mánudagur, júlí 17, 2006
Letidagur
Ji minn eini, ég er svo mánudagsþunglynd í dag að það er ekki eðlilegt! Eftir helgina er alveg ógurlega erfitt að þurfa að sitja á rannsóknastofunni og hafa enga löngun til að gera neitt af viti. Úti er hitastigið um líkamshita, sólin skín í heiði og mig langar bara að vera Kúbverji í síestu.
Í gær var setið við höfnina og drukkinn hveitibjór í sólskininu og á laugardaginn var farið í útilegu upp í Glencoe þar sem midgies átu okkur upp til agna. Ég er með fjöldamörg bit í andlitinu og er glöð að ég leit ekki út eins og fílamaðurinn í morgun. Sem sagt, ég er ekki í stuði til að vera vísindamaður. Allir í kringum mig eru svo uppteknir við að vera vísindamenn að ekki fæ ég neinn félagsskap út úr þeim. Hvað á ég til bragðs að taka?
|
Ji minn eini, ég er svo mánudagsþunglynd í dag að það er ekki eðlilegt! Eftir helgina er alveg ógurlega erfitt að þurfa að sitja á rannsóknastofunni og hafa enga löngun til að gera neitt af viti. Úti er hitastigið um líkamshita, sólin skín í heiði og mig langar bara að vera Kúbverji í síestu.
Í gær var setið við höfnina og drukkinn hveitibjór í sólskininu og á laugardaginn var farið í útilegu upp í Glencoe þar sem midgies átu okkur upp til agna. Ég er með fjöldamörg bit í andlitinu og er glöð að ég leit ekki út eins og fílamaðurinn í morgun. Sem sagt, ég er ekki í stuði til að vera vísindamaður. Allir í kringum mig eru svo uppteknir við að vera vísindamenn að ekki fæ ég neinn félagsskap út úr þeim. Hvað á ég til bragðs að taka?
|