föstudagur, apríl 28, 2006
Hahaha! Mbl.is segir að Charlton Heston verði alur áður en árið er liðið! Kallið það aulahúmor, en mér finnst þetta mjög fyndið!
|
|
Hugarfró
Ég er farin að venja komu mína á jógastað mér til yndisauka og afslöppunar. Þetta er sko alvöru jógastaður því þar ilmar allt af patchouli og sandalviði, fólki stekkur ekki bros ef einhver prumpar í átökunum og jógakennarinn drekkur hálfan lítra af grænu tei fyrir og hálfan lítra eftir kennslustundina. Um daginn kom upp úr honum setningin: "imagine being able to say 'totalitarian state, be gone' ". Í sturtuklefanum eru eftirfarandi skilaboð: "Please respect the yoga centre's relaxing ambience by refraining from using spray deodorants and perfume". Ég fíla þetta í botn og líður betur á sál og líkama.
Auk þess er komið vor hér í borg og breeding season has started-nóg hrossavinna fyrir mig, jibbí!
|
Ég er farin að venja komu mína á jógastað mér til yndisauka og afslöppunar. Þetta er sko alvöru jógastaður því þar ilmar allt af patchouli og sandalviði, fólki stekkur ekki bros ef einhver prumpar í átökunum og jógakennarinn drekkur hálfan lítra af grænu tei fyrir og hálfan lítra eftir kennslustundina. Um daginn kom upp úr honum setningin: "imagine being able to say 'totalitarian state, be gone' ". Í sturtuklefanum eru eftirfarandi skilaboð: "Please respect the yoga centre's relaxing ambience by refraining from using spray deodorants and perfume". Ég fíla þetta í botn og líður betur á sál og líkama.
Auk þess er komið vor hér í borg og breeding season has started-nóg hrossavinna fyrir mig, jibbí!
|
þriðjudagur, apríl 25, 2006
Nýjasta nýtt
Þetta er Gay Search, þá vitum við það. Mér létti undarlega nokk talsvert að vita að þetta er kona.
|
Þetta er Gay Search, þá vitum við það. Mér létti undarlega nokk talsvert að vita að þetta er kona.
|
"Fræga" fólkið
Í gær sá ég tvær frægar manneskjur í miðbæ Edinborgar: Annars vegar JK Rowling mömmu Harry Potters og hins vegar Einar Bárðarson (eða sko skoskan tvífara hans sem var jafnvel bústnari og rjóðari en frumútgáfan).
Svo var ég að skoða garðyrkjubækur í bókabúð og sá nafnið Gay Search á einum kilinum. Það er nú uppáhaldsnafnið mitt og nú þarf ég að stunda mikla gúgglun til þess að kynnast manninum (eða konunni?) bak við nafnið. Sæl að sinni.
|
Í gær sá ég tvær frægar manneskjur í miðbæ Edinborgar: Annars vegar JK Rowling mömmu Harry Potters og hins vegar Einar Bárðarson (eða sko skoskan tvífara hans sem var jafnvel bústnari og rjóðari en frumútgáfan).
Svo var ég að skoða garðyrkjubækur í bókabúð og sá nafnið Gay Search á einum kilinum. Það er nú uppáhaldsnafnið mitt og nú þarf ég að stunda mikla gúgglun til þess að kynnast manninum (eða konunni?) bak við nafnið. Sæl að sinni.
|
sunnudagur, apríl 23, 2006
Sunnudagspælingar
Það er oft gott að hafa myndir af tilbúnum matvörum utan á pakkningunum, svona svo maður sjái hvað er um að ræða. En af hverju þarf að hafa orðin "serving suggestion" við hliðina á myndinni þegar hún er einfaldlega af tveimur pitsusneiðum á diski?
Og er ég ein um það að hafa haldið að Alain Mikli og Alan Alda væru af íslenskum ættum?
Og að lokum: mér sýnist það ekki spurning um aldur að geta lesið Moggann spjaldanna á milli. Og þá meina ég lesið. Ég hélt að mér kæmi þessi hæfileiki með aldrinum en enn get ég ekki nema flett í gegn, skoðað myndirnar og lesið velvakanda.
|
Það er oft gott að hafa myndir af tilbúnum matvörum utan á pakkningunum, svona svo maður sjái hvað er um að ræða. En af hverju þarf að hafa orðin "serving suggestion" við hliðina á myndinni þegar hún er einfaldlega af tveimur pitsusneiðum á diski?
Og er ég ein um það að hafa haldið að Alain Mikli og Alan Alda væru af íslenskum ættum?
Og að lokum: mér sýnist það ekki spurning um aldur að geta lesið Moggann spjaldanna á milli. Og þá meina ég lesið. Ég hélt að mér kæmi þessi hæfileiki með aldrinum en enn get ég ekki nema flett í gegn, skoðað myndirnar og lesið velvakanda.
|
fimmtudagur, apríl 20, 2006
Sjálfsþurftahetjan mín
Já, ég var að komast að því að sjálfsþurftahetjan mín (lag: Dúkkulísurnar) hann John Seymour lést árið 2004, þá níræður. Þar missti mannkynið mikinn mann. Eins gott að hann gaf út bók.
|
Já, ég var að komast að því að sjálfsþurftahetjan mín (lag: Dúkkulísurnar) hann John Seymour lést árið 2004, þá níræður. Þar missti mannkynið mikinn mann. Eins gott að hann gaf út bók.
|
miðvikudagur, apríl 19, 2006
Sjálfs þurftir og annarra
Hér í borg er vor í lofti og ég er búin að stinga upp beðin og setja niður gladíólur. Og heilu raðirnar af hvítlauk standa nú upp úr moldinni og blakta í rokinu. Það er sko gaman að vera búkona. Og það fékk ég enn frekar staðfest í gær þegar ég keypti mér bókina "The complete book to selfsufficiency-The classic guide for realists and dreamers". Þar er farið í gegn um sjálfþurftabúskap í öllum smáatriðum, allt frá múrsteinagerð og akuryrkju til víngerðar og grísaslátrunar. Ég lá yfir þessu eins og barn á jólum og hlakka ósköp til að komast heim til að halda áfram að stúdera. Það að gjörnýta alla hluti, einnig "ruslið" höfðar alveg rosalega til mín því eins og höfundur segir: "there should be no waste, the dustman should never have to call". Hann státar sjálfur af því að hafa stundað sjálfsþurftabúskap frá því sjötíuogeitthvað og er núna níræður maður. Hefur hann meðal annars komið sér upp svokölluðum "Thunderbox" sem er þurrklósett sem framleiðir fínustu mold með tímanum. Jibbíjæjei, hlakka til að eignast jörð!
Þess vegna varð ég ansi pirruð þegar ég heyrði áðan stúlkukindina í klósettklefanum við hliðina á mér í skólanum hamast á klósettpappírsskammtaranum og hífa út óhemjubunka sem hún þurfti eflaust ekkert á að halda! Nema hún sé með svona rosalega stóran rass. Hvað veit ég...
|
Hér í borg er vor í lofti og ég er búin að stinga upp beðin og setja niður gladíólur. Og heilu raðirnar af hvítlauk standa nú upp úr moldinni og blakta í rokinu. Það er sko gaman að vera búkona. Og það fékk ég enn frekar staðfest í gær þegar ég keypti mér bókina "The complete book to selfsufficiency-The classic guide for realists and dreamers". Þar er farið í gegn um sjálfþurftabúskap í öllum smáatriðum, allt frá múrsteinagerð og akuryrkju til víngerðar og grísaslátrunar. Ég lá yfir þessu eins og barn á jólum og hlakka ósköp til að komast heim til að halda áfram að stúdera. Það að gjörnýta alla hluti, einnig "ruslið" höfðar alveg rosalega til mín því eins og höfundur segir: "there should be no waste, the dustman should never have to call". Hann státar sjálfur af því að hafa stundað sjálfsþurftabúskap frá því sjötíuogeitthvað og er núna níræður maður. Hefur hann meðal annars komið sér upp svokölluðum "Thunderbox" sem er þurrklósett sem framleiðir fínustu mold með tímanum. Jibbíjæjei, hlakka til að eignast jörð!
Þess vegna varð ég ansi pirruð þegar ég heyrði áðan stúlkukindina í klósettklefanum við hliðina á mér í skólanum hamast á klósettpappírsskammtaranum og hífa út óhemjubunka sem hún þurfti eflaust ekkert á að halda! Nema hún sé með svona rosalega stóran rass. Hvað veit ég...
|
mánudagur, apríl 10, 2006
Taktík...?
Hvernig í ósköpunum á stór mynd af Sigurjóni Kjartanssyni með loðkraga, skakkt bros og sólina í augunum að fá fólk til þess að sækja um starf hjá Eimskipum? Hafiði séð auglýsinguna í atvinnublaði sunnudagsmoggans? Hvað gengur þeim til? Fermingarbörnum finnst kannski sniðugt að versla við fyrirtæki sem upphefja kjánana Sveppa og Audda en þessi Eimskipaauglýsing missir algjörlega marks....eða hvað finnst ykkur?
|
Hvernig í ósköpunum á stór mynd af Sigurjóni Kjartanssyni með loðkraga, skakkt bros og sólina í augunum að fá fólk til þess að sækja um starf hjá Eimskipum? Hafiði séð auglýsinguna í atvinnublaði sunnudagsmoggans? Hvað gengur þeim til? Fermingarbörnum finnst kannski sniðugt að versla við fyrirtæki sem upphefja kjánana Sveppa og Audda en þessi Eimskipaauglýsing missir algjörlega marks....eða hvað finnst ykkur?
|
fimmtudagur, apríl 06, 2006
Getur einhver útskýrt fyrir mér hvað Þorgerður Katrín átti við með þessu "frekar-hægra-læri-en-það-vinstra"-dæmi? Ég skil bara ekki....
|
|
miðvikudagur, apríl 05, 2006
Couldn't resist it
Rétt í þessu heyrði ég niðurlag vísindabrandara sem vakti mikla kátínu í hópi hinna sloppklæddu brandarakarla: "...that's why you have to be careful with me, I might say 'add a 100 microliters when I mean 1 ml'...ahahhahahhah!!"
....Úff....
|
Rétt í þessu heyrði ég niðurlag vísindabrandara sem vakti mikla kátínu í hópi hinna sloppklæddu brandarakarla: "...that's why you have to be careful with me, I might say 'add a 100 microliters when I mean 1 ml'...ahahhahahhah!!"
....Úff....
|
Hugvísindafólk, lítið undan núna!
Jæja félagar! Það er aldeilis búin að vera lægð yfir mínum skrifum undanfarið. Helgast hún aðallega af leti og viðburðaskorti því viljinn er vissulega fyrir hendi. Letin hafði einnig áhrif á lærdóminn því síðustu viku nennti ég bara ómögulega að mæta á Queens Medical Research Institute-aðallega því Simon leiðbeinandinn minn var farinn að pirra mig alveg rosalega. Það var kannski eins gott að ég hélt mig fjarri því Rose fékk víst enn eitt fýlukastið og eitraði svoleiðis út frá sér að fólk var farið að grenja undan henni. Fýlan átti víst uppruna sinn í því að henni var ekki boðið (persónulega, heldur var henni boðið í tölvupósti eins og öllum hinum) í ungdómspartí hér í bæ á fimmtudaginn sem ein af ungu vísindamönnunum hér stóð fyrir. Þar áttu allir að mæta með mp3 tækin sín og hver og einn fékk að spila 3 lög úr safninu sínu. Sem sagt, Rose hefði líklega verið utanveltu hvort eð er.
Svo nú veit ég við hverju er að búast eftir páska þegar við Rose förum að þróa seinustu verklýsinguna í verkefninu mínu. Best að tipla í kringum hana.
Annars er auðvitað alltaf líf og fjör í heimi vísindanna. Manni hættir þó við því að verða svolítið "indspist", eða "fagnørd", og því tók ég þá lærðu ákvörðun í gær að fara ekki á Edinburgh Science Festival sem verður haldin um páskana og er aðallega fyrir börn (með alls konar tilraunum sem má prófa og svona!) þó mig langi svo sárt! Um daginn eignaðist ég hins vegar loksins aðra þáttaröð Look Around You, þvílíkur unaðsunaður.
Já annars, það er eitt sem ég hef tekið eftir: Rannsóknahópurinn okkar deilir rannsóknastofu með hópnum hans Ian Wilmut, "föður" ærinnar Dollyar og þau halda auðvitað að þau séu eitthvað og strunsa um eins og roggnir hanar. Ég sé að eina bókin sem er á þeirra hillu er merkisritið "The Genetics of Sheep" og hef því ályktað að þetta klónunardæmi sé ekki eins flókið og fólk vill vera láta.
Ég vona heitt og innilega að næsta færsla verði ekki vísindafærsla. Þetta er líklega nóg í bili!
|
Jæja félagar! Það er aldeilis búin að vera lægð yfir mínum skrifum undanfarið. Helgast hún aðallega af leti og viðburðaskorti því viljinn er vissulega fyrir hendi. Letin hafði einnig áhrif á lærdóminn því síðustu viku nennti ég bara ómögulega að mæta á Queens Medical Research Institute-aðallega því Simon leiðbeinandinn minn var farinn að pirra mig alveg rosalega. Það var kannski eins gott að ég hélt mig fjarri því Rose fékk víst enn eitt fýlukastið og eitraði svoleiðis út frá sér að fólk var farið að grenja undan henni. Fýlan átti víst uppruna sinn í því að henni var ekki boðið (persónulega, heldur var henni boðið í tölvupósti eins og öllum hinum) í ungdómspartí hér í bæ á fimmtudaginn sem ein af ungu vísindamönnunum hér stóð fyrir. Þar áttu allir að mæta með mp3 tækin sín og hver og einn fékk að spila 3 lög úr safninu sínu. Sem sagt, Rose hefði líklega verið utanveltu hvort eð er.
Svo nú veit ég við hverju er að búast eftir páska þegar við Rose förum að þróa seinustu verklýsinguna í verkefninu mínu. Best að tipla í kringum hana.
Annars er auðvitað alltaf líf og fjör í heimi vísindanna. Manni hættir þó við því að verða svolítið "indspist", eða "fagnørd", og því tók ég þá lærðu ákvörðun í gær að fara ekki á Edinburgh Science Festival sem verður haldin um páskana og er aðallega fyrir börn (með alls konar tilraunum sem má prófa og svona!) þó mig langi svo sárt! Um daginn eignaðist ég hins vegar loksins aðra þáttaröð Look Around You, þvílíkur unaðsunaður.
Já annars, það er eitt sem ég hef tekið eftir: Rannsóknahópurinn okkar deilir rannsóknastofu með hópnum hans Ian Wilmut, "föður" ærinnar Dollyar og þau halda auðvitað að þau séu eitthvað og strunsa um eins og roggnir hanar. Ég sé að eina bókin sem er á þeirra hillu er merkisritið "The Genetics of Sheep" og hef því ályktað að þetta klónunardæmi sé ekki eins flókið og fólk vill vera láta.
Ég vona heitt og innilega að næsta færsla verði ekki vísindafærsla. Þetta er líklega nóg í bili!
|