<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 28, 2006

Hugarfró

Ég er farin að venja komu mína á jógastað mér til yndisauka og afslöppunar. Þetta er sko alvöru jógastaður því þar ilmar allt af patchouli og sandalviði, fólki stekkur ekki bros ef einhver prumpar í átökunum og jógakennarinn drekkur hálfan lítra af grænu tei fyrir og hálfan lítra eftir kennslustundina. Um daginn kom upp úr honum setningin: "imagine being able to say 'totalitarian state, be gone' ". Í sturtuklefanum eru eftirfarandi skilaboð: "Please respect the yoga centre's relaxing ambience by refraining from using spray deodorants and perfume". Ég fíla þetta í botn og líður betur á sál og líkama.

Auk þess er komið vor hér í borg og breeding season has started-nóg hrossavinna fyrir mig, jibbí!

|