<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 01, 2006

1918-2006

Gleðilegan fullveldisdag kæru landar nær og fjær. Í kvöld verður svolítið sammenkomst í Liberton House í tilefni af deginum og aðalfundur Íslendingafélagsins haldinn í leiðinni. Ég verð vonandi leyst undan mínum skyldum sem formaður þorrablótsnefndar, en tel það þó harla ólíklegt. Á morgun er svo íslensk aðventumessa í St. John's. Ég bakaði 5 plötur af pebernødder til að fara með í messukaffið svo nú ilmar íbúðin mín af jólum. Annars snýst líf mitt þessa dagana um tölfræði og líkamsrækt til skiptis. Þetta verður því kærkomin tilbreyting um helgina.

Næst á dagskrá: leiðbeinendafundur eftir hálftíma. Hittumst heil.

PS: Haldið þið að Stekkjastaur rati til Sjanghæ? Alla leið á JinBangLu? Það kemur í ljós eftir 12 daga!

|