miðvikudagur, desember 13, 2006
Windy Wednesday
Svo virðist sem ég búi yfir dulrænum hæfileikum. Þrisvar sinnum á einni viku hef ég lent í því að vera að hugsa um einhvern og hann dúkkar upp nokkrum sekúndum síðar. Engan þeirra þekki ég sérlega vel og í öllum tilfellum hafa þeir dúkkað upp utan þeirra staða sem ég annars tengi þeim. Þetta er undarlegur fjári!
Í dag fór ég niður í bæ og barðist gegn vindstrengnum á North Bridge. Datt mér þá í hug ljóðlína:
Tyggjóklessurnar eru skófir á kindagötum nútímans.
Nema það eru ekki skófir á kindagötum heldur á grjóti. Kannski ætti ég að segja "hraunhellum" í staðinn fyrir kindagötur, en kindagötur eru betri myndlíking fyrir gangstétt. Já, ætli ég stoppi ekki bara hér, þetta er greinilega ofar mínum skilningi, svona listamanna-bóhem eitthvað. En alla vega fundust mér tyggjóklessurnar á Waverley Bridge mjög fagrar og náttúrulegar.
|
Svo virðist sem ég búi yfir dulrænum hæfileikum. Þrisvar sinnum á einni viku hef ég lent í því að vera að hugsa um einhvern og hann dúkkar upp nokkrum sekúndum síðar. Engan þeirra þekki ég sérlega vel og í öllum tilfellum hafa þeir dúkkað upp utan þeirra staða sem ég annars tengi þeim. Þetta er undarlegur fjári!
Í dag fór ég niður í bæ og barðist gegn vindstrengnum á North Bridge. Datt mér þá í hug ljóðlína:
Tyggjóklessurnar eru skófir á kindagötum nútímans.
Nema það eru ekki skófir á kindagötum heldur á grjóti. Kannski ætti ég að segja "hraunhellum" í staðinn fyrir kindagötur, en kindagötur eru betri myndlíking fyrir gangstétt. Já, ætli ég stoppi ekki bara hér, þetta er greinilega ofar mínum skilningi, svona listamanna-bóhem eitthvað. En alla vega fundust mér tyggjóklessurnar á Waverley Bridge mjög fagrar og náttúrulegar.
|