miðvikudagur, mars 02, 2005
Helv... páfinn
Mikið er nú skemmtileg þessi nýja sápa sem segir frá ævintýrum ellihrumrar páfadulu sem berst við hversdagslegar ógnir eins og lungnakvef og legusár. Nú síðast var dáðst að honum í blöðunum fyrir að ræða bæði á þýsku og ítölsku við háttsettan kardínála. Hva voða mont er þetta í karlinum...eða er kannski raunin sú að hann er bara ekkert sérstakur í tungumálum og þarf að vefa saman orð héðan og þaðan til þess að gera sig skiljanlegan á einhverju öðru en latínu? Annars held ég að þessi kardínáli sé bara grúppía sem getur ekki sætt sig við að að goðið muni ekki mæla orð af munni næstu vikurnar. Næst segir hann að ristabrauð páfa hafi grátið blóðugum tárum Maríu Meyjar.
Það sem helst er nýtt úr lífs míns sápuóperu er að ég stóð (í skugganum af Limmu!) fyrir 70 manna þorrablóti í Edinborg á laugardaginn og er bara rétt að jafna mig. Þar var fólk allt mjög þvalt þegar líða fór á kvöldið og var í miklum veiðihug. Var ég margsinnis kölluð "helv... dýralæknirinn" af einum gestanna, en þegar mér fór að leiðast þessi ljóta nafnbót og spurði hann af hverju "helv..." skildist mér að hann meinti þetta sem hól og svo klykkti hann út með ógeðslegustu pikköpplínu sem ég hef heyrt, bara. Og hef ég nú heyrt þær nokkrar...eða þrjár...eða eina...(",).
|
Mikið er nú skemmtileg þessi nýja sápa sem segir frá ævintýrum ellihrumrar páfadulu sem berst við hversdagslegar ógnir eins og lungnakvef og legusár. Nú síðast var dáðst að honum í blöðunum fyrir að ræða bæði á þýsku og ítölsku við háttsettan kardínála. Hva voða mont er þetta í karlinum...eða er kannski raunin sú að hann er bara ekkert sérstakur í tungumálum og þarf að vefa saman orð héðan og þaðan til þess að gera sig skiljanlegan á einhverju öðru en latínu? Annars held ég að þessi kardínáli sé bara grúppía sem getur ekki sætt sig við að að goðið muni ekki mæla orð af munni næstu vikurnar. Næst segir hann að ristabrauð páfa hafi grátið blóðugum tárum Maríu Meyjar.
Það sem helst er nýtt úr lífs míns sápuóperu er að ég stóð (í skugganum af Limmu!) fyrir 70 manna þorrablóti í Edinborg á laugardaginn og er bara rétt að jafna mig. Þar var fólk allt mjög þvalt þegar líða fór á kvöldið og var í miklum veiðihug. Var ég margsinnis kölluð "helv... dýralæknirinn" af einum gestanna, en þegar mér fór að leiðast þessi ljóta nafnbót og spurði hann af hverju "helv..." skildist mér að hann meinti þetta sem hól og svo klykkti hann út með ógeðslegustu pikköpplínu sem ég hef heyrt, bara. Og hef ég nú heyrt þær nokkrar...eða þrjár...eða eina...(",).
|