<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 27, 2003

Fann heimskulegt anagramforrit á netinu og af því að ég er svo forvitin sló ég inn nafnið mitt til að finna öll anagrömin sem eiga við það. Þau eru 2881. Meðal annars þessi:

'Halt! Odd disco tart rot'
'Hold rat stoic, odd tart'
'Dodo hits cold rat tart'
'Hard lads doctor to tit'
'Odd loo attracts third'
'Add old ostrich to tart'

...og fleiri góð. Ætla ekki að gera neinum svo illt að láta veffangið fylgja.

Og annað skrítið: Las í Metro, hinu skoska Fréttablaði, að þjóðverjar væru búnir að finna upp nýja tegund af karaoke: Klám-karaoke. Þátttakendur standa sem sagt uppi á sviði og reyna að stynja og rymja í takt við þögla klámmynd sem sýnd er á skjá samtímis. Ojbara.

|