sunnudagur, júlí 30, 2006
Tómur bolli
Spáði í kaffibollann minn áðan. Ég hef aldrei áður séð svona fátt fólk í bollanum mínum. Satt að segja var ekkert fólk, bara tvö lítil ferðalög. Sorglegt.
|
Spáði í kaffibollann minn áðan. Ég hef aldrei áður séð svona fátt fólk í bollanum mínum. Satt að segja var ekkert fólk, bara tvö lítil ferðalög. Sorglegt.
|
föstudagur, júlí 28, 2006
OAPs
Gamlar konur virðast stundum taka sig saman í hópum til þess að fara í búðir. Þetta gerist einkum miðmorguns eða um nónbil. Þá virðist tíminn líða hægar en venjulega, allt gerist hægar, það er eins og maður ferðist í seigfljótandi vökva. Í gær, einmitt um nónbil, var ég í Sainsbury's að ná mér í vistir og ég þurfti að hafa mig alla við að verða ekki pirruð á þessum gömlu viðskiptavinum sem alls staðar þurftu að leggja kerrunum sínum, aka fyrirvaralaust út á gang lítandi hvorki til hægri né vinstri og bara almennt að vera fyrir mér í slow motion.
Þó létti mér fljótlega í skapi þegar ég kom auga á heiðgulan poll á miðju gólfi-þetta var eins og atriði úr Little Britain! Ég leit í kringum mig í þeirri von að sjá David Walliams í náttkjól og gollu en hann var hvergi að sjá. Sá líka fljótt að þetta var einhver lögur sem lekið hafði úr ostakælinum. Kannski mysa...
Ég gat því haldið áfram í góðu skapi og lét ekki kellurnar á mig fá. Skoðaði hins vegar af áhuga hvað þær voru með í körfunum. Flestar virtust lifa á kexi, jógúrt og kattamat. Ein hafði þó sett í körfuna samúðarkort með áletruninni "To the passing of a much loved Dad". Frumleg!
|
Gamlar konur virðast stundum taka sig saman í hópum til þess að fara í búðir. Þetta gerist einkum miðmorguns eða um nónbil. Þá virðist tíminn líða hægar en venjulega, allt gerist hægar, það er eins og maður ferðist í seigfljótandi vökva. Í gær, einmitt um nónbil, var ég í Sainsbury's að ná mér í vistir og ég þurfti að hafa mig alla við að verða ekki pirruð á þessum gömlu viðskiptavinum sem alls staðar þurftu að leggja kerrunum sínum, aka fyrirvaralaust út á gang lítandi hvorki til hægri né vinstri og bara almennt að vera fyrir mér í slow motion.
Þó létti mér fljótlega í skapi þegar ég kom auga á heiðgulan poll á miðju gólfi-þetta var eins og atriði úr Little Britain! Ég leit í kringum mig í þeirri von að sjá David Walliams í náttkjól og gollu en hann var hvergi að sjá. Sá líka fljótt að þetta var einhver lögur sem lekið hafði úr ostakælinum. Kannski mysa...
Ég gat því haldið áfram í góðu skapi og lét ekki kellurnar á mig fá. Skoðaði hins vegar af áhuga hvað þær voru með í körfunum. Flestar virtust lifa á kexi, jógúrt og kattamat. Ein hafði þó sett í körfuna samúðarkort með áletruninni "To the passing of a much loved Dad". Frumleg!
|
fimmtudagur, júlí 27, 2006
Ég þarf að spá í bolla-Diljá, hvar ertu?!
Hmmm....eðlisávísunin....? Er það þrjóska, þvermóðska, sjálfsstríðni eða bara bjartsýni að gera akkúrat þveröfugt við það sem hún segir mér? Það hefur ekki reynst vel hingað til en ekki virðist ég læra. *andvarp*
Í gær ákvað Nicky að efna til strandferðar. Það var 28 stiga hiti og ógeðslega rakt í veðri svo auðvitað varð ég að slá til. Við syntum í sjónum og grilluðum svo góða borgara og sperðla, átum á okkur gat og fleygðum svifdiski manna á milli, enda vorum við heill tugur manns (og þar að auki öll sem hugur manns). Súper. Nú er ég svo aftur fangin hér á Stofnun drottningar um læknisfræðilegar rannsóknir og læt loftræsibúnað dauðans telja mér trú um að það sé 10 stiga hiti úti. Það hentar mér afskaplega illa að vera rænd því að geta lesið í náttúruna, þetta er eiginlega spúkí.
Og ég er búin að lesa svo mörg blogg eftir miðbæjarrottur í dag að áðan fannst mér ég vera á gangi niður Bókhlöðustíg á svölum haustmorgni-og mig verkjaði í Íslendinginn í mér.
|
Hmmm....eðlisávísunin....? Er það þrjóska, þvermóðska, sjálfsstríðni eða bara bjartsýni að gera akkúrat þveröfugt við það sem hún segir mér? Það hefur ekki reynst vel hingað til en ekki virðist ég læra. *andvarp*
Í gær ákvað Nicky að efna til strandferðar. Það var 28 stiga hiti og ógeðslega rakt í veðri svo auðvitað varð ég að slá til. Við syntum í sjónum og grilluðum svo góða borgara og sperðla, átum á okkur gat og fleygðum svifdiski manna á milli, enda vorum við heill tugur manns (og þar að auki öll sem hugur manns). Súper. Nú er ég svo aftur fangin hér á Stofnun drottningar um læknisfræðilegar rannsóknir og læt loftræsibúnað dauðans telja mér trú um að það sé 10 stiga hiti úti. Það hentar mér afskaplega illa að vera rænd því að geta lesið í náttúruna, þetta er eiginlega spúkí.
Og ég er búin að lesa svo mörg blogg eftir miðbæjarrottur í dag að áðan fannst mér ég vera á gangi niður Bókhlöðustíg á svölum haustmorgni-og mig verkjaði í Íslendinginn í mér.
|
miðvikudagur, júlí 26, 2006
Maður úr bernskuminni mínu skaut upp kollinum á BBC 4 í morgun: Bhutros Bhutros Gali var í viðtali, sá mæti maður, og leit til baka til Súezkrísunnar. Ég fékk lýsis- og grautarbragð í munninn því þannig brögðuðust morgnarnir í mínu ungdæmi. Ég hristi það þó fljótlega af mér með espressobolla. En mikið var nú notalegt að heyra af honum Búdda kallinum, ég hélt svei mér þá að hann væri dáinn. Og í viðtalinu var minnst á Dag Hammarskjöld sem einmitt minnir mig á hverfið mitt í Köben þar sem er að finna breiðgötuna Dag Hammarskjölds Allé.
En annað í fréttum:
|
En annað í fréttum:
- Tilraunarræksnið virðist loksins hafa heppnast! Jibbí!
- Við vorum möluð í smátt í netbolta í gærkvöldi. Einn fékk heilahristing, öðrum blæddi úr andliti og sá þriðji fékk upp úr þessu bólgna löngutöng. Svo er manni sagt að þetta sé mjúka útgáfan á körfubolta!
- Búin að setja inn nokkrar nýjar myndir-brúðkaupsmyndir, BOKat myndir og grillveislumyndir af þakinu hjá Andy og Nicky
Lifið heil!
|
þriðjudagur, júlí 18, 2006
Oooooohhhh, fallin í sömu gryfju!
Haldið þið að ég hafi ekki sent málfarskvörtun rétt í þessu...ég er óforbetranleg. Ég fékk áðan auglýsingu frá Sparisjóðnum þar sem orðin "nýjir gjaldeyrisreikningar" koma tvisvar fram. Þessu get ég auðvitað ekki tekið þegjandi. Og svona fyrst ég var að kvarta minntist ég líka nokkrum orðum á orðsendinguna "Ert þú að fá nógu góða vexti?" sem alltaf fylgir rafrænu kvittununum frá þeim. Öööeeuuugh!
|
Haldið þið að ég hafi ekki sent málfarskvörtun rétt í þessu...ég er óforbetranleg. Ég fékk áðan auglýsingu frá Sparisjóðnum þar sem orðin "nýjir gjaldeyrisreikningar" koma tvisvar fram. Þessu get ég auðvitað ekki tekið þegjandi. Og svona fyrst ég var að kvarta minntist ég líka nokkrum orðum á orðsendinguna "Ert þú að fá nógu góða vexti?" sem alltaf fylgir rafrænu kvittununum frá þeim. Öööeeuuugh!
|
Ástandsrapport
Í dag er engu svalara í veðri en skapið þó aðeins betra. Náði sambandi við umheiminn á skype, hitti þar fyrir Nicky vinkonu mína sem er alveg rosalega til í að hittast niðri í bæ um hádegisbil á morgun. Þá ætlum við að ræða heimsins gagn og nauðsynjar og reyna að komast til botns í þessum stöðukvíða/hagkvíða sem unga fólkið nú til dags glímir við.
Tilraunin sem ég setti upp í gær virðist hafa misheppnast en mér er alveg nákvæmlega sama. Ætli ég reyni ekki aftur, það þýðir víst ekki að ganga frá hálfunnu verki. Já, ég er komin með upp í háls af þessari blessuðu stofnun með alla hennar hvítu sloppa, ástar- og átakasögur.
Í kvöld ætla ég að sósíalisera á netboltavellinum, hörkuleikur í vændum, fyrsta skipti sem ég spila í blönduðu liði. Á morgun er svo spáð 33 stiga hita og ég ætla að vera heima við að undirbúa fyrirlesturinn sem ég á að halda í Hollandi í byrjun ágúst. Fyrir utan að skreppa niður í bæ að hitta Nicky auðvitað!
|
Í dag er engu svalara í veðri en skapið þó aðeins betra. Náði sambandi við umheiminn á skype, hitti þar fyrir Nicky vinkonu mína sem er alveg rosalega til í að hittast niðri í bæ um hádegisbil á morgun. Þá ætlum við að ræða heimsins gagn og nauðsynjar og reyna að komast til botns í þessum stöðukvíða/hagkvíða sem unga fólkið nú til dags glímir við.
Tilraunin sem ég setti upp í gær virðist hafa misheppnast en mér er alveg nákvæmlega sama. Ætli ég reyni ekki aftur, það þýðir víst ekki að ganga frá hálfunnu verki. Já, ég er komin með upp í háls af þessari blessuðu stofnun með alla hennar hvítu sloppa, ástar- og átakasögur.
Í kvöld ætla ég að sósíalisera á netboltavellinum, hörkuleikur í vændum, fyrsta skipti sem ég spila í blönduðu liði. Á morgun er svo spáð 33 stiga hita og ég ætla að vera heima við að undirbúa fyrirlesturinn sem ég á að halda í Hollandi í byrjun ágúst. Fyrir utan að skreppa niður í bæ að hitta Nicky auðvitað!
|
mánudagur, júlí 17, 2006
...þess má geta að á leiðinni upp í Glencoe sprakk á bílnum. Það er ekki einleikið með mig og mín ferðalög um þessar mundir.
|
|
Letidagur
Ji minn eini, ég er svo mánudagsþunglynd í dag að það er ekki eðlilegt! Eftir helgina er alveg ógurlega erfitt að þurfa að sitja á rannsóknastofunni og hafa enga löngun til að gera neitt af viti. Úti er hitastigið um líkamshita, sólin skín í heiði og mig langar bara að vera Kúbverji í síestu.
Í gær var setið við höfnina og drukkinn hveitibjór í sólskininu og á laugardaginn var farið í útilegu upp í Glencoe þar sem midgies átu okkur upp til agna. Ég er með fjöldamörg bit í andlitinu og er glöð að ég leit ekki út eins og fílamaðurinn í morgun. Sem sagt, ég er ekki í stuði til að vera vísindamaður. Allir í kringum mig eru svo uppteknir við að vera vísindamenn að ekki fæ ég neinn félagsskap út úr þeim. Hvað á ég til bragðs að taka?
|
Ji minn eini, ég er svo mánudagsþunglynd í dag að það er ekki eðlilegt! Eftir helgina er alveg ógurlega erfitt að þurfa að sitja á rannsóknastofunni og hafa enga löngun til að gera neitt af viti. Úti er hitastigið um líkamshita, sólin skín í heiði og mig langar bara að vera Kúbverji í síestu.
Í gær var setið við höfnina og drukkinn hveitibjór í sólskininu og á laugardaginn var farið í útilegu upp í Glencoe þar sem midgies átu okkur upp til agna. Ég er með fjöldamörg bit í andlitinu og er glöð að ég leit ekki út eins og fílamaðurinn í morgun. Sem sagt, ég er ekki í stuði til að vera vísindamaður. Allir í kringum mig eru svo uppteknir við að vera vísindamenn að ekki fæ ég neinn félagsskap út úr þeim. Hvað á ég til bragðs að taka?
|
fimmtudagur, júlí 13, 2006
Fast land undir fótum
Úú....rosalega er búið að vera mikið að gera hjá mér, ég er farin að dragast aftur úr í frásögnum mínum. Tek ég nú upp þráðinn þar sem honum var sleppt:
Þegar ég kom heim skólaus og stöðumælasek datt mér í hug að langt, heitt bað væri svarið við mínum bænum. Var þá ekki ólukkans boilerinn dottinn út aftur og ég varð að láta mér nægja kalda sturtu. Rann mér þó ekki reiðin við hana.
Brúðkaupsmorgunn rann upp bjartur og fagur og ég sá fram á berfætt brúðkaup. Átti tíma í klippingu klukkan 9.30 og á leiðinni þangað gekk ég fram á útsöluskómarkað sem einmitt var opinn svona snemma. Þar rakst ég auðvitað á ferskju- og rjómalita skó sem voru settir úr 65 pundum niður í 7 og hálft pund! Þeir voru alveg fullkomnir og ég var hæstánægð með minn hlut.
Brúðkaupið var frábært, athöfnin fór fram í garðinum og svo var borðað og dansað til 4 í stóru tjaldi. Ég dansaði meira að segja í fjóra tíma á háhælunum og skipti svo í flata. Langflestir karlmannanna voru í kiltum, alveg stórglæsilegir og það var fyndið að dansa við þá þegar þeir voru orðnir drukknir því þá sveifluðu þeir sporraninum (loð- og leðurpyngjunni) framan á sér eins og algjörir perrar. Nokkrar eftirlegukindur héldu svo uppi fjörinu til klukkan 8 næsta morgun, meðal annars með því að rústa brúðkaupskökunni með einu handtaki.
hmmm...hvað hefur svo annað gerst...já, ég fór í grillveislu hjá vinkonu minni og hitti þar fullt af skemmtilegu og sætu fólki, aldrei of seint að eignast fleiri vini.
Svo fór ég á mína fyrstu ráðstefnu, flutti erindi og allt. Ég er annars ekki frá því að ferðalög reynist mér mun erfiðari nú en þau gerðu fyrir nokkrum árum. Áður fyrr var ég eins og flugfreyja, þaulvön og allt gekk smurt en nú er ég farin að gera fáránlegustu axarsköft, missa af hinu og þessu, gleyma hlutum hægri vinstri og láta græta mig á flugvöllum eða lestarstöðvum. Hefur þetta gert það að verkum að ég nýt þess bara hreint ekki lengur að ferðast og er það mjög miður.
Lenti í því að missa af lestinni til Leeds með farangrinum mínum í. Hvernig fer maður nú að því? Tjah, þegar stórt er spurt...mætti svo algjöru skilningsleysi karlrembustarfsmanns í miðasölunni sem vissi upp á sig sök en kom henni skilyrðislaust yfir á mig því ég er nú bara heimsk kvenvera. En bara róleg, ég er búin að skrifa kvörtunarbréf og ætla mér að fá 70 pundin sem ég missti upp úr þessu krafsi til baka.
Svo brá ég mér auðvitað til Köben, enn og aftur í viðbjóðshita, þar sem við foreldrar mínir, og ekki síst pabbi, gerðum skurk í íbúðinni, allt tekið í gegn á 10 dögum-geri aðrir betur!
Nú er ég komin til baka í svalann og ferska loftið, úkrúttið er að gera út af við garðinn minn og dúfuskammirnar hafa étið allt brokkolíið mitt. Auk þess tekur nú við undirbúningur fyrir næstu ráðstefnu og leiðbeinandastöðu í líffærafræði og frjósemisfræði-það verður langt í næstu færslu!
|
Úú....rosalega er búið að vera mikið að gera hjá mér, ég er farin að dragast aftur úr í frásögnum mínum. Tek ég nú upp þráðinn þar sem honum var sleppt:
Þegar ég kom heim skólaus og stöðumælasek datt mér í hug að langt, heitt bað væri svarið við mínum bænum. Var þá ekki ólukkans boilerinn dottinn út aftur og ég varð að láta mér nægja kalda sturtu. Rann mér þó ekki reiðin við hana.
Brúðkaupsmorgunn rann upp bjartur og fagur og ég sá fram á berfætt brúðkaup. Átti tíma í klippingu klukkan 9.30 og á leiðinni þangað gekk ég fram á útsöluskómarkað sem einmitt var opinn svona snemma. Þar rakst ég auðvitað á ferskju- og rjómalita skó sem voru settir úr 65 pundum niður í 7 og hálft pund! Þeir voru alveg fullkomnir og ég var hæstánægð með minn hlut.
Brúðkaupið var frábært, athöfnin fór fram í garðinum og svo var borðað og dansað til 4 í stóru tjaldi. Ég dansaði meira að segja í fjóra tíma á háhælunum og skipti svo í flata. Langflestir karlmannanna voru í kiltum, alveg stórglæsilegir og það var fyndið að dansa við þá þegar þeir voru orðnir drukknir því þá sveifluðu þeir sporraninum (loð- og leðurpyngjunni) framan á sér eins og algjörir perrar. Nokkrar eftirlegukindur héldu svo uppi fjörinu til klukkan 8 næsta morgun, meðal annars með því að rústa brúðkaupskökunni með einu handtaki.
hmmm...hvað hefur svo annað gerst...já, ég fór í grillveislu hjá vinkonu minni og hitti þar fullt af skemmtilegu og sætu fólki, aldrei of seint að eignast fleiri vini.
Svo fór ég á mína fyrstu ráðstefnu, flutti erindi og allt. Ég er annars ekki frá því að ferðalög reynist mér mun erfiðari nú en þau gerðu fyrir nokkrum árum. Áður fyrr var ég eins og flugfreyja, þaulvön og allt gekk smurt en nú er ég farin að gera fáránlegustu axarsköft, missa af hinu og þessu, gleyma hlutum hægri vinstri og láta græta mig á flugvöllum eða lestarstöðvum. Hefur þetta gert það að verkum að ég nýt þess bara hreint ekki lengur að ferðast og er það mjög miður.
Lenti í því að missa af lestinni til Leeds með farangrinum mínum í. Hvernig fer maður nú að því? Tjah, þegar stórt er spurt...mætti svo algjöru skilningsleysi karlrembustarfsmanns í miðasölunni sem vissi upp á sig sök en kom henni skilyrðislaust yfir á mig því ég er nú bara heimsk kvenvera. En bara róleg, ég er búin að skrifa kvörtunarbréf og ætla mér að fá 70 pundin sem ég missti upp úr þessu krafsi til baka.
Svo brá ég mér auðvitað til Köben, enn og aftur í viðbjóðshita, þar sem við foreldrar mínir, og ekki síst pabbi, gerðum skurk í íbúðinni, allt tekið í gegn á 10 dögum-geri aðrir betur!
Nú er ég komin til baka í svalann og ferska loftið, úkrúttið er að gera út af við garðinn minn og dúfuskammirnar hafa étið allt brokkolíið mitt. Auk þess tekur nú við undirbúningur fyrir næstu ráðstefnu og leiðbeinandastöðu í líffærafræði og frjósemisfræði-það verður langt í næstu færslu!
|