föstudagur, desember 29, 2006
Björgvin Áldórsson
Ég get víst talist hafnfirsk kona, þrátt fyrir að ég sé búin að búa í útlöndum í að verða tíu ár og þoli í raun afskaplega illa að vera kölluð kooooona. Þrátt fyrir þetta þá hefur Björgvin Halldórsson engin jákvæð áhrif á mig, þvert á væntingar Íslenska álfélagsins. Þegar þessi áldiskur barst inn um lúguna á æskuheimili mínu þá gátum við heimilisfólk varla nema starað í forundran. Okkur dytti ekki í hug að setja þetta á fóninn þó við ættum að vinna okkur til lífs, þetta er bara ekkert sem okkur langar að hlusta á, sama hvaðan það kemur. Síðan þá höfum við óskað þess helst að skila þessu til föðurhúsanna og vonuðumst við eftir því að söfnunardalli yrði komið upp í bænum. Það hefur ekki verið gert svo ég viti en nú hefur talsmaður fyrirtækisins sagt að þeir skuli borga burðargjaldið undir endursenda diska. Nú er því að stökkva niður á "pósthús" (því slík stofnun hefur ekki verið til í bænum í nokkur ár) og skila sínu. Látið þetta berast því ISAL ætla ekkert að auglýsa þessa "þjónustu" sína.
Nú stefnir í að ég missi af árvissri flugeldasýningu hjálparsveitarinnar í kvöld. Ég hef alltaf fylgst með sýningum þeirra af miklum áhuga og ú-að og a-að við hverja sprengingu enda á ég kæra fjölskyldumeðlimi í sveitinni. Það er þó huggun harmi gegn að ALCAN hefur tekið upp á því að styrkja og auglýsa flugeldasýninguna í ár!
|
Ég get víst talist hafnfirsk kona, þrátt fyrir að ég sé búin að búa í útlöndum í að verða tíu ár og þoli í raun afskaplega illa að vera kölluð kooooona. Þrátt fyrir þetta þá hefur Björgvin Halldórsson engin jákvæð áhrif á mig, þvert á væntingar Íslenska álfélagsins. Þegar þessi áldiskur barst inn um lúguna á æskuheimili mínu þá gátum við heimilisfólk varla nema starað í forundran. Okkur dytti ekki í hug að setja þetta á fóninn þó við ættum að vinna okkur til lífs, þetta er bara ekkert sem okkur langar að hlusta á, sama hvaðan það kemur. Síðan þá höfum við óskað þess helst að skila þessu til föðurhúsanna og vonuðumst við eftir því að söfnunardalli yrði komið upp í bænum. Það hefur ekki verið gert svo ég viti en nú hefur talsmaður fyrirtækisins sagt að þeir skuli borga burðargjaldið undir endursenda diska. Nú er því að stökkva niður á "pósthús" (því slík stofnun hefur ekki verið til í bænum í nokkur ár) og skila sínu. Látið þetta berast því ISAL ætla ekkert að auglýsa þessa "þjónustu" sína.
Nú stefnir í að ég missi af árvissri flugeldasýningu hjálparsveitarinnar í kvöld. Ég hef alltaf fylgst með sýningum þeirra af miklum áhuga og ú-að og a-að við hverja sprengingu enda á ég kæra fjölskyldumeðlimi í sveitinni. Það er þó huggun harmi gegn að ALCAN hefur tekið upp á því að styrkja og auglýsa flugeldasýninguna í ár!
|
mánudagur, desember 18, 2006
Þrífarar
Hér erum við félagarnir: ég, Dr Alan Statham og Óttarr Proppé. Óttarr tók auðvitað kúlið á þetta og heimtaði að vera með sólgleraugu og eyðileggja allt fyrir okkur hinum. En þið, kæru lesendur fullir innsæis og skýrleika sjáið þó eflaust hvað við erum allir líkir!
|
Hér erum við félagarnir: ég, Dr Alan Statham og Óttarr Proppé. Óttarr tók auðvitað kúlið á þetta og heimtaði að vera með sólgleraugu og eyðileggja allt fyrir okkur hinum. En þið, kæru lesendur fullir innsæis og skýrleika sjáið þó eflaust hvað við erum allir líkir!
|
miðvikudagur, desember 13, 2006
Windy Wednesday
Svo virðist sem ég búi yfir dulrænum hæfileikum. Þrisvar sinnum á einni viku hef ég lent í því að vera að hugsa um einhvern og hann dúkkar upp nokkrum sekúndum síðar. Engan þeirra þekki ég sérlega vel og í öllum tilfellum hafa þeir dúkkað upp utan þeirra staða sem ég annars tengi þeim. Þetta er undarlegur fjári!
Í dag fór ég niður í bæ og barðist gegn vindstrengnum á North Bridge. Datt mér þá í hug ljóðlína:
Tyggjóklessurnar eru skófir á kindagötum nútímans.
Nema það eru ekki skófir á kindagötum heldur á grjóti. Kannski ætti ég að segja "hraunhellum" í staðinn fyrir kindagötur, en kindagötur eru betri myndlíking fyrir gangstétt. Já, ætli ég stoppi ekki bara hér, þetta er greinilega ofar mínum skilningi, svona listamanna-bóhem eitthvað. En alla vega fundust mér tyggjóklessurnar á Waverley Bridge mjög fagrar og náttúrulegar.
|
Svo virðist sem ég búi yfir dulrænum hæfileikum. Þrisvar sinnum á einni viku hef ég lent í því að vera að hugsa um einhvern og hann dúkkar upp nokkrum sekúndum síðar. Engan þeirra þekki ég sérlega vel og í öllum tilfellum hafa þeir dúkkað upp utan þeirra staða sem ég annars tengi þeim. Þetta er undarlegur fjári!
Í dag fór ég niður í bæ og barðist gegn vindstrengnum á North Bridge. Datt mér þá í hug ljóðlína:
Tyggjóklessurnar eru skófir á kindagötum nútímans.
Nema það eru ekki skófir á kindagötum heldur á grjóti. Kannski ætti ég að segja "hraunhellum" í staðinn fyrir kindagötur, en kindagötur eru betri myndlíking fyrir gangstétt. Já, ætli ég stoppi ekki bara hér, þetta er greinilega ofar mínum skilningi, svona listamanna-bóhem eitthvað. En alla vega fundust mér tyggjóklessurnar á Waverley Bridge mjög fagrar og náttúrulegar.
|
þriðjudagur, desember 12, 2006
Kópajól
Ég hlakka svo til að koma heim, þá ætla ég að kaupa mér jólaplötu Gunnars I. Birgissonar strax í fríhöfninni! Ooooo, svo jólalegt. Takk, Tobbi fyrir að opna augu mín fyrir þessum gleðivaka.
|
Ég hlakka svo til að koma heim, þá ætla ég að kaupa mér jólaplötu Gunnars I. Birgissonar strax í fríhöfninni! Ooooo, svo jólalegt. Takk, Tobbi fyrir að opna augu mín fyrir þessum gleðivaka.
|
mánudagur, desember 11, 2006
Unaðshelgi
Þegar reykingar á almannafæri voru bannaðar hér í Skotlandi var talað um alla ógeðsfýluna sem hefur komið í ljós á pöbbunum í staðinn fyrir reykingafýluna. Breskir pöbbar hafa gjarnan teppi á gólfum svo það hljóta að vera heilu lítrarnir af áfengi, líkamsvessum og öðru sem í þeim leynast. Ég hef ekki kynnst þessu af eigin raun fyrr en núna á laugardaginn. Ég fór með Sigrúnu og Andrew á tónleika með Roots Manuva á klúbb sem heitir Cabaret Voltaire og það var hrikaleg gubbufýla þar inni. Bara alveg ógeðsleg gubbupest. Reyndust tónleikarnir álíka frábærir. Eftir þá fórum við á lókalinn hans Andrew sem státar af ofsóknaróðum útkösturum (annar hverra var borðherrann minn í brúðkaupinu þeirra-tótal nutcase!) og rándýrum kokteilum. Hins vegar var tónlistin góð (í höndum Joe, sem var líka við sama borð og ég í brúðkaupinu og endaði á að fleygja kransakökunni út í horn í eftirpartíinu-annað nutcase). Það kom í ljós að eitt af borðunum þarna hafði verið tekið frá fyrir Roots Manuva og þeir birtust seint og um síðir, gloomy as hell og hundleiddist þarna úti í horni-so much for being a VIP! Sumir vina Andrew voru frekar drukknir og óttuðumst við um tíma að þeir myndu taka það upp hjá sjálfum sér að setjast hjá hljónstinni og kvarta. Þeir héldu sig þó á mottunni.
Í gær var svo jólað á fullu. Ég byrjaði daginn á smá tölfræði en skellti mér svo í undirbúning einu jólagjafarinnar sem ég virðist munu gefa í ár (nema maður komi sterkur inn í gjafakaupum heima). Svo skreyttum við piparkökur niðri hjá Limmu og við Limma flöttum laufabrauðsdeig sem á að skera í dag. Og Nick var síðan búinn að elda roast dinner með brjálæðislega góðu nautakjöti, yorkshire pudding, sprouts, the works. Ógeðslega gott.
Og nú er mánudagur og ég ætti að fara að gera eitthvað af viti.
|
Þegar reykingar á almannafæri voru bannaðar hér í Skotlandi var talað um alla ógeðsfýluna sem hefur komið í ljós á pöbbunum í staðinn fyrir reykingafýluna. Breskir pöbbar hafa gjarnan teppi á gólfum svo það hljóta að vera heilu lítrarnir af áfengi, líkamsvessum og öðru sem í þeim leynast. Ég hef ekki kynnst þessu af eigin raun fyrr en núna á laugardaginn. Ég fór með Sigrúnu og Andrew á tónleika með Roots Manuva á klúbb sem heitir Cabaret Voltaire og það var hrikaleg gubbufýla þar inni. Bara alveg ógeðsleg gubbupest. Reyndust tónleikarnir álíka frábærir. Eftir þá fórum við á lókalinn hans Andrew sem státar af ofsóknaróðum útkösturum (annar hverra var borðherrann minn í brúðkaupinu þeirra-tótal nutcase!) og rándýrum kokteilum. Hins vegar var tónlistin góð (í höndum Joe, sem var líka við sama borð og ég í brúðkaupinu og endaði á að fleygja kransakökunni út í horn í eftirpartíinu-annað nutcase). Það kom í ljós að eitt af borðunum þarna hafði verið tekið frá fyrir Roots Manuva og þeir birtust seint og um síðir, gloomy as hell og hundleiddist þarna úti í horni-so much for being a VIP! Sumir vina Andrew voru frekar drukknir og óttuðumst við um tíma að þeir myndu taka það upp hjá sjálfum sér að setjast hjá hljónstinni og kvarta. Þeir héldu sig þó á mottunni.
Í gær var svo jólað á fullu. Ég byrjaði daginn á smá tölfræði en skellti mér svo í undirbúning einu jólagjafarinnar sem ég virðist munu gefa í ár (nema maður komi sterkur inn í gjafakaupum heima). Svo skreyttum við piparkökur niðri hjá Limmu og við Limma flöttum laufabrauðsdeig sem á að skera í dag. Og Nick var síðan búinn að elda roast dinner með brjálæðislega góðu nautakjöti, yorkshire pudding, sprouts, the works. Ógeðslega gott.
Og nú er mánudagur og ég ætti að fara að gera eitthvað af viti.
|
fimmtudagur, desember 07, 2006
Fimmtudagur til frama
Í gær sat ég og tölfræðinördaðist þar til um kvöldmatarleytið með Darren sem forritaði hægri vinstri og skapaði misfalleg gröf úr niðurstöðunum mínum. Fór þá heim og borðaði kjúlla yfir Love Actually sem var í sjónvarpinu. Táraðist yfir öllu fólkinu sem var að hitta ástvini sína á flugvellinum, þetta á nú fyrir mér að liggja núna á næstunni og hlakka ég alveg gífurlega til. Hins vegar var ég alveg jafn pirruð og þegar ég sá myndina fyrst á kvensunni sem lét bróður sinn eyðileggja fyrir sér ástarlífið.
Í morgun ætlaði ég svo að reyna að hitta á rólegan tíma í bænum og "do the Christmas shopping", en ég er búin að fá spurninguna "have you done your Christmas shopping?" þrisvar á dag í um það bil viku. Þó er ekkert hugtak í mínum orðaforða sem ég myndi kalla jólainnkaupIN með ákveðnum greini. Það er eins og allir eigi að gera þessi innkaup sama hvað. Ég hef bara haft um svo margt annað að hugsa undanfarið að ég hef bara ekki hugsað út í gjafir og slíkt.
Nú, ég lagði af stað í leiðangur en það er víst ekkert sem heitir rólegur tími í bænum í desember. Ég lenti strax í umferðarteppu á South Clerk St, sat lengi í röð sem orsakaðist af framkvæmdum á South Bridge. Það var svo ljómandi skemmtileg tónlist í útvarpinu og svo var svo mikið af áhugaverðu fólki á ferli að þetta var bara ekkert pirrandi. Tvær gamlar konur studdust hvor við aðra, báðar höfðu líklega lækkað um hálfan metra vegna beinþynningar og þess vegna voru þær í allt of síðum kápum. Báðar voru með spóaleggi í allt of grófgerðum svörtum klossum. Þær hefðu þurft að komast í meikóverþátt fyrir jólin.
Á Hunter's Square voru rónar og ræflar sem léku sér að því að bæta á böl ökumanna með því að kasta skó út á götu og taka sér svo laaaangan tíma í að ná í hann, svo öll umferð stóð föst á meðan. Þegar ég loksins komst niður í bæ fór ég beint í bankann með ávísun sem ég fékk frá lestafyrirtækinu vegna ruglsins í sumar (betra seint en aldrei) upp á 69 pund. Gjaldkerinn lét mig hafa kvittun upp á að 699 pund hefðu verið lögð inn á reikninginn. Ég leiðrétti hana sökum góðmennsku minnar-þetta hefði verið klassajólabónus! Svo fór ég beint í Harvey Nichols að leita að bílskúrsilmvatninu frá Comme des Garcons og einhverju Escentric ilmvatni sem ég las um um daginn. Fann annað en ekki hitt. Kom ilmandi eins og brenndur sedrusviður þaðan út og get nú ekki gert upp hug minn.
Annars einkenndist morgunninn af mannmergð, sem kannski gerir mér gott þar sem ég er alltaf ein með sjálfri mér, en mikið rosalega lifir sumt fólk hratt! Í Zöru niðri á Princes Street stóð bissnesskona og mátaði skó úti á miðju gólfi meðan hún gerði díl í símann. Á Starbuck's sat teinótt par á fundi með glósubækur og lófatölvur og ræddu fjármál og samninga undir dynjandi rokkabillíútgáfu af "Rúdolf með rauða nefið". Úff. Ég ákvað að nú væri komið nóg og hélt heim á leið. Kom við í ASDA og stóð sjálfa mig að því að flauta með í flautsólóinu í "White Christmas" með Bing Crosby í brauðdeildinni.
Jæja, nú sný ég mér aftur að tölfræðinni.
|
Í gær sat ég og tölfræðinördaðist þar til um kvöldmatarleytið með Darren sem forritaði hægri vinstri og skapaði misfalleg gröf úr niðurstöðunum mínum. Fór þá heim og borðaði kjúlla yfir Love Actually sem var í sjónvarpinu. Táraðist yfir öllu fólkinu sem var að hitta ástvini sína á flugvellinum, þetta á nú fyrir mér að liggja núna á næstunni og hlakka ég alveg gífurlega til. Hins vegar var ég alveg jafn pirruð og þegar ég sá myndina fyrst á kvensunni sem lét bróður sinn eyðileggja fyrir sér ástarlífið.
Í morgun ætlaði ég svo að reyna að hitta á rólegan tíma í bænum og "do the Christmas shopping", en ég er búin að fá spurninguna "have you done your Christmas shopping?" þrisvar á dag í um það bil viku. Þó er ekkert hugtak í mínum orðaforða sem ég myndi kalla jólainnkaupIN með ákveðnum greini. Það er eins og allir eigi að gera þessi innkaup sama hvað. Ég hef bara haft um svo margt annað að hugsa undanfarið að ég hef bara ekki hugsað út í gjafir og slíkt.
Nú, ég lagði af stað í leiðangur en það er víst ekkert sem heitir rólegur tími í bænum í desember. Ég lenti strax í umferðarteppu á South Clerk St, sat lengi í röð sem orsakaðist af framkvæmdum á South Bridge. Það var svo ljómandi skemmtileg tónlist í útvarpinu og svo var svo mikið af áhugaverðu fólki á ferli að þetta var bara ekkert pirrandi. Tvær gamlar konur studdust hvor við aðra, báðar höfðu líklega lækkað um hálfan metra vegna beinþynningar og þess vegna voru þær í allt of síðum kápum. Báðar voru með spóaleggi í allt of grófgerðum svörtum klossum. Þær hefðu þurft að komast í meikóverþátt fyrir jólin.
Á Hunter's Square voru rónar og ræflar sem léku sér að því að bæta á böl ökumanna með því að kasta skó út á götu og taka sér svo laaaangan tíma í að ná í hann, svo öll umferð stóð föst á meðan. Þegar ég loksins komst niður í bæ fór ég beint í bankann með ávísun sem ég fékk frá lestafyrirtækinu vegna ruglsins í sumar (betra seint en aldrei) upp á 69 pund. Gjaldkerinn lét mig hafa kvittun upp á að 699 pund hefðu verið lögð inn á reikninginn. Ég leiðrétti hana sökum góðmennsku minnar-þetta hefði verið klassajólabónus! Svo fór ég beint í Harvey Nichols að leita að bílskúrsilmvatninu frá Comme des Garcons og einhverju Escentric ilmvatni sem ég las um um daginn. Fann annað en ekki hitt. Kom ilmandi eins og brenndur sedrusviður þaðan út og get nú ekki gert upp hug minn.
Annars einkenndist morgunninn af mannmergð, sem kannski gerir mér gott þar sem ég er alltaf ein með sjálfri mér, en mikið rosalega lifir sumt fólk hratt! Í Zöru niðri á Princes Street stóð bissnesskona og mátaði skó úti á miðju gólfi meðan hún gerði díl í símann. Á Starbuck's sat teinótt par á fundi með glósubækur og lófatölvur og ræddu fjármál og samninga undir dynjandi rokkabillíútgáfu af "Rúdolf með rauða nefið". Úff. Ég ákvað að nú væri komið nóg og hélt heim á leið. Kom við í ASDA og stóð sjálfa mig að því að flauta með í flautsólóinu í "White Christmas" með Bing Crosby í brauðdeildinni.
Jæja, nú sný ég mér aftur að tölfræðinni.
|
mánudagur, desember 04, 2006
Enn af aðventu
Já, aðventan færir með sér indælis mandarínur sem gefa af sér alveg sérstakan ilm og hátíðarskap. Einnig færa þær með sér hið árlega Íslandsmeistaramót í bátatalningu. Nokkrir minna lesenda hafa þekkt og stundað þessa íþrótt af miklu kappi frá blautu barnsbeini. Þetta er mjög félagsleg íþrótt en það er alveg ótrúlegt hvað hún er lífsseig jafnvel hjá einsetufólki eins og mér sem etur sínar mandarínur yfirleitt í einrúmi en það hlaut að koma að því að mér færi að förlast. Um helgina klúðraði ég nefnilega einni sem hefði getað slegið met, sko. Ég var búin að borða helminginn þegar ég álpaðist loks til að telja það sem eftir var og í seinni helmingnum reyndust vera 7 bátar! Já, ég naga mig í handabökin yfir þessari aulalegu yfirsjón, því kannski var ég búin að gleypa 7 nú þegar. Það er þó líklegra að þeir hafi bara verið 5 og þá hefur þetta ekkert verið nein metmandarína, ég reyni að hugga mig við það.
Það er vonandi að ég geti blásið lífi í keppnisskapið heima með liðsfélögum mínum frá fornu fari, en helstan er þar að nefna afmælisbarn dagsins.
|
Já, aðventan færir með sér indælis mandarínur sem gefa af sér alveg sérstakan ilm og hátíðarskap. Einnig færa þær með sér hið árlega Íslandsmeistaramót í bátatalningu. Nokkrir minna lesenda hafa þekkt og stundað þessa íþrótt af miklu kappi frá blautu barnsbeini. Þetta er mjög félagsleg íþrótt en það er alveg ótrúlegt hvað hún er lífsseig jafnvel hjá einsetufólki eins og mér sem etur sínar mandarínur yfirleitt í einrúmi en það hlaut að koma að því að mér færi að förlast. Um helgina klúðraði ég nefnilega einni sem hefði getað slegið met, sko. Ég var búin að borða helminginn þegar ég álpaðist loks til að telja það sem eftir var og í seinni helmingnum reyndust vera 7 bátar! Já, ég naga mig í handabökin yfir þessari aulalegu yfirsjón, því kannski var ég búin að gleypa 7 nú þegar. Það er þó líklegra að þeir hafi bara verið 5 og þá hefur þetta ekkert verið nein metmandarína, ég reyni að hugga mig við það.
Það er vonandi að ég geti blásið lífi í keppnisskapið heima með liðsfélögum mínum frá fornu fari, en helstan er þar að nefna afmælisbarn dagsins.
|
Aðventan
Já, nú er aðventan hafin. Ég er orðin svo ringluð af útlandadvöl að ég hélt að hún hefði hafist fyrir viku síðan. Það var svo sem ekki mikill skaði skeður því ég hef ekki búið til aðventukrans og þess vegna var ekki kveikt of snemma á spádómskertinu hér á bæ. Hins vegar hef ég síðan á föstudaginn horft á aðventudagatal Anders Matthesens "Jul på Vesterbro" og brennt dagatalskertið sem ég keypti í Irmu um daginn.
Talandi um innkaup: í gær sá ég rokkabillímann í Sainsbury's. Hann var með brilljantínhár sem var greitt í píku og svo var hann í mittisjakka, köflóttri skyrtu, svörtum gallabuxum og með greiðu í rassvasanum. Ég sá ekkert sérstaklega rokkabillí við innkaupin hans, hann keypti banana, mjólk og ýmsar nauðsynjavörur, en ég var svo sem ekkert viss um við hverju ég ætti að búast í körfunni hjá rokkabillímanni....kók í gleri, juicyfruit tyggjó, dolla af brilljantíni og mjólkurhristingur? Well, you tell me!
Að lokum vil ég minnast á hann Bödda litla sem á afmæli í dag, mikið er hann nú að verða stór! Til haaaamingju!
|
Já, nú er aðventan hafin. Ég er orðin svo ringluð af útlandadvöl að ég hélt að hún hefði hafist fyrir viku síðan. Það var svo sem ekki mikill skaði skeður því ég hef ekki búið til aðventukrans og þess vegna var ekki kveikt of snemma á spádómskertinu hér á bæ. Hins vegar hef ég síðan á föstudaginn horft á aðventudagatal Anders Matthesens "Jul på Vesterbro" og brennt dagatalskertið sem ég keypti í Irmu um daginn.
Talandi um innkaup: í gær sá ég rokkabillímann í Sainsbury's. Hann var með brilljantínhár sem var greitt í píku og svo var hann í mittisjakka, köflóttri skyrtu, svörtum gallabuxum og með greiðu í rassvasanum. Ég sá ekkert sérstaklega rokkabillí við innkaupin hans, hann keypti banana, mjólk og ýmsar nauðsynjavörur, en ég var svo sem ekkert viss um við hverju ég ætti að búast í körfunni hjá rokkabillímanni....kók í gleri, juicyfruit tyggjó, dolla af brilljantíni og mjólkurhristingur? Well, you tell me!
Að lokum vil ég minnast á hann Bödda litla sem á afmæli í dag, mikið er hann nú að verða stór! Til haaaamingju!
|
föstudagur, desember 01, 2006
Ga-jol viska dagsins
"Megen læsning gør stolt og pedantisk, megen iagttagelse ør klog, medgørlig og nyttig". Lítur út fyrir að ég ætti að beita mér meira í iagttagelsinu!
Var sko að klára gajol pakkann sem ég keypti í Dk um daginn...
|
"Megen læsning gør stolt og pedantisk, megen iagttagelse ør klog, medgørlig og nyttig". Lítur út fyrir að ég ætti að beita mér meira í iagttagelsinu!
Var sko að klára gajol pakkann sem ég keypti í Dk um daginn...
|
1918-2006
Gleðilegan fullveldisdag kæru landar nær og fjær. Í kvöld verður svolítið sammenkomst í Liberton House í tilefni af deginum og aðalfundur Íslendingafélagsins haldinn í leiðinni. Ég verð vonandi leyst undan mínum skyldum sem formaður þorrablótsnefndar, en tel það þó harla ólíklegt. Á morgun er svo íslensk aðventumessa í St. John's. Ég bakaði 5 plötur af pebernødder til að fara með í messukaffið svo nú ilmar íbúðin mín af jólum. Annars snýst líf mitt þessa dagana um tölfræði og líkamsrækt til skiptis. Þetta verður því kærkomin tilbreyting um helgina.
Næst á dagskrá: leiðbeinendafundur eftir hálftíma. Hittumst heil.
PS: Haldið þið að Stekkjastaur rati til Sjanghæ? Alla leið á JinBangLu? Það kemur í ljós eftir 12 daga!
|
Gleðilegan fullveldisdag kæru landar nær og fjær. Í kvöld verður svolítið sammenkomst í Liberton House í tilefni af deginum og aðalfundur Íslendingafélagsins haldinn í leiðinni. Ég verð vonandi leyst undan mínum skyldum sem formaður þorrablótsnefndar, en tel það þó harla ólíklegt. Á morgun er svo íslensk aðventumessa í St. John's. Ég bakaði 5 plötur af pebernødder til að fara með í messukaffið svo nú ilmar íbúðin mín af jólum. Annars snýst líf mitt þessa dagana um tölfræði og líkamsrækt til skiptis. Þetta verður því kærkomin tilbreyting um helgina.
Næst á dagskrá: leiðbeinendafundur eftir hálftíma. Hittumst heil.
PS: Haldið þið að Stekkjastaur rati til Sjanghæ? Alla leið á JinBangLu? Það kemur í ljós eftir 12 daga!
|