<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, júlí 27, 2006

Ég þarf að spá í bolla-Diljá, hvar ertu?!

Hmmm....eðlisávísunin....? Er það þrjóska, þvermóðska, sjálfsstríðni eða bara bjartsýni að gera akkúrat þveröfugt við það sem hún segir mér? Það hefur ekki reynst vel hingað til en ekki virðist ég læra. *andvarp*

Í gær ákvað Nicky að efna til strandferðar. Það var 28 stiga hiti og ógeðslega rakt í veðri svo auðvitað varð ég að slá til. Við syntum í sjónum og grilluðum svo góða borgara og sperðla, átum á okkur gat og fleygðum svifdiski manna á milli, enda vorum við heill tugur manns (og þar að auki öll sem hugur manns). Súper. Nú er ég svo aftur fangin hér á Stofnun drottningar um læknisfræðilegar rannsóknir og læt loftræsibúnað dauðans telja mér trú um að það sé 10 stiga hiti úti. Það hentar mér afskaplega illa að vera rænd því að geta lesið í náttúruna, þetta er eiginlega spúkí.

Og ég er búin að lesa svo mörg blogg eftir miðbæjarrottur í dag að áðan fannst mér ég vera á gangi niður Bókhlöðustíg á svölum haustmorgni-og mig verkjaði í Íslendinginn í mér.

|