<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, apríl 23, 2006

Sunnudagspælingar

Það er oft gott að hafa myndir af tilbúnum matvörum utan á pakkningunum, svona svo maður sjái hvað er um að ræða. En af hverju þarf að hafa orðin "serving suggestion" við hliðina á myndinni þegar hún er einfaldlega af tveimur pitsusneiðum á diski?

Og er ég ein um það að hafa haldið að Alain Mikli og Alan Alda væru af íslenskum ættum?

Og að lokum: mér sýnist það ekki spurning um aldur að geta lesið Moggann spjaldanna á milli. Og þá meina ég lesið. Ég hélt að mér kæmi þessi hæfileiki með aldrinum en enn get ég ekki nema flett í gegn, skoðað myndirnar og lesið velvakanda.

|