<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 25, 2006

"Fræga" fólkið

Í gær sá ég tvær frægar manneskjur í miðbæ Edinborgar: Annars vegar JK Rowling mömmu Harry Potters og hins vegar Einar Bárðarson (eða sko skoskan tvífara hans sem var jafnvel bústnari og rjóðari en frumútgáfan).

Svo var ég að skoða garðyrkjubækur í bókabúð og sá nafnið Gay Search á einum kilinum. Það er nú uppáhaldsnafnið mitt og nú þarf ég að stunda mikla gúgglun til þess að kynnast manninum (eða konunni?) bak við nafnið. Sæl að sinni.

|