þriðjudagur, október 21, 2003
Alveg er þetta magnað: Var að fletta hinu virta skoska dagblaði The Herald í gær og á síðu þrjú er mynd af miðaldra manni sem ég vissi að ég átti að þekkja. Fyrst var ég alveg handviss um að þetta væri Sergeant Lewis (aðstoðarmaður Insp. Morse) en sekúndubroti síðar áttaði ég mig...þetta var Siggi Hall og enginn annar! Rosalega getur heilinn verið fattlaus ef hann er ekki í réttu umhverfi. Enívei, kallinn er með einhverjar kúnstir í Glasgow þessa vikuna og ætlar að bjóða upp á brennivín með krásunum. Gott hjá honum.
|
|