daginn og krakka sem ég stóð með í skráningarbiðröðinni í byrjun. Annað hvort er ég svona geðveikislega mannglögg (eða stari of mikið á fólk í kringum mig!) eða Edinborg bara svona lítil. Sem hún er auðvitað!
|
|
Tók mér far með sendibílnum sem keyrir þrisvar á dag milli Dýralæknaskólans og dýraspítalans. Sá sem keyrir bílinn heitir John Clark og er erkiskoskur. Annar farþegi í bílnum var erkiskosk kona sem leit út fyrir að vera karlmaður og var á hækjum. Hún var ósköp indæl. En ég skemmti mér við það á leiðinni að hlusta á þau. "Well, John, I dunni ken why, bu' tha's way of 'e". "Poor hen, her car's broke dunn" "Tha pull's on the other side of the rudd, now ken, e's like in those crazy races". Og fleiri gullmolar hrutu af þeirra vörum sem unun var á að hlýða.
Annars er veturinn skyndilega skollinn á hér í Skotlandi. Skítakuldi og það ku snjóa fyrir norðan. Svo ekki veitir af pelsjakkanum og ullarvettlingunum. En ég er nú allavega fegin því að það er hlýtt í mínum vistarverum. Er nú búin að taka tilboði um þessa íbúð sem ég skoðaði á föstudaginn. Tek við henni þegar ég kem úr jólafríi, nú get ég flutt út 17. des, þegar ég fer í jólafrí og sparað heilar 3 vikur í leigu! Snillingur...
|
Annars er veturinn skyndilega skollinn á hér í Skotlandi. Skítakuldi og það ku snjóa fyrir norðan. Svo ekki veitir af pelsjakkanum og ullarvettlingunum. En ég er nú allavega fegin því að það er hlýtt í mínum vistarverum. Er nú búin að taka tilboði um þessa íbúð sem ég skoðaði á föstudaginn. Tek við henni þegar ég kem úr jólafríi, nú get ég flutt út 17. des, þegar ég fer í jólafrí og sparað heilar 3 vikur í leigu! Snillingur...
|
föstudagur, október 17, 2003
Nei, detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði! Verð að nota þennan annars ónotaða vettvang til að tjá mig. Ég er hrædd um að ég sé stödd í Mekka skrifræðisins...sagan er sú að ég hef síðustu tvær vikur reynt að opna bankareikning. Bankar hér leggja mikið upp úr því að þú sért sú sem þú segist vera og búir þar sem þú segist búa. Í Royal Bank of Scotland var mér sagt að láta bankann í Danmörku senda yfirlit yfir reikninginn minn á skoska heimilisfangið og þá ætti allt að vera klappað og klárt. Ég bað danska bankann um þetta og þeir brugðust skjótt við...milli okkar stóð þó breska póstþjónustan sem er með því hægasta sem gerist! Tíu dögum seinna hafði ég skjalið þó í höndum og fór í Royal Bank með það. -Thá var mér sagt að það tæki 4-5 virka daga að virkja reikninginn-ég gat ekki einu sinni fengið reikningsnúmerið! Ég lagði ríka áherslu á að ég stæði klár með peninga til yfirfærslu og lægi afskaplega mikið á. Mér var sagt að reyna að koma við eftir fjóra daga. -Thegar ég svo hringdi eftir þessa fjóra daga til að heyra gang mála, komst ég að því að þeir höfðu ekki getað meðhöndlað umsóknina, því að danski bankinn hafði stafsett heimilisfangið vitlaust! Easter Boush í stað Bush og Raslin í stað Roslin...ég meina, bréfið komst nú til skila, svo þetta hefur skilist! Ég veit nú ekki hvað ég á að halda!
Mér er sagt að þetta heimilisfangskjaftæði sé til þess að koma í veg fyrir að fólk stundi peningaþvætti í skjóli bankastofnana-satt að segja getur fólk nú bara leiðst út í svoleiðis glæpi til að láta enda ná saman meðan það bíður eftir bankareikningi. Ég hef meira að segja lent í því á laugardegi að geta ekki tekið út af visakortinu mínu og standa því uppi með skitin 5 pund upp á vasann. Svo ef ekki peningaþvætti, þá vændi! En bönkunum er auðvitað sama um það nema maður standi og húkki við gjaldkerabásana. En eitt er víst: Bankar eru að gera manni greiða með því að taka við vasapeningunum manns og þurfa ekkert að sýna þjónustulund. Hrmpfh!
|
Mér er sagt að þetta heimilisfangskjaftæði sé til þess að koma í veg fyrir að fólk stundi peningaþvætti í skjóli bankastofnana-satt að segja getur fólk nú bara leiðst út í svoleiðis glæpi til að láta enda ná saman meðan það bíður eftir bankareikningi. Ég hef meira að segja lent í því á laugardegi að geta ekki tekið út af visakortinu mínu og standa því uppi með skitin 5 pund upp á vasann. Svo ef ekki peningaþvætti, þá vændi! En bönkunum er auðvitað sama um það nema maður standi og húkki við gjaldkerabásana. En eitt er víst: Bankar eru að gera manni greiða með því að taka við vasapeningunum manns og þurfa ekkert að sýna þjónustulund. Hrmpfh!
|