<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 17, 2003

Nei, detti mér nú allar dauðar lýs úr höfði! Verð að nota þennan annars ónotaða vettvang til að tjá mig. Ég er hrædd um að ég sé stödd í Mekka skrifræðisins...sagan er sú að ég hef síðustu tvær vikur reynt að opna bankareikning. Bankar hér leggja mikið upp úr því að þú sért sú sem þú segist vera og búir þar sem þú segist búa. Í Royal Bank of Scotland var mér sagt að láta bankann í Danmörku senda yfirlit yfir reikninginn minn á skoska heimilisfangið og þá ætti allt að vera klappað og klárt. Ég bað danska bankann um þetta og þeir brugðust skjótt við...milli okkar stóð þó breska póstþjónustan sem er með því hægasta sem gerist! Tíu dögum seinna hafði ég skjalið þó í höndum og fór í Royal Bank með það. -Thá var mér sagt að það tæki 4-5 virka daga að virkja reikninginn-ég gat ekki einu sinni fengið reikningsnúmerið! Ég lagði ríka áherslu á að ég stæði klár með peninga til yfirfærslu og lægi afskaplega mikið á. Mér var sagt að reyna að koma við eftir fjóra daga. -Thegar ég svo hringdi eftir þessa fjóra daga til að heyra gang mála, komst ég að því að þeir höfðu ekki getað meðhöndlað umsóknina, því að danski bankinn hafði stafsett heimilisfangið vitlaust! Easter Boush í stað Bush og Raslin í stað Roslin...ég meina, bréfið komst nú til skila, svo þetta hefur skilist! Ég veit nú ekki hvað ég á að halda!

Mér er sagt að þetta heimilisfangskjaftæði sé til þess að koma í veg fyrir að fólk stundi peningaþvætti í skjóli bankastofnana-satt að segja getur fólk nú bara leiðst út í svoleiðis glæpi til að láta enda ná saman meðan það bíður eftir bankareikningi. Ég hef meira að segja lent í því á laugardegi að geta ekki tekið út af visakortinu mínu og standa því uppi með skitin 5 pund upp á vasann. Svo ef ekki peningaþvætti, þá vændi! En bönkunum er auðvitað sama um það nema maður standi og húkki við gjaldkerabásana. En eitt er víst: Bankar eru að gera manni greiða með því að taka við vasapeningunum manns og þurfa ekkert að sýna þjónustulund. Hrmpfh!

|