<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 27, 2003

Átti skemmtilega helgi hjá Sólveigu frænku. Hún og sambýlingar hennar héldu "housewarming" á laugardaginn og það hafa örugglega verið hátt í 100 manns þegar mest var. Þau eru fjögur sem búa í stórri íbúð og ef allir bjóða 20 manns og margir taka vini sína með þá er pleisið fljótt að fyllast. Það voru engin læti en það var mikið drukkið og það var fullt af skrýtnu fólki sem sat og reykti hass...og mitt í hassreyknum stóð allt í einu lögreglumaður í fullum skrúða. Hann reyndist bara vera að athuga með okkur, því einhver hafði hringt í neyðarlínuna úr íbúðinni. Honum leist bara vel á okkur og sagði okkur bara að halda áfram. Hann hefur örugglega verið kvefaður því hann sagði ekki orð um hassfnykinn. En allt gott um það að segja.

Á föstudaginn fór ég, aldrei þessu vant, í kaffi hérna í mötuneytinu. Þar hitti ég prófessor Hugh Miller sem er skemmtilegur kall, prófessor í gæludýralækningum. Hann sagði dýralæknaskólann í Danmörku vera góðan skóla, sagðist hafa verið þar í þrjár vikur á námsárum sínum. Komst fljótlega að því í hverju honum fundust gæði skólans fólgin: "It were the most drunken three weeks of my life!". Hann sagði mér frá rosalegu partíi sem var haldið á kollegíinu-löggan kom og húsinu var læst svo hún kæmist ekki inn. Augu prófessors Millers lýstu af æskugleði þegar hann sagði frá þessu ævintýri sínu og hann var greinilega mjög ánægður með Danina. Verð að bjóða honum með mér á djammið 'Danish style'. En hann er alla vega mjög indæll.

Sá glæpamanninn af stoppistöðinni í morgun-hætt að kippa mér upp við hann. Hann var nú ekki að brjóta neitt af sér í þetta skipti, alla vega ekki svo ég tæki eftir því.

Og enn af bankavandræðum: Bankareikningurinn kominn í gang og á föstudaginn fékk ég bréf um að yfirfærsla á peningum frá Danmörku væri móttekin. Fór inn í bæ að redda greiðslu á leigunni (loksins) en komst þá að því að engir peningar höfðu skilað sér inn á reikninginn minn. Þegar ég sagðist hafa fengið bréf frá þeim sögðu þeir að án þess að sjá bréfið gætu þeir ekkert gert. Gátu ekki einu sinni hringt og spurst fyrir-svo ég fór sneypt heim af því að ég gat ekki aulast til að vera með bréfið með mér! Ég býst ekki við neinu sem getur kallast þjónusta í bankanum héðan af!

|