laugardagur, mars 19, 2005
Eins og allir vita átti Elton John við alveg rosalega kókaínfíkn að stríða um tíma. Þarna er komin skýringin á múnderingunni hér fyrir ofan. Kókaínkollan er sem sagt gamalt trikk í smyglbransanum.
|
fimmtudagur, mars 17, 2005
Jón Flón
Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um pistlana hans Jóns Gnarr aftan á Fréttablaðinu. Hann tekur gjarnan upp þörf mál og veltir fyrir sér, ég hef sjálf haft áhyggjur af sumum þeirra. En hann gerir það á svo rembingslegan hátt, og alltaf að tala um Guð. Maður byrjar að lesa voða opinn fyrir skoðunum hans, en eftir því sem neðar dregur í pistlunum sér maður að engin er rökfestan. Þetta er örugglega grín sem gekk of langt og nú verður ekki aftur snúið. Hann er fastur í lygavef, hættur að hlæja og bölvar nú þessari frábæru hugmynd sinni í sand og ösku. Nú síðast var hann að hneykslast á átröskunum og dýrkun fagurra líkama og endaði svo á að segja að svarið væri Guð. Einfaldlega.
|
Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um pistlana hans Jóns Gnarr aftan á Fréttablaðinu. Hann tekur gjarnan upp þörf mál og veltir fyrir sér, ég hef sjálf haft áhyggjur af sumum þeirra. En hann gerir það á svo rembingslegan hátt, og alltaf að tala um Guð. Maður byrjar að lesa voða opinn fyrir skoðunum hans, en eftir því sem neðar dregur í pistlunum sér maður að engin er rökfestan. Þetta er örugglega grín sem gekk of langt og nú verður ekki aftur snúið. Hann er fastur í lygavef, hættur að hlæja og bölvar nú þessari frábæru hugmynd sinni í sand og ösku. Nú síðast var hann að hneykslast á átröskunum og dýrkun fagurra líkama og endaði svo á að segja að svarið væri Guð. Einfaldlega.
|
miðvikudagur, mars 16, 2005
Gliðsa í góðum fíling
Rannsóknastofan mín er í Edinburgh Royal Infirmary, stofnuninni sem ég fæddist á fyrir nær þremur áratugum. Þar fæðast ennþá börn og í dag sá ég eitt borið nýborið í barnastól á leið heim í fyrsta skipti. Móðirin var á aldur við mig og greinilega með bullandi grindargliðnun því hún kjagaði eins og gamall dvergur. Svo þegar hún ætlaði að setjast inn í bíl gat hún ekki lyft öðrum fætinum og staðið á hinum. Að konur skuli gera sér þetta! Væri hún kýr hefðu lappirnar á henni verið reyrðar saman svo hún gæti ekki orðið gliðsa, því í fjósinu er það ósjaldan dauðadómur.
Annars er sólin búin að skína í dag, hitastigið tveggja stafa tala og komin útlandalykt í loftið.
Ætti ég ekki bara að gerast Baadermaður?
|
Rannsóknastofan mín er í Edinburgh Royal Infirmary, stofnuninni sem ég fæddist á fyrir nær þremur áratugum. Þar fæðast ennþá börn og í dag sá ég eitt borið nýborið í barnastól á leið heim í fyrsta skipti. Móðirin var á aldur við mig og greinilega með bullandi grindargliðnun því hún kjagaði eins og gamall dvergur. Svo þegar hún ætlaði að setjast inn í bíl gat hún ekki lyft öðrum fætinum og staðið á hinum. Að konur skuli gera sér þetta! Væri hún kýr hefðu lappirnar á henni verið reyrðar saman svo hún gæti ekki orðið gliðsa, því í fjósinu er það ósjaldan dauðadómur.
Annars er sólin búin að skína í dag, hitastigið tveggja stafa tala og komin útlandalykt í loftið.
Ætti ég ekki bara að gerast Baadermaður?
|
mánudagur, mars 14, 2005
Vorgleði
Nú er ég sko búin að vinna heilbrigt dagsverk. Ég get með góðri samvisku sest niður með prjónana fyrir framan sjónvarpið því ég er búin að vinna eins og berserkur í dag. Og ég fór með hollt nesti í skólann og svo fann ég hjá mér þörf til þess að fara út að hlaupa....ekki að ég hafi látið það eftir mér, en þetta er þó byrjun!
Já, vor er í lofti, dagarnir lengjast sífellt og mér finnst ég vera til einhvers nytsamleg. Hva, ég hef bara upplifað skítlegri daga!
|
Nú er ég sko búin að vinna heilbrigt dagsverk. Ég get með góðri samvisku sest niður með prjónana fyrir framan sjónvarpið því ég er búin að vinna eins og berserkur í dag. Og ég fór með hollt nesti í skólann og svo fann ég hjá mér þörf til þess að fara út að hlaupa....ekki að ég hafi látið það eftir mér, en þetta er þó byrjun!
Já, vor er í lofti, dagarnir lengjast sífellt og mér finnst ég vera til einhvers nytsamleg. Hva, ég hef bara upplifað skítlegri daga!
|
Kaupmennskan er ekkert grín
Ég er alltaf að meiða mig, það dylst engum. Um daginn var ég að baka og náði að setja vísifingur utan í brennheita ofngrind. Fann hvernig húðin dróst saman og heyrði bullsjóða í undirhúðinni. Ég hef fylgst af áhuga með þróun áverkans, hef meira að segja staðist freistinguna að kroppa í þetta, svo batinn hefur verið ágætur. Svo þegar aðeins lítið, flatt, bláleitt ör var eftir tókst mér auðvitað að skera mig djúpum skurði þvert ofan í örið! Svo nú er á fingrinum "Svona erum við"-sár, það er svona rautt og þrútið og meira að segja sláttur í því, ég sé það blikka, rautt og hvítt á víxl. Já, mikil eru undur eigin líkama!
Á mínum yngri árum eyddi ég mörgum síðdegistúrum á Ndr. Frihavnsgade, Østerbrogade eða Nørrebrogade. Ef ég átti leið í grænmetismarkaðinn, blómabúðina eða kjallaraskóbúðina þótti mér yfirleitt huggulegt ef fólk gaf sér tíma til að spjalla aðeins við mann og láta manni líða eins og gesti frekar en að þegja með dollaramerki í augunum. Það kom annað hljóð í minn strokk þegar ég lenti í því í gær að þurfa að standa á spjalli við afgreiðslustúlku í stórmarkaði.
Hún byrjaði á því að spjalla um veðrið meðan hún blíbbaði vörurnar eina af annarri. Ég bablaði eitthvað um snjókomu og sólskin og fannst það ekkert tiltökumál. Svo spurði hún hvaðan ég væri...ég hikaði aðeins (ætti ég að ljúga einhverju....) en sagði svo "Iceland". Hélt kannski að þetta væri bara forvitni sem hún varð að fá svalað og svo myndi hún þegja. En...hún hélt áfram að unga út úr sér spurningum um það hvað ég væri að gera í Edinborg, hvort ég væri í háskólanum, hvernig mér líkaði...hún kom mér svo á óvart að ég svaraði þessu öllu samviskusamlega í stað þess að ljúga því að ég væri hárgreiðsludama frá Póllandi, hvort hana vantaði ekki litun og permanent, hún gæti komið heim til mín í Craigmillar og ég gæti reddað þessu. Svo gætum við farið út á lífið, ég væri nefnilega svo ósköp einmana eftir að maðurinn lenti í steininum. Það hefði þaggað niður í henni...en ég var ekki nógu mikil manneskja.
Hún hefur eflaust fengið þessi fyrirmæli á starfsmannafundinum þann morguninn..."og sýnið nú viðskiptavinunum hvað við erum notaleg verslun, sýnið áhuga á lífi þeirra, svona eins og þeir væru á spjalli við kaupmanninn á horninu sem er búinn að þekkja þá síðan þeir voru í vöggu". Starfsmannastjórinn þurfti að nota hljóðkerfi til að koma skilaboðunum áfram til þeirra 300 starfsmanna sem voru á vakt þann morguninn.
Þetta myndu Danir kalla surt opstød, fy for pokker!
|
Ég er alltaf að meiða mig, það dylst engum. Um daginn var ég að baka og náði að setja vísifingur utan í brennheita ofngrind. Fann hvernig húðin dróst saman og heyrði bullsjóða í undirhúðinni. Ég hef fylgst af áhuga með þróun áverkans, hef meira að segja staðist freistinguna að kroppa í þetta, svo batinn hefur verið ágætur. Svo þegar aðeins lítið, flatt, bláleitt ör var eftir tókst mér auðvitað að skera mig djúpum skurði þvert ofan í örið! Svo nú er á fingrinum "Svona erum við"-sár, það er svona rautt og þrútið og meira að segja sláttur í því, ég sé það blikka, rautt og hvítt á víxl. Já, mikil eru undur eigin líkama!
Á mínum yngri árum eyddi ég mörgum síðdegistúrum á Ndr. Frihavnsgade, Østerbrogade eða Nørrebrogade. Ef ég átti leið í grænmetismarkaðinn, blómabúðina eða kjallaraskóbúðina þótti mér yfirleitt huggulegt ef fólk gaf sér tíma til að spjalla aðeins við mann og láta manni líða eins og gesti frekar en að þegja með dollaramerki í augunum. Það kom annað hljóð í minn strokk þegar ég lenti í því í gær að þurfa að standa á spjalli við afgreiðslustúlku í stórmarkaði.
Hún byrjaði á því að spjalla um veðrið meðan hún blíbbaði vörurnar eina af annarri. Ég bablaði eitthvað um snjókomu og sólskin og fannst það ekkert tiltökumál. Svo spurði hún hvaðan ég væri...ég hikaði aðeins (ætti ég að ljúga einhverju....) en sagði svo "Iceland". Hélt kannski að þetta væri bara forvitni sem hún varð að fá svalað og svo myndi hún þegja. En...hún hélt áfram að unga út úr sér spurningum um það hvað ég væri að gera í Edinborg, hvort ég væri í háskólanum, hvernig mér líkaði...hún kom mér svo á óvart að ég svaraði þessu öllu samviskusamlega í stað þess að ljúga því að ég væri hárgreiðsludama frá Póllandi, hvort hana vantaði ekki litun og permanent, hún gæti komið heim til mín í Craigmillar og ég gæti reddað þessu. Svo gætum við farið út á lífið, ég væri nefnilega svo ósköp einmana eftir að maðurinn lenti í steininum. Það hefði þaggað niður í henni...en ég var ekki nógu mikil manneskja.
Hún hefur eflaust fengið þessi fyrirmæli á starfsmannafundinum þann morguninn..."og sýnið nú viðskiptavinunum hvað við erum notaleg verslun, sýnið áhuga á lífi þeirra, svona eins og þeir væru á spjalli við kaupmanninn á horninu sem er búinn að þekkja þá síðan þeir voru í vöggu". Starfsmannastjórinn þurfti að nota hljóðkerfi til að koma skilaboðunum áfram til þeirra 300 starfsmanna sem voru á vakt þann morguninn.
Þetta myndu Danir kalla surt opstød, fy for pokker!
|
laugardagur, mars 12, 2005
Meldað sig
Já, það er eins og áður, ég hef haft eitthvað að gera síðustu viku og því liggur ekkert eftir mig hér. En nú skal úr því bætt, ástmaður minn hefur enn og aftur yfirgefið mig og því ekkert betra að gera en tjá sig á alnetinu.
Ég er mikið búin að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara heim um páskana og samviska mín hefur hingað til bannað mér það. Nú lítur hins vegar út fyrir að mars muni í alvörunni bera verkefni mínu ávöxt í líki heils kafla í ritgerðina mína. Jibbí, þá líður mér skyndilega mun betur, skelli mér á netið og panta far heim. Og ekki nóg með það, ég verð heima í 8 daga og samviskan er bara fín yfir því. Ég réttlæti þessa dvöl líka með ýmsum leiðum, til dæmis því að það er kominn tími á tannlæknisheimsókn og auðvitað fer ég ekki að láta einhvern ókunnugan eiga við hvoftinn á mér.
Ég lenti í mjög óþægilegu atviki um daginn þegar við Bea fórum að sjá Hotel Rwanda, sannsögulega bíómynd um þjóðarmorðin í Rúanda. Þetta var átakanleg mynd með mörgum óþægilegum atriðum og sífelldri spennu þar sem söguhetjurnar voru alltaf að sleppa naumlega við sveðjurnar. Ég sat í hnipri með hnén upp að höku og hnút í maganum. Hnúturinn var ekki síst fyrir það að Bea sat við hliðina á mér og hágrét, sko með ekkasogum og orgi. Nú er ég venjulega gráttýpan og hélt að Bea væri það ekki svo þetta kom mjög flatt upp á mig. Sérstaklega þar sem ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Hún er ekkert þannig vinkona mín að ég gæti huggað hana eða neitt...svo ég beit á jaxlinn, starði beint áfram og þóttist hvorki sjá né heyra ástand hennar. Og var svo rosalega karlmannleg og minntist ekki orði á þetta á leiðinni
heim. Úff, hvað ég er indæl.
Og að lokum: Ætli stofnandi írska flugfélagsins Aer Lingus hafi gjarnan lesið í dónabókinni "sexual perversions" frá 1955?
|
Já, það er eins og áður, ég hef haft eitthvað að gera síðustu viku og því liggur ekkert eftir mig hér. En nú skal úr því bætt, ástmaður minn hefur enn og aftur yfirgefið mig og því ekkert betra að gera en tjá sig á alnetinu.
Ég er mikið búin að velta því fyrir mér hvort ég ætti að fara heim um páskana og samviska mín hefur hingað til bannað mér það. Nú lítur hins vegar út fyrir að mars muni í alvörunni bera verkefni mínu ávöxt í líki heils kafla í ritgerðina mína. Jibbí, þá líður mér skyndilega mun betur, skelli mér á netið og panta far heim. Og ekki nóg með það, ég verð heima í 8 daga og samviskan er bara fín yfir því. Ég réttlæti þessa dvöl líka með ýmsum leiðum, til dæmis því að það er kominn tími á tannlæknisheimsókn og auðvitað fer ég ekki að láta einhvern ókunnugan eiga við hvoftinn á mér.
Ég lenti í mjög óþægilegu atviki um daginn þegar við Bea fórum að sjá Hotel Rwanda, sannsögulega bíómynd um þjóðarmorðin í Rúanda. Þetta var átakanleg mynd með mörgum óþægilegum atriðum og sífelldri spennu þar sem söguhetjurnar voru alltaf að sleppa naumlega við sveðjurnar. Ég sat í hnipri með hnén upp að höku og hnút í maganum. Hnúturinn var ekki síst fyrir það að Bea sat við hliðina á mér og hágrét, sko með ekkasogum og orgi. Nú er ég venjulega gráttýpan og hélt að Bea væri það ekki svo þetta kom mjög flatt upp á mig. Sérstaklega þar sem ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Hún er ekkert þannig vinkona mín að ég gæti huggað hana eða neitt...svo ég beit á jaxlinn, starði beint áfram og þóttist hvorki sjá né heyra ástand hennar. Og var svo rosalega karlmannleg og minntist ekki orði á þetta á leiðinni
heim. Úff, hvað ég er indæl.
Og að lokum: Ætli stofnandi írska flugfélagsins Aer Lingus hafi gjarnan lesið í dónabókinni "sexual perversions" frá 1955?
|
miðvikudagur, mars 02, 2005
Helv... páfinn
Mikið er nú skemmtileg þessi nýja sápa sem segir frá ævintýrum ellihrumrar páfadulu sem berst við hversdagslegar ógnir eins og lungnakvef og legusár. Nú síðast var dáðst að honum í blöðunum fyrir að ræða bæði á þýsku og ítölsku við háttsettan kardínála. Hva voða mont er þetta í karlinum...eða er kannski raunin sú að hann er bara ekkert sérstakur í tungumálum og þarf að vefa saman orð héðan og þaðan til þess að gera sig skiljanlegan á einhverju öðru en latínu? Annars held ég að þessi kardínáli sé bara grúppía sem getur ekki sætt sig við að að goðið muni ekki mæla orð af munni næstu vikurnar. Næst segir hann að ristabrauð páfa hafi grátið blóðugum tárum Maríu Meyjar.
Það sem helst er nýtt úr lífs míns sápuóperu er að ég stóð (í skugganum af Limmu!) fyrir 70 manna þorrablóti í Edinborg á laugardaginn og er bara rétt að jafna mig. Þar var fólk allt mjög þvalt þegar líða fór á kvöldið og var í miklum veiðihug. Var ég margsinnis kölluð "helv... dýralæknirinn" af einum gestanna, en þegar mér fór að leiðast þessi ljóta nafnbót og spurði hann af hverju "helv..." skildist mér að hann meinti þetta sem hól og svo klykkti hann út með ógeðslegustu pikköpplínu sem ég hef heyrt, bara. Og hef ég nú heyrt þær nokkrar...eða þrjár...eða eina...(",).
|
Mikið er nú skemmtileg þessi nýja sápa sem segir frá ævintýrum ellihrumrar páfadulu sem berst við hversdagslegar ógnir eins og lungnakvef og legusár. Nú síðast var dáðst að honum í blöðunum fyrir að ræða bæði á þýsku og ítölsku við háttsettan kardínála. Hva voða mont er þetta í karlinum...eða er kannski raunin sú að hann er bara ekkert sérstakur í tungumálum og þarf að vefa saman orð héðan og þaðan til þess að gera sig skiljanlegan á einhverju öðru en latínu? Annars held ég að þessi kardínáli sé bara grúppía sem getur ekki sætt sig við að að goðið muni ekki mæla orð af munni næstu vikurnar. Næst segir hann að ristabrauð páfa hafi grátið blóðugum tárum Maríu Meyjar.
Það sem helst er nýtt úr lífs míns sápuóperu er að ég stóð (í skugganum af Limmu!) fyrir 70 manna þorrablóti í Edinborg á laugardaginn og er bara rétt að jafna mig. Þar var fólk allt mjög þvalt þegar líða fór á kvöldið og var í miklum veiðihug. Var ég margsinnis kölluð "helv... dýralæknirinn" af einum gestanna, en þegar mér fór að leiðast þessi ljóta nafnbót og spurði hann af hverju "helv..." skildist mér að hann meinti þetta sem hól og svo klykkti hann út með ógeðslegustu pikköpplínu sem ég hef heyrt, bara. Og hef ég nú heyrt þær nokkrar...eða þrjár...eða eina...(",).
|