mánudagur, október 20, 2003
Tók mér far með sendibílnum sem keyrir þrisvar á dag milli Dýralæknaskólans og dýraspítalans. Sá sem keyrir bílinn heitir John Clark og er erkiskoskur. Annar farþegi í bílnum var erkiskosk kona sem leit út fyrir að vera karlmaður og var á hækjum. Hún var ósköp indæl. En ég skemmti mér við það á leiðinni að hlusta á þau. "Well, John, I dunni ken why, bu' tha's way of 'e". "Poor hen, her car's broke dunn" "Tha pull's on the other side of the rudd, now ken, e's like in those crazy races". Og fleiri gullmolar hrutu af þeirra vörum sem unun var á að hlýða.
Annars er veturinn skyndilega skollinn á hér í Skotlandi. Skítakuldi og það ku snjóa fyrir norðan. Svo ekki veitir af pelsjakkanum og ullarvettlingunum. En ég er nú allavega fegin því að það er hlýtt í mínum vistarverum. Er nú búin að taka tilboði um þessa íbúð sem ég skoðaði á föstudaginn. Tek við henni þegar ég kem úr jólafríi, nú get ég flutt út 17. des, þegar ég fer í jólafrí og sparað heilar 3 vikur í leigu! Snillingur...
|
Annars er veturinn skyndilega skollinn á hér í Skotlandi. Skítakuldi og það ku snjóa fyrir norðan. Svo ekki veitir af pelsjakkanum og ullarvettlingunum. En ég er nú allavega fegin því að það er hlýtt í mínum vistarverum. Er nú búin að taka tilboði um þessa íbúð sem ég skoðaði á föstudaginn. Tek við henni þegar ég kem úr jólafríi, nú get ég flutt út 17. des, þegar ég fer í jólafrí og sparað heilar 3 vikur í leigu! Snillingur...
|