miðvikudagur, apríl 19, 2006
Sjálfs þurftir og annarra
Hér í borg er vor í lofti og ég er búin að stinga upp beðin og setja niður gladíólur. Og heilu raðirnar af hvítlauk standa nú upp úr moldinni og blakta í rokinu. Það er sko gaman að vera búkona. Og það fékk ég enn frekar staðfest í gær þegar ég keypti mér bókina "The complete book to selfsufficiency-The classic guide for realists and dreamers". Þar er farið í gegn um sjálfþurftabúskap í öllum smáatriðum, allt frá múrsteinagerð og akuryrkju til víngerðar og grísaslátrunar. Ég lá yfir þessu eins og barn á jólum og hlakka ósköp til að komast heim til að halda áfram að stúdera. Það að gjörnýta alla hluti, einnig "ruslið" höfðar alveg rosalega til mín því eins og höfundur segir: "there should be no waste, the dustman should never have to call". Hann státar sjálfur af því að hafa stundað sjálfsþurftabúskap frá því sjötíuogeitthvað og er núna níræður maður. Hefur hann meðal annars komið sér upp svokölluðum "Thunderbox" sem er þurrklósett sem framleiðir fínustu mold með tímanum. Jibbíjæjei, hlakka til að eignast jörð!
Þess vegna varð ég ansi pirruð þegar ég heyrði áðan stúlkukindina í klósettklefanum við hliðina á mér í skólanum hamast á klósettpappírsskammtaranum og hífa út óhemjubunka sem hún þurfti eflaust ekkert á að halda! Nema hún sé með svona rosalega stóran rass. Hvað veit ég...
|
Hér í borg er vor í lofti og ég er búin að stinga upp beðin og setja niður gladíólur. Og heilu raðirnar af hvítlauk standa nú upp úr moldinni og blakta í rokinu. Það er sko gaman að vera búkona. Og það fékk ég enn frekar staðfest í gær þegar ég keypti mér bókina "The complete book to selfsufficiency-The classic guide for realists and dreamers". Þar er farið í gegn um sjálfþurftabúskap í öllum smáatriðum, allt frá múrsteinagerð og akuryrkju til víngerðar og grísaslátrunar. Ég lá yfir þessu eins og barn á jólum og hlakka ósköp til að komast heim til að halda áfram að stúdera. Það að gjörnýta alla hluti, einnig "ruslið" höfðar alveg rosalega til mín því eins og höfundur segir: "there should be no waste, the dustman should never have to call". Hann státar sjálfur af því að hafa stundað sjálfsþurftabúskap frá því sjötíuogeitthvað og er núna níræður maður. Hefur hann meðal annars komið sér upp svokölluðum "Thunderbox" sem er þurrklósett sem framleiðir fínustu mold með tímanum. Jibbíjæjei, hlakka til að eignast jörð!
Þess vegna varð ég ansi pirruð þegar ég heyrði áðan stúlkukindina í klósettklefanum við hliðina á mér í skólanum hamast á klósettpappírsskammtaranum og hífa út óhemjubunka sem hún þurfti eflaust ekkert á að halda! Nema hún sé með svona rosalega stóran rass. Hvað veit ég...
|