mánudagur, desember 11, 2006
Unaðshelgi
Þegar reykingar á almannafæri voru bannaðar hér í Skotlandi var talað um alla ógeðsfýluna sem hefur komið í ljós á pöbbunum í staðinn fyrir reykingafýluna. Breskir pöbbar hafa gjarnan teppi á gólfum svo það hljóta að vera heilu lítrarnir af áfengi, líkamsvessum og öðru sem í þeim leynast. Ég hef ekki kynnst þessu af eigin raun fyrr en núna á laugardaginn. Ég fór með Sigrúnu og Andrew á tónleika með Roots Manuva á klúbb sem heitir Cabaret Voltaire og það var hrikaleg gubbufýla þar inni. Bara alveg ógeðsleg gubbupest. Reyndust tónleikarnir álíka frábærir. Eftir þá fórum við á lókalinn hans Andrew sem státar af ofsóknaróðum útkösturum (annar hverra var borðherrann minn í brúðkaupinu þeirra-tótal nutcase!) og rándýrum kokteilum. Hins vegar var tónlistin góð (í höndum Joe, sem var líka við sama borð og ég í brúðkaupinu og endaði á að fleygja kransakökunni út í horn í eftirpartíinu-annað nutcase). Það kom í ljós að eitt af borðunum þarna hafði verið tekið frá fyrir Roots Manuva og þeir birtust seint og um síðir, gloomy as hell og hundleiddist þarna úti í horni-so much for being a VIP! Sumir vina Andrew voru frekar drukknir og óttuðumst við um tíma að þeir myndu taka það upp hjá sjálfum sér að setjast hjá hljónstinni og kvarta. Þeir héldu sig þó á mottunni.
Í gær var svo jólað á fullu. Ég byrjaði daginn á smá tölfræði en skellti mér svo í undirbúning einu jólagjafarinnar sem ég virðist munu gefa í ár (nema maður komi sterkur inn í gjafakaupum heima). Svo skreyttum við piparkökur niðri hjá Limmu og við Limma flöttum laufabrauðsdeig sem á að skera í dag. Og Nick var síðan búinn að elda roast dinner með brjálæðislega góðu nautakjöti, yorkshire pudding, sprouts, the works. Ógeðslega gott.
Og nú er mánudagur og ég ætti að fara að gera eitthvað af viti.
|
Þegar reykingar á almannafæri voru bannaðar hér í Skotlandi var talað um alla ógeðsfýluna sem hefur komið í ljós á pöbbunum í staðinn fyrir reykingafýluna. Breskir pöbbar hafa gjarnan teppi á gólfum svo það hljóta að vera heilu lítrarnir af áfengi, líkamsvessum og öðru sem í þeim leynast. Ég hef ekki kynnst þessu af eigin raun fyrr en núna á laugardaginn. Ég fór með Sigrúnu og Andrew á tónleika með Roots Manuva á klúbb sem heitir Cabaret Voltaire og það var hrikaleg gubbufýla þar inni. Bara alveg ógeðsleg gubbupest. Reyndust tónleikarnir álíka frábærir. Eftir þá fórum við á lókalinn hans Andrew sem státar af ofsóknaróðum útkösturum (annar hverra var borðherrann minn í brúðkaupinu þeirra-tótal nutcase!) og rándýrum kokteilum. Hins vegar var tónlistin góð (í höndum Joe, sem var líka við sama borð og ég í brúðkaupinu og endaði á að fleygja kransakökunni út í horn í eftirpartíinu-annað nutcase). Það kom í ljós að eitt af borðunum þarna hafði verið tekið frá fyrir Roots Manuva og þeir birtust seint og um síðir, gloomy as hell og hundleiddist þarna úti í horni-so much for being a VIP! Sumir vina Andrew voru frekar drukknir og óttuðumst við um tíma að þeir myndu taka það upp hjá sjálfum sér að setjast hjá hljónstinni og kvarta. Þeir héldu sig þó á mottunni.
Í gær var svo jólað á fullu. Ég byrjaði daginn á smá tölfræði en skellti mér svo í undirbúning einu jólagjafarinnar sem ég virðist munu gefa í ár (nema maður komi sterkur inn í gjafakaupum heima). Svo skreyttum við piparkökur niðri hjá Limmu og við Limma flöttum laufabrauðsdeig sem á að skera í dag. Og Nick var síðan búinn að elda roast dinner með brjálæðislega góðu nautakjöti, yorkshire pudding, sprouts, the works. Ógeðslega gott.
Og nú er mánudagur og ég ætti að fara að gera eitthvað af viti.
|