mánudagur, desember 04, 2006
Enn af aðventu
Já, aðventan færir með sér indælis mandarínur sem gefa af sér alveg sérstakan ilm og hátíðarskap. Einnig færa þær með sér hið árlega Íslandsmeistaramót í bátatalningu. Nokkrir minna lesenda hafa þekkt og stundað þessa íþrótt af miklu kappi frá blautu barnsbeini. Þetta er mjög félagsleg íþrótt en það er alveg ótrúlegt hvað hún er lífsseig jafnvel hjá einsetufólki eins og mér sem etur sínar mandarínur yfirleitt í einrúmi en það hlaut að koma að því að mér færi að förlast. Um helgina klúðraði ég nefnilega einni sem hefði getað slegið met, sko. Ég var búin að borða helminginn þegar ég álpaðist loks til að telja það sem eftir var og í seinni helmingnum reyndust vera 7 bátar! Já, ég naga mig í handabökin yfir þessari aulalegu yfirsjón, því kannski var ég búin að gleypa 7 nú þegar. Það er þó líklegra að þeir hafi bara verið 5 og þá hefur þetta ekkert verið nein metmandarína, ég reyni að hugga mig við það.
Það er vonandi að ég geti blásið lífi í keppnisskapið heima með liðsfélögum mínum frá fornu fari, en helstan er þar að nefna afmælisbarn dagsins.
|
Já, aðventan færir með sér indælis mandarínur sem gefa af sér alveg sérstakan ilm og hátíðarskap. Einnig færa þær með sér hið árlega Íslandsmeistaramót í bátatalningu. Nokkrir minna lesenda hafa þekkt og stundað þessa íþrótt af miklu kappi frá blautu barnsbeini. Þetta er mjög félagsleg íþrótt en það er alveg ótrúlegt hvað hún er lífsseig jafnvel hjá einsetufólki eins og mér sem etur sínar mandarínur yfirleitt í einrúmi en það hlaut að koma að því að mér færi að förlast. Um helgina klúðraði ég nefnilega einni sem hefði getað slegið met, sko. Ég var búin að borða helminginn þegar ég álpaðist loks til að telja það sem eftir var og í seinni helmingnum reyndust vera 7 bátar! Já, ég naga mig í handabökin yfir þessari aulalegu yfirsjón, því kannski var ég búin að gleypa 7 nú þegar. Það er þó líklegra að þeir hafi bara verið 5 og þá hefur þetta ekkert verið nein metmandarína, ég reyni að hugga mig við það.
Það er vonandi að ég geti blásið lífi í keppnisskapið heima með liðsfélögum mínum frá fornu fari, en helstan er þar að nefna afmælisbarn dagsins.
|