<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 28, 2003

Jess, sjálfstraust mitt er í topp þessa stundina. Ég er hetja vefjaskurðarins!!!! Fyrir ykkur sem eruð ekki nógu mikil nörd til að vita hvað það felur í sér, skal ég nú útlista aðferðina nánar börnin góð:

Til að geta skoðað vefjasýni í smásjá þarf að skera það örþunnt (4 míkrómetra á þykkt), henda þynnunni í volgt vatnsbað án þess að hún beyglist og veiða hana síðan upp með smásjárgleri. Ef maður er ekki í stuði er þetta óþolandi djobb, því það hjálpar náttúrulega ekkert að vera pirraður. Þangað til í dag hef ég ekkert upplifað nema tóman pirring yfir vantsbaðinu. En í dag snerist dæmið við-ég var á þvílíku róli að örþunnar sneiðarnar flugu hægri, vinstri og lögðust á smásjárglerið eins og þær hefðu aldrei gert annað. Þvílíkur unaður!

Er annars að glápa út um gluggann á skóginn sem umlykur svæðið-var að spá í að fá mér hlaupatúr, einn lítinn hring. Síðan klukkan var færð aftur um klst dimmir svo snemma hér að ég þyrfti bara jafnvel að fara að drífa mig. Var líka að hugsa um að kaupa í matinn á eftir, og það tekur alveg hálfan annan tíma. Þarf svo að vakna eldsnemma í fyrramálið, er að fara til Cambridge að hitta dýralækni sem ætlar að hjálpa mér með rannsóknir mínar. Verð sótt klukkan fimm í fyrramálið. Eins gott að ég er í góðri æfingu í að fara að sofa klukkan níu eða þaðan af fyrr.

|