<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, desember 04, 2006

Aðventan

Já, nú er aðventan hafin. Ég er orðin svo ringluð af útlandadvöl að ég hélt að hún hefði hafist fyrir viku síðan. Það var svo sem ekki mikill skaði skeður því ég hef ekki búið til aðventukrans og þess vegna var ekki kveikt of snemma á spádómskertinu hér á bæ. Hins vegar hef ég síðan á föstudaginn horft á aðventudagatal Anders Matthesens "Jul på Vesterbro" og brennt dagatalskertið sem ég keypti í Irmu um daginn.

Talandi um innkaup: í gær sá ég rokkabillímann í Sainsbury's. Hann var með brilljantínhár sem var greitt í píku og svo var hann í mittisjakka, köflóttri skyrtu, svörtum gallabuxum og með greiðu í rassvasanum. Ég sá ekkert sérstaklega rokkabillí við innkaupin hans, hann keypti banana, mjólk og ýmsar nauðsynjavörur, en ég var svo sem ekkert viss um við hverju ég ætti að búast í körfunni hjá rokkabillímanni....kók í gleri, juicyfruit tyggjó, dolla af brilljantíni og mjólkurhristingur? Well, you tell me!

Að lokum vil ég minnast á hann Bödda litla sem á afmæli í dag, mikið er hann nú að verða stór! Til haaaamingju!

|